Samfélagsmiðlar

Þrjár tegundir af velgengni. Tvær gamlar og ein ný.

Nú er tími útgáfuhófa. Rithöfundar fagna útkomu bóka sinna og bjóða til veislu með hvítvíni, rauðvíni og stundum Nóakonfekti. Á síðustu vikum hafa að jafnaði verið haldin 3-5 útgáfuhóf víðs vegar um Reykjavík. Blaðamaður FF7 leit við í einu slíku fyrr í vikunni.

Iggy Pop - MYND: Atlantic Records

Oft heyrist á áhugamönnum um útgáfu bóka að nú, þegar jólin eru alveg á næsta leyti, að það sé orðið þreytt á því að hitta alltaf sama fólkið í þessum standandi útgáfuhófum. „Bara ef það væru nú stólar,“ dæsti einn af eldri rithöfundum þjóðarinnar þegar hann hafði staðið nokkuð lengi með volga hvítvínsglasið sitt á spjalli við blaðamann og annað skáld sem hann hafði væntanlega hitt nokkrum sinnum í öðrum útgáfuboðum fyrr á vertíðinni. „Allt fólkið í útgáfuhófunum er gott og skemmtilegt, það er ekki það, en hér á landi er töluvert fámenni og það getur verið dálítið takmarkandi,“ sagði rithöfundurinn og leit í kringum sig. „Einhvern veginn,“ bætti hann svo við og dæsti aftur.

„Ég hafði það svo þegar ég var yngri að ef mér gekk vel –  sem er bráðum að verða framandi tilfinning – að ég setti Iggy Pop á fóninn og spilaði hið hressilega lag hans „Success“. Það er einhvern veginn svona.“ Svo sönglaði rithöfundurinn í lágum hljóðum fyrir viðstadda eftirfarandi línur:

„Hér kemur success Júlía M. Endo
stormandi niður hlíðina mína.
Hér kemur bíllinn minn.
Hér kemur kínverska teppið mitt.
Hér kemur success.“

Rithöfundurinn hló með sjálfum sér að loknum söngnum og við brostum honum til samlætis.

„Um þetta hugsa ég stundum þegar ég horfi yfir sviðið í þeim útgáfuhófum sem ég ramba inn á. Eins og þið vitið kemur success hjá rithöfundum og kannski öðrum listamönnum í tveimur útgáfum og það er sjaldnast að þessar tvær góðu útgáfur falli saman. 1. Maður selur bækur sínar í fjölmörgum eintökum, græðir helling af peningum, verður þekktur og jafnvel frægur.  Hin útgáfan: 2. Maður fær svakalega góða dóma í fjölmiðlum, heiðraður með verðlaunum í bak og fyrir. Fær status sem virðulegur listamaður og hefur áhrif á aðra listamenn. Vandinn er, að minnsta kosti fyrir suma, að hvorki success-liður 1 eða success-liður 2 segir hið minnsta um gæði listaverka; sölutölur eru bara sölutölur og ritdómar eru huglægt mat einhverra sem taka að sér að setja huglægt mat á listaverk og birta það í blöðum eða í sjónvarpi. Maður veit ekki alltaf hvort eitthvað sé að marka ritdómara.“

„Það er kominn ný success-tegund. Vissir þú það?“ sagði hinn rithöfundurinn.

„Nei. Það vissi ég ekki.“

„En það er algerlega ómótstæðilegur success og vel hægt að búa til svokallaða dúllu til að hengja á bækur sem hafa fengið þessa nýju succcess-tegund og nefna á dúllunni að bókin hafi fengið nýja successinn. 3. Útlendur success: að koma út í útlöndum – eða það sem er enn betra: að koma út í mörgum útlöndum. Og stundum gerist það að success 3 kemur einn og sér, án success 1 og success 2.“

Smáskífa Iggy Pop frá 1977

Að loknu útgáfuhófinu gekk blaðamaður heim á leið með konfekt frá Nóa í maganum og hvítvín í blóðinu. Blaðamaður var varla búinn að fara úr skónum og hengja upp jakkann sinn þegar eftirfarandi skilaboð bárust frá rithöfundinum sem hann hafði hitt í útgáfuboðinu:

„Ég fann Iggy Pop plötuna þegar ég kom heim áðan,“ stóð skrifað í skilaboðunum. „Plötuna fana ég í gömlum bjórkassa sem ég hafði sett niður í kjallara. Þetta var fínn trékassi og á handfangið var brennt inn orðið ØL. Í kassanum voru fleiri hljómplötur, enda kassinn nánast sniðinn fyrir margar vínilplötur, og vel má vera að ég spili sumar þeirra við tækifæri. En ég setti lagið Success undir nálina. Ég var nefnilega kominn með það á heilann. Ég settist meira að segja í hægindastól á meðan ég einbeitti mér að því að hlusta á söng Iggy Pop. Og nú bæti ég við tveimur línum sem ég hafði alveg gleymt:

En ástin mín, hlustaðu nú,
hér kemur dýragarður…“

Nýtt efni

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …

Icelandair tekur í notkun þrjár nýjar Boeing Max þotur fyrir sumarvertíðina og sú fyrsta er komin til landsins en hún er fengin af lager flugvélaframleiðandans í Seattle. Hinar tvær eru splunkunýjar og segir Guðni Sigurðsson, talsmaður flugfélagsins, að þær séu báðar komnar af færibandinu og nú fari fram lokaskoðun á þeim. Von er á þessum …

Íslendingar hafa líklega önnur viðmið um það hvað sé hæfilega margt fólk samankomið á einum stað en þjóðir sem vanar eru meiri mannþröng og umferðarþunga alla daga. Sjálfsagt er það eigingjarnt og sjálfmiðað að ætlast til þess að fá að ganga einsamall í friði og ró niður Almannagjá á Þingvöllum á góðum sumardegi. Þeir dagar …

Frestur til að skila inn tilboðum í 35 prósent hlut Landsbankans í Keahótelin, eina stærstu hótelkeðju landsins, rann út fyrir síðustu jól. Ennþá er söluferlið í gangi samkvæmt svari frá bankanum en engar nýjar upplýsingar er að fá um stöðuna. Hluturinn í Keahótelunum var auglýstur til sölu í lok nóvember í fyrra og þá sagði …

Wizz Air er meðal þeirra flugfélaga í heiminum sem losa minnst af CO2 og hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir viðleitni til sjálfbærni. Þessi árangur skýrist fyrst og fremst af því að ungverska félagið er með nýjan flugflota í þjónustu sinni, aðallega Airbus A321neo sem flestar eru innan við fimm ára gamlar. Þá hjálpa góð sætanýting …

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …