Samfélagsmiðlar

Gífurleg spenna í Kaupmannahöfn

Það er allt á suðupunkti í Kaupmannahöfn fyrir leik FCK og Galatasaray, sem berjast um áframhaldandi þátttöku í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.

Veggspjald FCK - MYND: SA

Klukkan 02:08 í nótt voru tveir menn handteknir í bíl fyrir utan Marriott-hótelið inni í miðri Kaupmannahöfn. Í bílnum fannst mikið magn af því sem lögreglan kallar „ólöglegir flugeldar“. Þótt enn sé langt til áramóta kom þessi flugeldafundur lögreglunni ekki sérlaga mikið á óvart því snemma á sunnudag bókuðu leikmenn tyrkneska fótboltaliðsins Galatasaray sig inn á Marriott-hótelið. Ætlun mannanna tveggja, sem eru heitir stuðningsmenn fótboltaliðsins FCK, var að halda vöku fyrir tyrknesku fótboltamönnum með flugeldasýningu nóttina fyrir leikdag en knattspyrnumennirnir eiga að keppa við lið Kaupmannahafnar, FCK, um laust  sæti í hinum mjög svo spennandi A-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld klukkan 20:00 á íslenskum tíma.

Bayern München er efst í riðlinum (13 stig) og hefur þegar tryggt sér áframhaldandi þátttöku í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. FCK (5 stig), Galatasaray (5 stig) og Manchester United (4 stig) berjast um hitt lausa sætið.  FCK þarf að sigra til að tryggja sér annað sæti riðilsins en nægir jafntefli tapi Manchester United sem á heimaleik á móti Bayern München. 

Stuðningsmenn Galatasaray setja mjög svip sinn á götur Kaupmannahafnar þessa dagana. Mörg hundruð áhangendur liðsins komu um helgina, gengu syngjandi um götur borgarinnar en hópuðust síðan í kringum Marriott þegar liðsmenn tyrkneska liðsins komu á hótelið. Þar sungu þeir hvatningarsöngva og skutu miklu magni af flugeldum á loft. Eldhafið í kringum hótelið var svo mikið að lögreglan þurfti að skerast í leikinn. 

Mikil spenna er fyrir viðureign þessara tveggja liða enda mikið í húfi. Leikurinn er í síðustu umferð riðlakeppninnar. Með sigri tryggir FCK sér ekki bara þátttöku í áttaliða úrslitum heldur einnig gífurlegar fúlgur fjár. Þau sextán lið sem komast upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar fá að launum heilar 190 milljónir íslenskra króna fyrir utan það verðlaunafé sem þau hafa þegar tryggt sér fyrir sigra og jafntefli í riðlakeppninni. Með sigri í kvöld reiknast mönnum til að FCK takist að hala inn samtals að minnsta kosti 800 milljónum íslenskra króna með þátttöku í Meistaradeildinni. 

Liði FCK var ekki spáð neinni velgengni í riðlinum í upphafi móts og þótti líklegast að lenda í neðsta sæti riðilsins. Hefur því frammistaða liðsins bæði komið á óvart og vakið mikla hrifningu. Lið Galatasaray er hins vegar stjörnum prýtt og leiðir tyrknesku deildina. Í byrjunarliði kvöldsins má væntanlega sjá hinn belgíska Dries Mertens, markaskorarann Marcus Icardi (sem kom fra PSG), Hakim Zlyech (sem kom frá Chelsea), Lukas Torreira (sem kom frá Fiorentina) og Tanguy Ndombele (sem kom frá Tottenham).

Stemmning í Parken – MYND: Gaston Szerman/FCK Media

Mikill rígur hefur myndast milli bæði þjálfara liðanna, leikmanna og áhangenda. Þjálfara FCK, leikmönnum og fjölskyldum þeirra hafa síðustu daga borist fjöldi hótana um limlestingar og  líflát. „Við drepum þig og manninn þinn, bíddu bara. Við vitum hvar þið eigið heima,“ var skrifað til eiginkonu Kamil Grabara markmanns FCK í gær og eru þetta bara ein af fjölmörgum ógeðfelldum hótunum sem fjölskyldur leikmannanna FCK hafa mátt þola. Lögreglan í Kaupamannahöfn hefur því mikinn viðbúnað fyrir leikinn og munu mörg hundruð lögreglumenn vera á vakt til að bregðast við hugsanlegum óróa. 

Bæði tyrkneskum blaðamönnum og þjálfara tyrkneska liðsins, Okan Buruk, hefur tekist að móðga þjálfara FCK, Jacob Neestrup. Í fyrri leik liðanna á heimavelli Galatasaray heppnaðist heimaliðinu að jafna leikinn á lokamínútunum með því að skora tvö mörk eftir að leikmanni FCK hafði verið vísað af velli með tvö gul spjöld á bakinu. Að leik loknum óskuðu tyrkneskir blaðamenn Jakob Neestrup og FCK til hamingju með jafnteflið. Þær hamingjuóskir féllu ekki í góðan jarðveg hjá þjálfara FCK.
     „Það vorum við sem töpuðum tveimur stigum. Þið skuluð sýna okkur þá virðingu að óska okkur ekki til hamingju með jafntefli,“ sagði hann að leikslokum. 
     Þjálfari tyrkneska liðsins varð æfur yfir því að Bayern tókst ekki að sigra FCK á heimavelli sínum í næst síðustu umferðinni, leikurinn endaði 0-0. Eftir leikinn sagði hann að Bayern München hefði ekki lagt sig fram og hefðu gefið FCK eitt stig. Jafnteflið milli FCK og Bayern kom Galatasaray mjög illa. Aftur varð Neestrup  sár yfir orðum Tyrkjanna og þótti honum þeir gera lítið úr stórgóðri knattspyrnu FCK manna sem voru nær sigri en Bayern í leiknum. 

Mikil spenna er sem sagt  í Danmörku og á götum Kaupmannahafnar í dag og er fyrir löngu er uppselt á leikinn sem verður spilaður í Parken í Kaupmannahöfn.  Dómari leiksins, Daniele Orsato, er mikill reynslubolti og kemur frá ítalíu.

Nýtt efni

Eftirspurn eftir ferðalögum til útlanda meðal Íslendinga er áfram sterk fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á kynningu á nýju uppgjöri flugfélagsins nú í morgun. Farþegum Icelandair frá heimamarkaðnum fækkaði hins vegar um 9 prósent á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þennan samdrátt útskýrði Bogi Nils með því að benda á …

Í byrjun júlí tóku gildi bráðabirgðatollar á rafbíla sem fluttir eru inn frá Kína til aðildarríkja Evrópusambandsins. Var gripið til þessa eftir að rannsókn á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiddi í ljós að kínverska framleiðslan nyti óeðlilega mikils ríkisstuðnings og skaði því evrópskir rafbílaframleiðendur. Aukatollurinn, sem nú leggst ofan á þann 10 prósent toll sem fyrir …

Á öðrum ársfjórðungi í fyrra hagnaðist Icelandair um 2,1 milljarð króna fyrir skatt en núna var niðurstaðan hagnaður upp á 73 milljónir króna. Í dollurum, uppgjörsmynt Icelandair, var rekstrarafkoman (Ebit) jákvæð um 3,3 milljónir dollara en 21 milljón í fyrra. Sú niðurstaða var sú besta í mörg ár eins og sjá má. Skilyrði til flugrekstrar …

Fyrir fjórum vikum síðan boðaði Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, átak í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Segja má að ráðherrann hafi verið að svara kalli forsvarsfólks ferðaþjónustunnar sem hvatt hefur til opinberrar kynningar á Íslandi sem áfangastað líkt og víða tíðkast. Tveimur dögum eftir að Lilja Dögg lofaði „hundruðum millj­óna“ til …

Stjórnendur Icelandair og Play gáfu það út í sumarbyrjun að fargjöld hefðu lækkað vegna mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Félögin tvö þurfa nú í auknum mæli að sækja á þann markað þar sem minni eftirspurn er eftir Íslandsferðum. Gallinn er hins vegar sá að farþegar sem fljúga milli Evrópu og N-Ameríku, með millilendingu á …

Í júní í fyrra voru óvenju margir bandarískir ferðamenn á landinu miðað við flugframboð. Nú í sumar hefur flugferðunum fjölgað um 12 prósent en samt fækkaði bandarískum ferðamönnum um 19 prósent í nýliðnum júní. Það er Icelandair sem er langumsvifamest í flugi héðan til Bandaríkjanna og stóð félagið undir 7 af hverjum 10 flugferðum héðan …

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …