Samfélagsmiðlar

Ferðapakki eða eSIM í símann?

Það getur kostað sitt að nota farsímann utan Evrópu. Ólafur Hauksson hugsaði málið áður en hann hélt til þriggja landa ferð í Asíu, hlóð stafrænu eSiM-korti í símann í hverju landi og sparaði drjúga fjárhæð við gagnaflutninga. Ferðapakkar símafélaganna kosta sitt en eru þægilegir.

Víetnmömsk simkort

Reiki í löndum utan Evrópu er alla jafna frekar dýrt og eitt MB af gögnum getur kostað á bilinu 99 krónur til yfir tvö þúsund krónur. Íslensku símafélögin bjóða viðskiptavinum ferðapakka til að taka mesta hrollinn og óvissuna úr símanotkun í fjarlægum löndum. Ferðapakkinn með inniföldu 500 MB gagnamagni kostar 1.000 kr. á dag hjá Símanum, 990 kr. hjá Vodafone og 1.090 kr. hjá Nova.

Í nýlegu 20 daga ferðalagi höfundar til þriggja landa í suðaustur Asíu hefði ferðapakkinn kostað 19.800 krónur. Þess í stað var stafrænu simkorti – eSiM – hlaðið inn í símann í hverju landi fyrir sig. Heildarkostnaðurinn var 26 dollarar, 3.640 kr. eða um 180 krónur á dag. Fyrir það fengust 18 GB af gagnamagni, en ekki var hægt að nota eSIM kortið fyrir annað en gagnaflutninga. Með ferðapökkum símafélaganna er jafnt hægt að hringja, svara og vera á netinu.

Kjötsölukaupmaður skoðar snjallsímann sinn – MYND: ÓH

Flestallir farsímar sem framleiddir hafa verið undanfarin þrjú ár bjóða upp á eSIM til viðbótar við simkort símafélagsins. Á þessari slóð má sjá hvaða símar þetta eru. https://esim.holafly.com/how-to/esim-phones/

Auðvelt er að kaupa stafrænt simkort á netinu og úrval af fyrirtækjum sem bjóða það. Höfundur keypti eSIMkortin hjá Airalo og reyndist best að fá eSIM fyrir hvert land fyrir sig. Nokkuð flækjustig var að virkja kortið og þurfti aldrei þessu vant að fylgja leiðbeiningum nákvæmlega. Til dæmis þurfti að handvelja þjónustuaðila (network provider) frekar en láta símann gera það. Í einu tilfellinu virkjaðist kortið ekki fyrr en notandinn mundi eftir að kveikja á data roaming og í öðru þurfti að endurræsa símann til að ná sambandi. Borgað er fyrir gagnamagn og gildistíma og er einfalt að bæta gagnamagni við með viðbótarkaupum. Sem dæmi má nefna að 2 GB gagnamagn með 15 daga gildistíma kostaði 7 dollara fyrir Víetnam.

Ferðapakki símafélaganna er vissulega þægilegasta leiðin til að vera í sambandi. Ef hins vegar er þörf á meiri gagnanotkun en 500 MB á dag er eSIM hagkvæmari lausn. Hægt er að vera með bæði simkortin virk samtímis.

Höfundur: Ólafur Hauksson

Stytta af byltingarforingjanum Ho Chí Minh, forseta Norður-Víetnams og þjóðhetju Víetnama – MYND: ÓH

Nýtt efni

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …

Gott símasamband í höfuðborg Bretlands byggði lengi á hinum 177 metra háa BT Tower sem kenndur var við eigandann, British Telecom. Turninn varð hæsta mannvirkið í London þegar hann var reistur af símafyrirtækinu árið 1964. Það var ekki fyrr en 16 árum síðar að annað mannvirki í London fór upp fyrir þetta símamastur sem einnig …

Velta í ferðaþjónustu í nóvember og desember í fyrra var nærri óbreytt miðað við sama tíma árið 2022 eða rúmlega 121 milljarður króna. Ef veltan hefði verið í takt við verðbólgu og fjölgun gistinátta ferðamanna þá hefði hún verið um 13 milljörðum kr. hærri. Af undirgreinum ferðaþjónustunnar þá var veitingareksturinn sá eini sem hélt í …

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Bain Capital Credit varð langstærsti hluthafinn í Icelandair í júní 2021 og á nú 17,2 prósenta hlut. Sjóðurinn hefur fjárfest fyrir 10,4 milljarða króna í flugfélaginu en fengi rétt 7,5 milljarða fyrir hlutinn í dag. Mismunurinn nemur nærri 3 milljörðum króna en gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um 18 prósent frá því …

Tölur sem Kóperníkus, lofthjúpsvöktunaþjónusta Evrópusambandsins, og ítölsku umhverfisverndarsamtökin Legambiente kynntu nýlega sýna að í Mílanó mælist svifryk og önnur loftmengun áfram hvað mest í allri Evrópu. Nú er loks rætt um það af yfirvöldum í Mílanó og nærliggjandi borgum og bæjum á Langabarðalandi að grípa einhverra aðgerða - eins og að takmarka notkun á mest …

Þátttaka hins opinbera í rafbílakaupum landsmanna er nú með breyttu sniði. Í stað skattaafsláttar upp á 1,3 milljónir króna, sem dreginn var frá söluverði nýrra rafbíla, þá verða kaupendur bílanna að greiða fullt verð í umboðinu og sækja svo um 900 þúsund króna styrk hjá Orkustofnun í framhaldinu. Þessi breyting var gerð um síðustu áramóti …

Sá sem kaupir ódýrasta fargjaldið hjá Icelandair, Economy Light, þarf að borga aukalega fyrir innritaðan farangur. Áður var töskugjaldið 5.280 krónur en nú þarf að borga allt að 6.600 krónur undir farangurinn aðra leið. Hækkunin nemur 25 prósentum og svo mikil eru hún líka ef innrita á skíði. Flutningur á þeim kostar núna allt að …