Samfélagsmiðlar

Blóðmissirinn gerði hann að Nóbelsskáldi

Þegar Jon Fosse var sjö ár komst hann í nálægð við dauðann og hafa þau kynni við dauðann litað allt  höfundarverk hans;  bæði skáldverk, leikrit og ljóð. Síðastliðinn laugardag veitti Jon Fosse viðtöku hinum æðstu verðlaunum bókmenntanna fyrir þessi bókmenntaafrek sín.

Jon Fosse tekur við Nóbelsverðaunum í bókenntum úr hendi Karls Gústafs, Svíakonungs - MYND: Nóbelnefnd Sænsku akademíunnar

Hinn nýbakaði Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum, Jon Fosse, er bóndasonur. Hann ólst upp á litlum bóndabæ við Strandebarm á vesturströnd Noregs og átti hamingjuríka æskudaga þar. Þó lenti hann í alvarlegu óhappi þegar hann var sjö ára og var nær dauða en lífi. Vetrardag einn átti Jon Fosse einhver erindi með glerflösku fulla af appelsínusafa út á stétt þar sem flughálir svellbunkar höfðu myndast í norska vetrarfrostinu. Hann var eins og svo oft áður annars hugar og flaug á hausinn, missti flöskuna sem sveif eitt andartak í lausu lofti en lenti á stéttina við hlið hins sjö ára Jon Fosse og brotnaði í þúsund mola. Glerbrotin stungust inn í líkama litla drengnum og svo óheppilega vildi til að eitt glerbrot skar í sundur púlsæðina á úlnliðnum. Með snarræði tókst mömmu Fosse að stöðva blóðstrauminn en drengurinn hafði þegar misst mikið blóð. Hann var keyrður í snarhasti í bíl fjölskyldunnar á næsta sjúkrahús.

„Ég sat í bílnum en ég var ekki inni í sjálfum mér heldur sveif ég um og horfði á sjálfan mig sitja inni í bílnum fölur eins og kríuskítur,“ hefur Jon Fosse sagt í viðtölum þar sem skáldið rifjar þetta atvik upp. „Ég gerði mér grein fyrir að ég væri að deyja. Ég sá einhvern skjannabjartan ljóma í kringum mig. Mikla ofurbirtu. Allt var mjög friðsælt. Ég fann ekki fyrir sorg eða ótta heldur var það einungis fegurð augnabliksins sem greip mig.“

Einmitt þessi reynsla, þessi stuttu kynni við dauðann, hefur litað allt  höfundarverk Jons Fosse;  bæði skáldverk, leikrit og ljóð. Síðastliðinn laugardag veitti hann einmitt viðtöku hinum æðstu verðlaun bókmenntanna fyrir þessi bókmenntaafrek sín.

Stoltur verðlaunahafi – MYND: Nóbelsnefnd Sænsku akademíunnar

„Ég segi oft að til séu tvennskonar tungumál: orðin sem ég skrifa, orðin sem lesandinn skilur, en bak við þau leynist tungumál þagnarinnar og einmitt þar liggur kannski hin raunverulega merking. Það er aðeins í þögninni sem maður greinir rödd Guðs.“

Bækur Jon Fosse eru ekki sérlega vel þekktar utan Evrópu. Bandaríkjamenn byrjuðu til dæmis aðeins fyrir rúmu ári að þýða bækur hans. Í Evrópu hefur hann hins vegar verið mikil stjarna í áratugi, sérstaklega fyrir leikrit sín sem þykja minna mjög á verk Samuels Becketts.

Í tilefni af Nóbelsverðlaununum hefur Jon Fosse undanfarna daga verið á ferð um Svíþjóð og Noreg til að veita fjölmiðlum viðtöl. Í samtali við norskan blaðamann sagði hann að hann hefði ekki látið sér detta í hug að verða rithöfundur þegar hann var barn. Lífið snerist um búskap og pabbi hans sá þar að auki um verslunina í nálægu þorpi þar sem hann hjálpaði til. „Ég hafði miklu meiri áhuga á tónlist en á lestri. Sem unglingur var ég síðhærður eins og Bítlarnir og spilaði á gítar. Ég varð hljómsveitarmeðlimur þótt ég væri hörmulega lélegur á gítar. En þegar ég varð 14 ára – ég veit ekki hvað gerðist – hætti ég bara að spila á gítarinn minn, slökkti á plötuspilaranum og hætti líka að hlusta á tónlist. Í staðinn fyrir tónlistina fór ég að skrifa ljóð og sögur. Ég færði takt tónlistarinnar yfir á orðin og lagði mig fram um að ná þungum takti í skrifin og notaði endurtekningar eins og ég væri að reyna að halda tengslum við tónlistina. Svona hef ég skrifað í 40 ár.“

Fyrsta bók hans „Raudt, svart“  kom út árið 1983 og þá var Fosse tuttugu og fjögurra ára gamall. Á þeim árum gerði hann mikið úr því að hann væri trúleysingi og umgekkst fólk sem var sama sinnis í trúmálum. Að vísu var það í tísku á þessum árum að skrifa mjög pólitískar bækur. Allar bókmenntir áttu að vera pólitískar en Jon Fosse var því ekki sammála. „Bókmenntir eiga að snúast um bókmenntir og eiga ekki að reyna að hafa pólitísk markmið … ekki heldur trúarleg markmið.“

Eftir því sem Fosse skrifaði meira, sökkti sér dýpra ofan í skrifin, – hann gerði aldrei nein drög að því sem hann ætlaði að skrifa heldur lét textann bara velta út úr sér – fór hann að fjarlægjast trúleysið og hugmyndin um að Guð hefði áhrif á það sem hann skrifað sótti á hann. Áhugi hans á trúmálum jókst og hann fór að sækja fundi trúfélaga. Árangurinn var að smám saman fannst honum að skrifin bæru í sér þá ró og þá friðsemd sem hann hafði dreymt um að setja á blað. Á árunum í kringum 1990 gaf Jon Fosse út bókmenntarit þar sem hann tók Guð inn í skrif sín í andstöðu við þá pólitík sem þá var lenska. Þetta voru hvorki fræðslurit né neins konar trúboð. Fosse reyndi bara að vera opinn fyrir dulúð lífsins.

Á tíunda áratug síðustu aldar urðu leikrit Jon Fosse skyndileg mjög vinsæl og voru sett á svið um alla Evrópu. Höfundurinn ferðaðist linnulaust milli leiksviða til að hjálpa til við uppfærslu leikritanna sem veru ansi dularfull, minimalísk, melankólísk og alvarleg. Fyrir leikhúsmenn þess tíma var þetta mikil opinberun, gersamlega nýtt og byltingarkennt leikhús.

Á flakkinu milli leikhúsa missti Fosse tökin á áfengisdrykkju sinni. Hann var daglega undir áhrifum áfengis og drakk þegar verst lét eina flösku af vodka á dag. Áfengi var það eina sem hann lét ofan í sig og á endanum gafst líkaminn upp. Leikskáldið hrundi niður þegar hann var viðstaddur æfingu á einu af leikritum hans. Hann var keyrður í skyndi á spítala með alvarlega áfengiseitrun og þurfti að dvelja undir læknisumsjá í nokkrar viku. Þegar sonur hans sótti hann til að keyra hann heim eftir spítalavistina ákvað skáldið að hætta að drekka áfengi. „Nú er komið nóg, Jon,“ sagði hann við sjálfan sig og hefur hann ekki bragðað áfengisdropa síðan. Þetta áfall hafði svo mikil áhrif á höfundinn að hann fór að sækja kaþólskar messur „sem flytja sálina út úr sjálfum þér, alveg eins og þegar þú skrifar.“ Ári síðar snerist hann til kaþólskrar trúar. 

Nú hafa þrír kaþólskir rithöfundar frá Norðurlöndum fengið Nóbelsverðlaunin í bókmenntum: Jon Fosse, Halldór Laxness og Sigrid Undset.

Jon Fosse hefur verið orðaður við Nóbelsverðlaunin í að minnsta kosti áratug og í hvert skipti sem október nálgaðist, mánuðurinn þegar Nóbelsverðlaun í bókmenntum eru tilkynnt, hefur Jon Fosse verið mjög órólegur. Og í ár gerðist það sem hann hafði óttast svo mjög og þráði svo heitt. Símtalið barst frá Stokkhólmi. „Ef þú trúir mér ekki,“ sagði röddin í símanum sem hafði tilkynnt honum um niðurstöðu Nóbelsnefndarinnar, „skaltu bara kveikja á útvarpinu klukkan eitt þá verður heiminum tilkynnt að Jon Fosse hafi unnið Nóbelsverðlaun í bókmenntum.“

Um leið og Jon Fosse stakk símann sínum aftur í buxnavasann hljóp hann út í bílinn sinn að gerðinni Toyota Yaris. Hann þaut af stað og lagði leið sína burt frá Ósló. Jon Fosse ákvað að láta sig sig hverfa. Hann brunaði þangað sem hann taldi sig óhultan fyrir alheimspressunni. Það kom í ljós að ekki auðvelt að fela sig í jafn litlu samfélagi og hinu norska þótt landið sé stórt. En Fosse reyndi.

Það tók NRK, norska ríkisútvarpið, þrettán klukkustundir að hafa upp á skáldinu. Fosse hafði falið sig í Frekhaug á vesturströnd Norður-Noregs, 463 km ökuleið frá Ósló. En höfundurinn var í of miklu uppnámi til að tala við fréttamenn. 

„No comment!“

„Í ár gerðist það sem hann hafði óttast svo mjög og þráði svo heitt“ – MYND: Nóbelsnefnd Sænsku akademíunnar

Á íslensku er fáanlegar sex bækur eftir Jon Fosse:
Morgunn og kvöld
Draumar Ólafs
Andvaka
Kvöldsyfja
Þetta er Alla
Þannig var það

Til að kaupa bækur Jons Fosse á íslensku er hægt að nálgast þær hér: Forlagið bókabúð eða hjá útgefandanum á Íslandi, bókaforlaginu Dimmu.

Nýtt efni

Eftirspurn eftir ferðalögum til útlanda meðal Íslendinga er áfram sterk fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á kynningu á nýju uppgjöri flugfélagsins nú í morgun. Farþegum Icelandair frá heimamarkaðnum fækkaði hins vegar um 9 prósent á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þennan samdrátt útskýrði Bogi Nils með því að benda á …

Í byrjun júlí tóku gildi bráðabirgðatollar á rafbíla sem fluttir eru inn frá Kína til aðildarríkja Evrópusambandsins. Var gripið til þessa eftir að rannsókn á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiddi í ljós að kínverska framleiðslan nyti óeðlilega mikils ríkisstuðnings og skaði því evrópskir rafbílaframleiðendur. Aukatollurinn, sem nú leggst ofan á þann 10 prósent toll sem fyrir …

Á öðrum ársfjórðungi í fyrra hagnaðist Icelandair um 2,1 milljarð króna fyrir skatt en núna var niðurstaðan hagnaður upp á 73 milljónir króna. Í dollurum, uppgjörsmynt Icelandair, var rekstrarafkoman (Ebit) jákvæð um 3,3 milljónir dollara en 21 milljón í fyrra. Sú niðurstaða var sú besta í mörg ár eins og sjá má. Skilyrði til flugrekstrar …

Fyrir fjórum vikum síðan boðaði Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, átak í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Segja má að ráðherrann hafi verið að svara kalli forsvarsfólks ferðaþjónustunnar sem hvatt hefur til opinberrar kynningar á Íslandi sem áfangastað líkt og víða tíðkast. Tveimur dögum eftir að Lilja Dögg lofaði „hundruðum millj­óna“ til …

Stjórnendur Icelandair og Play gáfu það út í sumarbyrjun að fargjöld hefðu lækkað vegna mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Félögin tvö þurfa nú í auknum mæli að sækja á þann markað þar sem minni eftirspurn er eftir Íslandsferðum. Gallinn er hins vegar sá að farþegar sem fljúga milli Evrópu og N-Ameríku, með millilendingu á …

Í júní í fyrra voru óvenju margir bandarískir ferðamenn á landinu miðað við flugframboð. Nú í sumar hefur flugferðunum fjölgað um 12 prósent en samt fækkaði bandarískum ferðamönnum um 19 prósent í nýliðnum júní. Það er Icelandair sem er langumsvifamest í flugi héðan til Bandaríkjanna og stóð félagið undir 7 af hverjum 10 flugferðum héðan …

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …