Samfélagsmiðlar

Innflytjendur starfa oftast við ferðaþjónustu og verslun

Margir flytja til Íslands í leit að betra lífi en árið 2020 hafði tæpur fjórðungur innflytjenda tekjur undir lágtekjumörkum.

Starfsmenn í veitingasal við Geysi - MYND: ÓJ

Íbúafjöldi Íslands nálgast fjögur hundruð þúsund. Fólki hefur fjölgað hratt á síðustu árum en fjölgunin er ekki drifin áfram af náttúrulegri fjölgun heldur miklum aðflutningum erlendra ríkisborgara. Tæplega 73 þúsund landsmanna eru innflytjendur eða rúm 18 prósent.

Á veitingahúsi í Vík – MYND: ÓJ

Það er ekki ólíklegt að hitta fyrir nýja Íslendinga í ýmsum störfum tengdum þjónustu og verslun, en líka byggingariðnaði og hvers kyns öðrum störfum. Vöxtur í íslensku atvinnulífi hefur einkum byggst á innflytjendum sem hingað flytja til að vinna. Vöxtur einstaka greina, eins og ferðaþjónustu, væri ekki mögulegur ef ekki hefði komið til vinnu innflytjenda, eins og segir í Grænbók, stöðumati og valkostagreiningu Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, í málefnum innflytjenda og flóttafólks. Algengast er að innflytjendur starfi í greinum sem tengjast ferðaþjónustu og verslun.

Afgreiðsla Lava Show í Vík – MYND: ÓJ

Atvinnuþátttaka innflytjenda er meiri en almennt gerist

Um 52 þúsund innflytjendur starfa á íslenskum vinnumarkaði og flestir innflytjendur eru á aldrinum 25-49 ára. Atvinnuþátttaka innflytjenda er 87 prósent sem er nokkuð meiri en almennt gengur og gerist. Almenn atvinnuþáttaka hér á landi er 82 prósent og atvinnuþátttaka innflytjenda á Íslandi er einnig meiri en meðal innflytjenda á hinum Norðurlöndunum. En þrátt fyrir mikla atvinnuþátttöku býr fjöldi innflytjenda við fátækt.

Verkamenn útbúa leiksvæði í Reykjavík – MYND: ÓJ

Fjórðungur innflytjenda er með tekjur undir lágtekjumörkum

Margir flytja eflaust til Íslands í leit að betra lífi – en í skýrslu forsætisráðherra, Fátækt og áætlaður samfélagslegur kostnaður, sem kom út síðasta vor kemur fram að árið 2020 höfðu rétt rúmlega 13.600 innflytjendur tekjur undir lágtekjumörkum, það er tæpur fjórðungur allra innflytjenda í landinu á þeim tíma eða um 24 prósent. 

Í Grænbókinni er tekið fram að þetta þurfi að taka alvarlega þar sem þetta geti haft langtímaáhrif á stöðu innflytjenda hér á landi. Tímabundinn tekjumissir þurfi ekki að vera stór vandi en að langvarandi fátækt sé það sem valdi vanda fólks. 

Nýtt efni

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …

Icelandair tekur í notkun þrjár nýjar Boeing Max þotur fyrir sumarvertíðina og sú fyrsta er komin til landsins en hún er fengin af lager flugvélaframleiðandans í Seattle. Hinar tvær eru splunkunýjar og segir Guðni Sigurðsson, talsmaður flugfélagsins, að þær séu báðar komnar af færibandinu og nú fari fram lokaskoðun á þeim. Von er á þessum …

Íslendingar hafa líklega önnur viðmið um það hvað sé hæfilega margt fólk samankomið á einum stað en þjóðir sem vanar eru meiri mannþröng og umferðarþunga alla daga. Sjálfsagt er það eigingjarnt og sjálfmiðað að ætlast til þess að fá að ganga einsamall í friði og ró niður Almannagjá á Þingvöllum á góðum sumardegi. Þeir dagar …

Frestur til að skila inn tilboðum í 35 prósent hlut Landsbankans í Keahótelin, eina stærstu hótelkeðju landsins, rann út fyrir síðustu jól. Ennþá er söluferlið í gangi samkvæmt svari frá bankanum en engar nýjar upplýsingar er að fá um stöðuna. Hluturinn í Keahótelunum var auglýstur til sölu í lok nóvember í fyrra og þá sagði …

Wizz Air er meðal þeirra flugfélaga í heiminum sem losa minnst af CO2 og hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir viðleitni til sjálfbærni. Þessi árangur skýrist fyrst og fremst af því að ungverska félagið er með nýjan flugflota í þjónustu sinni, aðallega Airbus A321neo sem flestar eru innan við fimm ára gamlar. Þá hjálpa góð sætanýting …

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …