Samfélagsmiðlar

Gera tilboð í keppinautinn

Hawaiin Airlines er í dag tíunda stærsta flugfélagið í Bandaríkjunum. Alaska er númer sex í röðinni.

Ef leitað er eftir flugi til Havaí á bókunarsíðu Icelandair þá kemur oftast upp sá kostur að fljúga með félaginu til Seattle og svo þaðan til eyjaklasans með Alaska Airlines. Flugfélögin tvö hafa nefnilega lengi átt í nánu samstarfi. Icelandair selur því ekki sæti í þotum Hawaiian Airlines sem líka flýgur þessa leið.

Á þessu gæti orðið breyting fyrr en síðar því fyrr í dag gerðu stjórnendur Alaska Airlines tilboð í allt hlutafé Hawaiian Airlines. Tilboðið hljóðar upp á 1,9 milljarða dollara eða 265 milljarða króna. Til samanburðar er markaðsvirði Icelandair rétt um 52 milljarðar króna.

Hawaiian Airlines hefur verið í miklu vandræðum síðustu ár og ekki náð sér á flug eftir að heimsfaraldrinum lauk. Skýringin á því liggur meðal annars í litlum ferðamannastraum frá Japan til Havaí en áður flugu breiðþotur eyjaskeggja reglulega til japanskra stórborga.

Ætlunin stjórnenda Alaska Air er að reka Hawaiian Airlines sem sjálfstætt flugfélag áfram og um leið efla tengiflug um Honolulu til landa beggja vegna Kyrrahafsins.

Kaupsamningur dagsins er ekki sá fyrsti sem gerður er í fluggeiranum vestanhafs í ár því samkeppnisyfirvöld í Bandaríkjunum meta nú hvort heimila eigi yfirtöku Jetblue á Spirit Airlines.

Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …