Samfélagsmiðlar

Lokunin hefur líklega neikvæð áhrif á bókanir á Íslandsferðum

Bláa lónið hefur lengi verið einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna hér á landi. Framkvæmdastjóri SAF segir mikilvægt að opna lónið sem fyrst nú þegar búið er að reisa varnargarð í kringum það.

Bláa lónið hefur verið lokað í nærri 2 mánuði. Hjá fyrirtækinu vinna 800 manns. MYND: BLÁA LÓNIÐ

Lokun Bláa lónsins hefur verið framlengd til og með 3. janúar en líkur á eldgosi norðan Grindavíkur hafa aukist samkvæmt hættumati Veðurstofunnar. Bláa lóninu var fyrst lokað vegna jarðhræringa á Reykjanesi þann 9. nóvember en opnað var á ný þann 17. desember. Daginn eftir hófst eldgos við Sundhnúkagíga og þá var lóninu lokað á ný.

Sala á Íslandsferðum minnkaði þónokkuð í kjölfar þess að rýma þurfti Grindavík fyrri hluta nóvembermánaðar og kom sú staða meðal annars fram í afkomuviðvörunum frá bæði Icelandair og Play. Fjöldi ferðamanna hér á landi yfir jól og áramót er jafnframt minni en í fyrra.

Spurður hvort lokun eins vinsælasta áfangastaðar ferðamanna hér á landi skýri að einhverju leyti dræmari sölu í ferðum hingað til lands að undanförnu þá segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, að það sé líklega ein af ástæðunum.

„Það eru eflaust þó nokkrir samverkandi þættir sem valda því að bókanir hafi tækið hægt við sér og Bláa lónið hefur þar eflaust áhrif enda þekktasta vörumerkið í íslenskri ferðaþjónustu. Mjög stór hluti ferðamanna sem hingað koma heimsækja lónið. Það er því líklegt að lokunin hafi neikvæð áhrif á bókanir. Í ljósi þess að sérfræðingar spá að jarðhræringarnar muni standa lengi með hléum á svipaðan hátt og hingað til, og að búið er að reisa varnargarða, þarf lónið að fá að opna á ný sem fyrst,“ bætir Jóhannes Þór við.

Niðurstöður árlegra kannana Ferðamálastofu hafa sýnt að náttúruböð eru langvinsælasta afþreying ferðamanna hér á landi. Í fyrra sögðust 57 af hverjum 100 ferðamönnum hafa farið í þess háttar laug og 38 prósent fóru í spa-meðferð. Safnaferðir voru þriðja vinsælasta afþreyingin en 33 prósent ferðamanna fóru í heimsókn á alla vega eitt safn á meðan Íslandsdvölinni stóð.

Nýtt efni

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …