Samfélagsmiðlar

Best varðveitta leyndarmál jólabókaflóðsins?

„Sumir hafa þó bent á að sennilega sé það best varðveitta leyndarmál íslenska jólabókaflóðsins í ár að Snjór í paradís sé ekki skáldsaga." skrifar Snæbjörn Arngrímsson.

Er „Snjór í paradís" ekki skáldsaga? - MYND: ÓJ

Á nýjum bóksölulista Eymundsson vekur athygli að bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Snjór í paradís, situr sem fastast á toppi listans. Að vísu er ekki í frásögur færandi að bækur Ólafs Jóhann seljist eins og heitar lummur á Íslandi. Allt frá því hann gaf út sína fyrstu bók Níu lyklar árið 1986 hefur höfundurinn verið fastur gestur á tindi íslenskra metsölulista. Það sem hins vegar vekur athygli er að smásagnasafn höfundarins nái einnig að sigla upp í sjálft fyrsta sætið og tróna þar vikum saman. Hingað til hafa smásagnasöfn ekki átt upp á pallborð íslenskra bókaunnenda. Satt að segja má segja þetta sögulegan viðburð að sjá slíka velgengni smásagnasafns á íslenskum bókamarkaði.

Bókinni Snjór í paradís flett – MYND: ÓJ

Sumir hafa þó bent á að sennilega sé það best varðveitta leyndarmál íslenska jólabókaflóðsins í ár að Snjór í paradís sé ekki skáldsaga. Hvergi í kynningum forlagsins er tekið fram að um smásagnasafn sé að ræða sem er skiljanlegt frá sjónarhóli forlagsins enda rýrir það sölumöguleika bókarinnar. Á bókakápu eða baksíðutexta er þess til dæmis ekki getið um hvers konar skáldverk er að ræða, í auglýsingum forlagsins á bókinni er látið liggja milli hluta hvort Snjór í paradís er skáldsaga eða eitthvað annað og í Bókatíðindum 2023 er bókin kynnt á eftirfarandi hátt:

„Meginstef þessarar áhrifamiklu bókar eru nánustu sambönd fólks; hjóna, foreldra og barna, elskhuga og vina; og hvernig hið leyndasta í lífi sérhvers manns, það sem hugur einn veit, getur breytt öllu komi það upp á yfirborðið. Mögnuð bók um ást og von, blekkingu og afhjúpun, hliðarspor og heiðarleika.“

Blaðamaður FF7 lagði leið sína á nokkra bóksölustaði í Reykjavík og nágrennis og vatt sér að fólki sem íhugaði bókakaup við bóksöluborðin.

Spurt var „Hvers konar bókmenntaverk er Snjór í paradís?“

Kona á fimmtugsaldri: „Skáldsaga?“
Blaðamaður: „Ertu ekki viss?“
Kona á fimmtugsaldri: „Jú … skáldsaga.“

Ungur maður með derhúfu: „Snjór í paradís? Hvað er það? Þessi bók?“ Hann bendir á bókina.
Blaðamaður: „Já, þessi bók,“ svarar blaðamaður og bendir á sömu bók.
Ungur maður með derhúfu: „Þetta er bara skáldsaga eftir hann  … hérna, já Ólaf Jóhann.“

Kona á þrítugsaldri með tvö börn: „Bókin hans Ólafs Jóhanns?“
Blaðamaður: „Já, Snjór í paradís eftir Ólaf Jóhann Ólafsson.“
Kona á þrítugsaldri með tvö börn: „Hvað meinarðu?“
Blaðamaður: „Heldurðu að Snjór í paradís sé ljóðabók, skáldsaga, smásagnasafn, ritgerðasafn …“
Kona á þrítugsaldri með tvö börn: „Skáldsaga.“
Blaðamaður: „Ætlarðu að kaupa hana?“
Kona á þrítugsaldri með tvö börn: „Ég var að velta fyrir mér að gefa hana í jólagjöf, já.“
Blaðamaður: „Þótt þetta sé smásagnasafn?“
Kona á þrítugsaldri með tvö börn: „Smásagnasafn? Er þetta smásagnasafn?“
Blaðamaður: „Já.“
Kona á þrítugsaldri með tvö börn: „Það skiptir engu máli. Ég ætla að gefa hana.“

Ungur maður með menntamannaleg gleraugu:  „Ummmm … ja … þegar þú spyrð þá er ég hreinlega í vafa.“
Blaðamaður: „Hvað heldurðu?“
Ungur maður með menntamannaleg gleraugu:  „Sko, mamma óskaði sér hennar í jólagjöf og ég er viss um að hún haldi að þetta sé skáldsaga. En mér finnst eins og ég hafi heyrt að þetta sé smásagnasafn. En … hvað … er þetta skáldsaga?“

Bókahlaðborðið í Hagkaup – MYND: ÓJ

Annað vekur athygli að í tveimur efstu sætum metsölulistans sitja tveir þekktir rithöfundar, Ólafur Jóhann og Arnaldur Indriðason. Hvorugur þessara höfunda nýtir sér hina vinsælu samfélagsmiðla til að kynna bækur sínar og viðbrögð lesenda og gagnrýnenda við þeim. eins og Facebook eða Instagram eins og flestir aðrir rithöfundar nú til dags. Arnaldur er ekki á facebook og Ólafur Jóhann hefur ekki notað Facebook-reikning sinn síðan 2012. Hvort af þessu sé hægt að draga einhverja ályktun um mikilvægi þessara miðla í sölu og kynningu bóka skal ósagt látið.

Nýtt efni

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …

Icelandair tekur í notkun þrjár nýjar Boeing Max þotur fyrir sumarvertíðina og sú fyrsta er komin til landsins en hún er fengin af lager flugvélaframleiðandans í Seattle. Hinar tvær eru splunkunýjar og segir Guðni Sigurðsson, talsmaður flugfélagsins, að þær séu báðar komnar af færibandinu og nú fari fram lokaskoðun á þeim. Von er á þessum …

Íslendingar hafa líklega önnur viðmið um það hvað sé hæfilega margt fólk samankomið á einum stað en þjóðir sem vanar eru meiri mannþröng og umferðarþunga alla daga. Sjálfsagt er það eigingjarnt og sjálfmiðað að ætlast til þess að fá að ganga einsamall í friði og ró niður Almannagjá á Þingvöllum á góðum sumardegi. Þeir dagar …

Frestur til að skila inn tilboðum í 35 prósent hlut Landsbankans í Keahótelin, eina stærstu hótelkeðju landsins, rann út fyrir síðustu jól. Ennþá er söluferlið í gangi samkvæmt svari frá bankanum en engar nýjar upplýsingar er að fá um stöðuna. Hluturinn í Keahótelunum var auglýstur til sölu í lok nóvember í fyrra og þá sagði …

Wizz Air er meðal þeirra flugfélaga í heiminum sem losa minnst af CO2 og hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir viðleitni til sjálfbærni. Þessi árangur skýrist fyrst og fremst af því að ungverska félagið er með nýjan flugflota í þjónustu sinni, aðallega Airbus A321neo sem flestar eru innan við fimm ára gamlar. Þá hjálpa góð sætanýting …

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …