Samfélagsmiðlar

Óvænt stjarna jólabókaflóðs

„Hvað veldur því að ísfirski rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl, öllum að óvörum, er skærasta stjarna jólanna með tæplega 600 síðna múrstein - Náttúrulögmálin?" spyr Snæbjörn Arngrímsson og vísar til þess að nú virðist annars tími stuttu bókanna runninn upp.  

Eiríkur Örn Norðdahl - MYND: Philippe Matsas

Í upphafi jólabókavertíðar var töluvert rætt og ritað um að nú væri tími stuttu bókanna. 500 síðna doðrantar ættu ekki lengur upp á pallborðið hjá lesendum sem á síðari tímum eiga erfitt að einbeita sér lengur en tvær mínútur í senn. Lestur langra bóka er því mörgum jafn torveld raun og að ganga upp á efsta tind Mount Everest. Upp á síðkastið hafa bókmenntaunnendur á alþjóðavettvangi í auknum mæli leitað í stuttar skáldsögur og hafa höfundar eins og Annie Ernoux, Clair Keegan, Deborah Levy, Fleur Jaeggy allar slegið í gegn með sínar 150 blaðsíðna bækur. En öllum að óvörum er það þó 597 síðna bókarhlunkur sem virðist hlaupa með mestu athyglina í íslenska jólabókaflóðinu í ár. 

Hvað veldur því að ísfirski rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl, öllum að óvörum, er skærasta stjarna jólanna með tæplega 600 síðna múrstein – Náttúrulögmálin?  

Náttúrulögmálin eftir Eirík Örn Norðdahl. Útgefandi: Forlagið – Mál og menning

Í aðdraganda jólavertíðar þótti líklegt að athygli bókaunnenda mundi fyrst og fremst beinast að bókum Auðar Övu Ólafsdóttur (DJ Bambi), Bergþóru Snæbjörnsdóttur (Duft), Sigríðar Hagalín (Deus), Þórdísar Helgadóttur (Armilló), Steinunnar Sigurðardóttur (Ból) eða jafnvel að skáldsögu Sigrúnar Pálsdóttur (Men). En nú á endaspretti jólabókakapphlaupsins kemur í ljós að það er rithöfundurinn með kúluhattinn, Eiríkur Örn Norðdahl, sem kastljósið beinist að. 

Náttúrulögmálin hafa nánast alls staðar fengið rífandi góða dóma. Til dæmis hrópaði Þorgeir Tryggvason bókmenntagagnrýnandi Kiljunnar upp yfir sig af hrifningu: „Vá og bravó!“  Gagnrýnandi Morgunblaðsins, Kristján Jóhann Jónsson sagði  í sínum dómi: „Náttúrulögmálin eftir Eirík Örn Norðdahl er örugglega ein skemmtilegasta íslenska skáldsagan sem kemur út þetta árið. Það get ég staðhæft þó að ég hafi ekki lesið þær allar.“ Betri dóma fær maður varla. 

Svo mjög hefur velgengni bókarinnar vakið eftirtekt að meira að segja sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn bað Eirík að koma í þáttinn sinn og sprella. Það er ekki á hverjum degi sem rithöfundi er boðið að taka þátt í þessum vinsæla sjónvarpsþætti Gísla Marteins. Höfundur Náttúrulögmálanna er búsettur á Ísafirði og sá sér því ekki fært að þiggja þetta góða boð sjónvarpsmannsins.

Skáldið kemur úr flugi að vestan – MYND: ÓJ

Þótt Eiríkur Örn sé alls ekki óþekktur á rithöfundur á Íslandi er það í sjálfu sér afrek að fá þessa miklu athygli á bók sína mánuðina fyrir jól. Flestir höfundar sem senda ritverk frá sér á þessum tíma reyna hvað þeir geta til að fá eftirtekt lesenda og beita sér mjög á félagsmiðlum eins og Facebook og Instagram og reyna að hrópa hátt. En rödd fæstra nær áheyrn. Alls ekki er sjálfgefið að sjónir bókmenntaáhugamanna beinist að ákveðinni skáldsögu þótt hún þyki góð og fái góða ritdóma. Fáir lesendur ná að plægja sig í gegnum 600 blaðsíður á þeim stutta tíma sem er á milli útgáfu bóka og endaloka jólavertíðar. En Eiríki tókst með miklum dugnaði að setja bók sína á kortið strax í upphafi vertíðar þegar hann tilkynnti opinberlega að hann mundi halda af stað í mikið kynningaferðalag um allt land í október og nóvember. 

Skáldið keypti ný dekk á bílinn sinn, leigði posa og teiknaði upp langferð hringinn í kringum Ísland, þar sem hann mætti í eigin persónu með eigin bækur (nýja og gamlar) á bíl með nýjum vetrardekkjum. Fjörutíu stopp á þrjátíu dögum. Hann las upp úr Náttúrulögmálunum, hélt slideshow um sögusvið bókarinnar sem gerist á Ísafirði árið 1925, ræddi við lesendur og vonaðist til að fjármagna sjálfan sig og posaleiguna með massívri bóksölu. Vakti herferð Eiríks mikla athygli og dásömuðu margir framtak hans. Sjálfur réttlætti hann þessa mánaðarreisu á heimasíðu sinni og tilgreindi tuttugu og eina ástæðu fyrir því að halda einn af stað í þessa vafasömu langferð. Ástæða númer þrettán: „Mér finnst líklegt að þetta verði til þess að vekja athygli og jafnvel áhuga á bókinni minni.“ Og þarna hitti Eiríkur naglann á höfuðið. Náttúrulögmálin sigla hraðbyri upp alla bóksölulista og situr bókin nú í sjöunda sæti yfir skáldverk og stefnir hærra. 

Nýtt efni

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Amalfiströndin eða Costiera Amalfitana í Campania-héraði er talin meðal mest heillandi ferðamannaslóða Ítalíu. Ströndin snýr að Salernoflóa og Tyrrenahafi, litríkir bæirnir kúra undir bröttum hlíðum Sorrentine-skaga og hafa laðað til sín gesti víða að frá 18. öld, fyrst fína fólkið en síðan fjölbreyttari mannflóru. Yfirvöld vilja fá enn fleiri gesti og unnið er að því …

„Lítil umferð kemur sér vel. En ef bílum fjölgar mikið þá verður þetta verra því vegirnir eru ekki hannaðir fyrir bæði bíla og hjól,“ segir Tyler Wacker hjá fyrirtækinu „Cycling Westfjords“ á Ísafirði, sem bæði býður upp á þjónustu fyrir hjólreiðafólk og heldur úti „Arna Westfjords Way Challenge“, 960 kílómetra hjólreiðakeppni eftir Vestfjarðaleiðinni svokallaðri. „En …

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …