Samfélagsmiðlar

Álfaerótík

„Sögurnar í þessum skáldsagnaflokki einkennast af epískri baráttu milli góðs og ills, flóknum fantasíukenndum söguheimi, höfuðóvinir verða elskendur og síðast en ekki síst er lögð áherslan á sjóðheitar kynlífslýsingar," segir Snæbjörn Arngrímsson um metsölubækur Rebeccu Yarros.

Bækur Rebeccu Yarros

Rebecca Yarros er sex barna móðir. Hún þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi sem kallast Ehlers-Danlos og hún á erfitt með svefn. Í mörg ár hefur hún vaknað um miðjar nætur og legið andvaka tímunum saman. Á hinum svefnlausu nóttum vandi hún sig á að setjast upp og lesa svokallaðar ástarsögur eða romance á fræðimáli bókaútgefenda. Þegar hermaðurinn, maðurinn hennar var sendur til átakasvæða í Afganistan og Írak tók Rebecca upp á því í einsemd sinni að skrifa á næturnar í stað þess að lesa. Viðfangsefni skrifa hennar var það sem snobbaðir bókabéusar kalla „álfaerótík“ og fitja upp á nefið. 

Rebecca Yarros les bréf frá lesanda – MYND: Katie Marie Seniors

En nú í byrjun desember árið 2023 á Rebecca tvær söluhæstu bækur The New York Times metsölulistans. Og það aðeins tæpum tveimur árum eftir að hún kynnti hugmyndina að nýjum bókaflokki fyrir forleggjara sínum. Árið 2022, eftir að Rebecca hafði lesið bókina „Publishing for Dummies“ fékk hún viðtal við amerískan útgefenda og lagði fyrir hann hugmynd að fimm bóka röð sem átti að vera einskonar blanda af romance og fantasy. Þessi nýi skáldsagnablanda er nú kölluð romantasy og er í gífurlegri uppsveiflu víða um heim. Sögurnar í þessum skáldsagnaflokki einkennast af epískri baráttu milli góðs og ills, flóknum fantasíukenndum söguheimi, höfuðóvinir verða elskendur og síðast en ekki síst er lögð áherslan á sjóðheitar kynlífslýsingar. Oft eru það furðuverur sem stunda kynlífið og þaðan sprettur uppnefnið „álfaerótík“.

Rebeccu til mikillar undrunar varð útgefandinn óður og uppvægur og taldi að þessi bókasería sem Rebecca hafði kynnt fyrir honum yrði algjört hit. Forleggjarinn var til í að leggja allt undir. Fyrsta prentun á fyrstu bók Rebeccu í bókaflokknum,  Fourth Wing, yrði 100.000 eintök og ætlaði forlagið að leggja milljónir í markaðssetningu.

Rebeccu leist bæði vel og illa á fyrirætlanir útgefandans. „Ég fann fyrir gífurlegum þrýstingi. Mér fannst eins og ég hefði líf útgáfufyrirtækisins í lúkunum. Hvað eftir annað var ég að því komin að gefast upp á skrifunum en aftur og aftur fullvissaði útgefandinn mig um að ekkert kæmi í veg fyrir að bókin ætti eftir að ná gífurlegum vinsældum. Þrátt fyrir þetta og alla peningana sem ég vissi að yrðu notaðir í markaðssetningu  kom mér það algerlega á óvart þegar ég sá að bókin læddist inn á metsölulista. Ég var líka gersamlega óviðbúin þessum viðtökum. Ég hafði ekki séð það fyrir að lesendur yrðu algerlega trylltir og krefðust þess að ég skrifað næstu bók í flýti. Það var enginn friður. Ég gat ekki annað en setið við í 12 til 14 tíma á dag og skrifa bók númer tvö í röðinni til að verða við þessum óskum lesenda.“

Áætlanir útgefandans fóru fram úr björtustu vonum. Síðustu sjö mánuði hefur Fourth Wing setið á toppi metsölulista New York Times og hefur selst í milljónaupplagi. Bókin er ekki eingöngu vinsæl  í Bandaríkjunum því bæði í Englandi og Ástralíu er bókin farin að klifra upp metsölulistana á fljúgandi ferð. Þýðingarrétturinn á bókum Rebeccu Yarros er seldur til meira en þrjátíu landa og sitja þýðendur nú sveittir við lyklaborð sín til að snúa ævintýratexta Rebeccu yfir á önnur tungumál.

Þann 7. nóvember sl. þegar Iron Flame, önnur bókin í bókaröðinni kom út í Bandaríkjunum, ætlaði allt um koll að keyra hjá bandarískum bóksölum. Miðnætursala var skipulögð hjá meira en 200 bóksölum og langar raðir mynduðust fyrir framan bókabúðirnar. Bóksalar hafa ekki séð jafn mikinn hita og ákefð hjá lesendum síðan Harry Potter bækurnar voru að koma í sölu. 

Fyrir skömmu tryggði Amazon sér sjónvarps- og kvikmyndaréttinn á sögunum Rebeccu Yarros. 

Metsölulisti The New York Times

Nýtt efni

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …