Samfélagsmiðlar

Áætlun Kadeco um þróun svæðisins kringum Keflavíkurflugvöll verðlaunuð

K64 þróunaráætlunin var unnin af alþjóðlegu teymi undir forystu hollenska arkítektafyrirtækisins KCAP. Þróunaráætlunin er heildstæð sýn á uppbyggingu við Keflavíkurflugvöll á tilgreindum þróunarsvæðum.

Teymi KCAP og Kadeco eftir verðlaunaafhendingu í Mílanó – MYND: Kadeco

Í umsögn dómnefndar The Plan Awards segir: 

„Þetta er metnaðarfull áætlun og aðlaðandi framtíðarsýn fyrir Suðurnes, flugvöllinn og Ísland. Verkefnið er nálgast sem samþætt aðalskipulag sem sameinar flutninga, orku, iðnað, verslun og félagslegt skipulag, mun það auka fjölbreytni í hagkerfi svæðsins og auka vægi verðmætari geira. Fyrsta flokks íbúðahverfi og menningarrými styðja við þessi markmið. Skipulagið stuðlar að flugvallatengdri starfsemi og undirbýr svæðið undir vöxt með aðlaðandi íbúðabyggð, menntunarmöguleikum, fjölbreyttri menningu og þjónustu.“ 

Pálmi Freyr Randversson við kort í höfuðstöðvum Kadeco – MYND: ÓJ

Í tilkynningu um viðurkenninguna segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco, m.a.:

„Það er virkilega ánægjulegt að sjá K64 fá þessa viðurkenningu, sem verkefnið á svo sannarlega skilið. Mikil vinna fór í að búa til metnaðarfulla, en líka raunhæfa þróunaráætlun fyrir svæði sem að mínu mati er einstakt á Íslandi hvað varðar tækifæri til uppbyggingar.“

Um framtíð verkefnisins segir Pálmi: „Þetta samstarf  heldur nú áfram, því verkefni næstu ára og áratuga er að gera þessa spennandi framtíðarsýn að veruleika.“ 

Nýtt efni

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …