Samfélagsmiðlar

Frá steinöld til stórtækra reykofna

Ef einhvern tíman er runnin upp árstíð reyktra matvæla þá er það líklegast um þessar mundir. En fyrir utan bragðið, hvers vegna að reykja kjöt og fisk og hvaðan kemur sú aðferð?

Reykt hangilæri eru meðal freistinga á aðventunni - MYND: ÓJ

Eins og flestir þekkja er reyking nú á dögum aðferð til að bragðbæta mat með því að láta hann standa í reyk af glóandi taði, mó eða viði í lokuðu rými. Að reykja kjöt er ein elsta verkunar- og geymsluaðferð í sögu mannkyns og sú leið hefur heldur betur staðist tímans tönn.

Elstu menjar um reykt kjöt má rekja allt aftur til steinaldar eftir að forfeður okkar höfðu lært að hagnýta sér eldinn. Líklegast voru kjötstykki látin hanga uppi í híbýlum þeirra sem að sjálfsögðu voru ekki enn búin reykræstibúnaði af neinum toga. Fljótlega uppgötvaðist svo að eldurinn sem kveiktur var við hellismunnann gaf kjötinu ekki aðeins annað bragð heldur jók einnig geymsluþolið til muna. Seinna var þessi verkunaraðferð þróuð enn frekar þar sem maturinn var lagður í salt eða saltpækil áður sem jók geymsluþolið verulga. Sú aðferð var síðar tekin upp og þróuð af menningarhópum um víða veröld.

Elstu minjar um sérstakan reykofn eru taldar vera um 90.000 ára gamlar og fundust í Póllandi en á Englandi herma heimildir að síld hafi verið reykt frá því um árið 1200. Í Evrópu á miðöldum var kjöt jafnan reykt til að það geymdist lengur og á litlum bújörðum voru jafnvel smáir reykkofar þar sem kjötið var reykt og geymt. Þau sem ekki höfðu efni á slíkum munaði hengdu sitt kjöt í staðinn hátt upp í skorsteininn. Þá var aska gjarnan sett yfir glóðirnar í arninum þegar ganga átti úr skugga um að eldurinn væri kulnaður og þannig sköpuðust kjöraðstæður til að reykja kjöt, fisk eða villibráð sem hékk innan í skorsteininum.

Einfaldur nútíma reykofn

Mun fyrr var farið að reykja kjöt en fisk á Íslandi en reykt kjöt var á boðstólum hér á landi allt frá miðöldum. Fiskur var líklegast ekki reyktur fyrr en á síðustu öld, þrátt fyrir að bændur á stöku stað við vötn og ár hafi reykt ferkvatnsfisk sem þar veiddist.

Fyrr á tímum var reyking á matvælum fyrst og fremst hugsuð til að auka geymsluþolið. Saltmagnið var mikið og reykingin sjálf oft margra daga ferli. Með nútímatækni og ekki síst framförum í samgöngum færðist reyking á kjöti smám saman yfir í að snúast meira um bragð en geymsluþol. Samhliða þeirri þróun minnkaði saltmagn og reykingartími og bragðið fór smátt og smátt að mýkjast með nýjum verkunaraðferðum og tækjum.

Torry-reykofn

Árið 1939 kom Torry-reykofninn fram á sjónarsviðið en hann var verk skoskra uppfinningamanna. Þetta er fyrsti stórtæki reykofn sögunnar og er enn í dag fyrirmynd þess búnaðar sem fyrirtæki, sem sérhæfa sig í að reykja matvæli í stórum stíl, notast við. Þrátt fyrir tækninýjungar og breyttar áherslur við það að reykja matvæli hafi vissulega tekið breytingum eru grundvallaratriðin í dag enn þau sömu og þau voru fyrir hundruðum ef ekki þúsundum ára.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …