Samfélagsmiðlar

Gífurleg spenna í Kaupmannahöfn

Það er allt á suðupunkti í Kaupmannahöfn fyrir leik FCK og Galatasaray, sem berjast um áframhaldandi þátttöku í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.

Veggspjald FCK - MYND: SA

Klukkan 02:08 í nótt voru tveir menn handteknir í bíl fyrir utan Marriott-hótelið inni í miðri Kaupmannahöfn. Í bílnum fannst mikið magn af því sem lögreglan kallar „ólöglegir flugeldar“. Þótt enn sé langt til áramóta kom þessi flugeldafundur lögreglunni ekki sérlaga mikið á óvart því snemma á sunnudag bókuðu leikmenn tyrkneska fótboltaliðsins Galatasaray sig inn á Marriott-hótelið. Ætlun mannanna tveggja, sem eru heitir stuðningsmenn fótboltaliðsins FCK, var að halda vöku fyrir tyrknesku fótboltamönnum með flugeldasýningu nóttina fyrir leikdag en knattspyrnumennirnir eiga að keppa við lið Kaupmannahafnar, FCK, um laust  sæti í hinum mjög svo spennandi A-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld klukkan 20:00 á íslenskum tíma.

Bayern München er efst í riðlinum (13 stig) og hefur þegar tryggt sér áframhaldandi þátttöku í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. FCK (5 stig), Galatasaray (5 stig) og Manchester United (4 stig) berjast um hitt lausa sætið.  FCK þarf að sigra til að tryggja sér annað sæti riðilsins en nægir jafntefli tapi Manchester United sem á heimaleik á móti Bayern München. 

Stuðningsmenn Galatasaray setja mjög svip sinn á götur Kaupmannahafnar þessa dagana. Mörg hundruð áhangendur liðsins komu um helgina, gengu syngjandi um götur borgarinnar en hópuðust síðan í kringum Marriott þegar liðsmenn tyrkneska liðsins komu á hótelið. Þar sungu þeir hvatningarsöngva og skutu miklu magni af flugeldum á loft. Eldhafið í kringum hótelið var svo mikið að lögreglan þurfti að skerast í leikinn. 

Mikil spenna er fyrir viðureign þessara tveggja liða enda mikið í húfi. Leikurinn er í síðustu umferð riðlakeppninnar. Með sigri tryggir FCK sér ekki bara þátttöku í áttaliða úrslitum heldur einnig gífurlegar fúlgur fjár. Þau sextán lið sem komast upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar fá að launum heilar 190 milljónir íslenskra króna fyrir utan það verðlaunafé sem þau hafa þegar tryggt sér fyrir sigra og jafntefli í riðlakeppninni. Með sigri í kvöld reiknast mönnum til að FCK takist að hala inn samtals að minnsta kosti 800 milljónum íslenskra króna með þátttöku í Meistaradeildinni. 

Liði FCK var ekki spáð neinni velgengni í riðlinum í upphafi móts og þótti líklegast að lenda í neðsta sæti riðilsins. Hefur því frammistaða liðsins bæði komið á óvart og vakið mikla hrifningu. Lið Galatasaray er hins vegar stjörnum prýtt og leiðir tyrknesku deildina. Í byrjunarliði kvöldsins má væntanlega sjá hinn belgíska Dries Mertens, markaskorarann Marcus Icardi (sem kom fra PSG), Hakim Zlyech (sem kom frá Chelsea), Lukas Torreira (sem kom frá Fiorentina) og Tanguy Ndombele (sem kom frá Tottenham).

Stemmning í Parken – MYND: Gaston Szerman/FCK Media

Mikill rígur hefur myndast milli bæði þjálfara liðanna, leikmanna og áhangenda. Þjálfara FCK, leikmönnum og fjölskyldum þeirra hafa síðustu daga borist fjöldi hótana um limlestingar og  líflát. „Við drepum þig og manninn þinn, bíddu bara. Við vitum hvar þið eigið heima,“ var skrifað til eiginkonu Kamil Grabara markmanns FCK í gær og eru þetta bara ein af fjölmörgum ógeðfelldum hótunum sem fjölskyldur leikmannanna FCK hafa mátt þola. Lögreglan í Kaupamannahöfn hefur því mikinn viðbúnað fyrir leikinn og munu mörg hundruð lögreglumenn vera á vakt til að bregðast við hugsanlegum óróa. 

Bæði tyrkneskum blaðamönnum og þjálfara tyrkneska liðsins, Okan Buruk, hefur tekist að móðga þjálfara FCK, Jacob Neestrup. Í fyrri leik liðanna á heimavelli Galatasaray heppnaðist heimaliðinu að jafna leikinn á lokamínútunum með því að skora tvö mörk eftir að leikmanni FCK hafði verið vísað af velli með tvö gul spjöld á bakinu. Að leik loknum óskuðu tyrkneskir blaðamenn Jakob Neestrup og FCK til hamingju með jafnteflið. Þær hamingjuóskir féllu ekki í góðan jarðveg hjá þjálfara FCK.
     „Það vorum við sem töpuðum tveimur stigum. Þið skuluð sýna okkur þá virðingu að óska okkur ekki til hamingju með jafntefli,“ sagði hann að leikslokum. 
     Þjálfari tyrkneska liðsins varð æfur yfir því að Bayern tókst ekki að sigra FCK á heimavelli sínum í næst síðustu umferðinni, leikurinn endaði 0-0. Eftir leikinn sagði hann að Bayern München hefði ekki lagt sig fram og hefðu gefið FCK eitt stig. Jafnteflið milli FCK og Bayern kom Galatasaray mjög illa. Aftur varð Neestrup  sár yfir orðum Tyrkjanna og þótti honum þeir gera lítið úr stórgóðri knattspyrnu FCK manna sem voru nær sigri en Bayern í leiknum. 

Mikil spenna er sem sagt  í Danmörku og á götum Kaupmannahafnar í dag og er fyrir löngu er uppselt á leikinn sem verður spilaður í Parken í Kaupmannahöfn.  Dómari leiksins, Daniele Orsato, er mikill reynslubolti og kemur frá ítalíu.

Nýtt efni

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …

Skotar hafa löngum verið hrifnir af hafragraut. Fornleifarannsókn á Suðureyjum á vegum Bristolháskóla árið 2022 leiddi í ljós að hafragrautur hefur verið hluti af mataræði þeirra árþúsundum saman. Á miðöldum einkenndist veðurfar í Skotlandi af miklum raka og skornum skammti af sólarljósi. Þar af leiðandi náðu aðeins harðgerðustu korntegundir að vaxa og upp frá því …

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Amalfiströndin eða Costiera Amalfitana í Campania-héraði er talin meðal mest heillandi ferðamannaslóða Ítalíu. Ströndin snýr að Salernoflóa og Tyrrenahafi, litríkir bæirnir kúra undir bröttum hlíðum Sorrentine-skaga og hafa laðað til sín gesti víða að frá 18. öld, fyrst fína fólkið en síðan fjölbreyttari mannflóru. Yfirvöld vilja fá enn fleiri gesti og unnið er að því …

„Lítil umferð kemur sér vel. En ef bílum fjölgar mikið þá verður þetta verra því vegirnir eru ekki hannaðir fyrir bæði bíla og hjól,“ segir Tyler Wacker hjá fyrirtækinu „Cycling Westfjords“ á Ísafirði, sem bæði býður upp á þjónustu fyrir hjólreiðafólk og heldur úti „Arna Westfjords Way Challenge“, 960 kílómetra hjólreiðakeppni eftir Vestfjarðaleiðinni svokallaðri. „En …