Samfélagsmiðlar

„Æfing í sjálfspyntingu“

Fleur Jaeggy við ritvélina - MYND: Republik.ch

Af og til tekur stórblaðið New York Times sig til og ákveður að dusta ryki tímans af bókmenntaverki – það sem hinir bandarísku blaðamenn kalla „meistaraverk.“ Sumar af þessum enduruppgötvuðu skáldsögum hafa aldrei notið neinnar athygli og stundum  telja blaðamennirnir sig vera að enduruppgötva vinsælt snilldarverk sem algjörlega hafi óverðskuldað fallið í gleymskunnar dá. Það telst þó alltaf til nokkurra tíðinda þegar þetta virta dagblað telur sig hafa grafið sig niður að földum bókmenntafjársjóði með sínum öfluga her menningarblaðamanna.

Fyrir nokkrum árum fundu blaðamenn NYT gamla bandaríska bók, Stoner, eftir bandaríska höfundinn John Williams sem þeir töldu vera mikinn og falinn gimstein. Sá fundur varð til þess að bókin, sem fyrst kom út árið 1965 án þess að vekja mikla athygli, seldist í milljónaupplagi um sextíu árum eftir að hafa verið skrifuð. Stoner fór mikla sigurför um heiminn og  var skyndilega þýdd á fjölda tungumála. Bókin kom þó aldrei út á íslensku.

Öðru máli gegnir um nýjasta fjársjóðsfund bandarísku blaðamannanna hjá New York TImes. Í síðustu viku gerðu þeir nefnilega nýja bókmenntauppgötvun. Bókin The Sweet Days of Dicipline eftir svissneska rithöfundinn Fleur Jaeggy lenti inn á ratsjá menningarblaðamannanna og þeir voru ekki sparir á stóru orðin. Það var þó í upphafi árs 2022 að þessi stutta bók kom út hjá íslenska bókaforlaginu Uglu með þeim frábæra titli Sælureitur agans.

Texti bókarinnar er sérkennilega tregafullur og lýsir lífi fjórtán ára gamallar stelpu sem hefur varið mestum hluta æfi sinnar á fínum heimavistarskóla í Ölpunum. Þrátt fyrir tregafullan tón bókarinnar svífur ákaflega lævís kaldhæðni yfir frásögninni þannig að úr verður merkilega blanda trega og ískrandi hæðni.

Frásögnin verður því bæði falleg og uggvænleg. Og einmitt þessa sérkennilega blanda varð til þess að hinir bandarísku blaðamenn áttu ekki orð til að lýsa hrifningu sinni. „Lestrartími er um það bil fjórar klukkustundir. Tíminn sem bókin situr í huga þér það sem eftir er ævinnar.“

Að vísu fór bókin að miklu leyti framhjá íslenskum lesendum og bókakaupendum þegar hún kom út í íslenskri þýðingu  og seldist í rúmlega eitt hundruð eintökum á útgáfuárinu.

Brynja Cortes Andrésdóttir þýddi bókina á íslensku og þótt hún sé ekki nema 138 síður að lengd mun þýðingin hafa verið mikil þrekraun fyrir þennan reynda þýðanda. Vikum saman barðist hún við að koma textanum yfir á íslensku. Á endanum þegar verkið var að verða henni ofviða brá hún á það ráð að beita tækni sem hún lærði af sænska þýðandanum John Swedenmark (hann er sá sænski þýðandi sem snýr flestum íslenskum bókum yfir á sænsku).

John Swedenmark mun víst stunda það að þýða bækur aftur á bak. Það er að segja hann byrjar á síðustu setningu bókarinnar, síðan tekur hann næst síðustu setninguna og svo koll af kolli. Brynja ákvað að prófa þessa aðferð sænska þýðandans á bók Fleur Jaeggy til að reyna að komast áfram með verkið. Í viðtali á RÚV í tilefni af útgáfu bókarinnar sagði hún að hún muni aldrei ætla að beita þeirri aðferð aftur.

Bókarkápa Sælureits agans eftir Fleur Jaeggy – Útgefandi: Ugla

Í grein New York Times er það tekið fram að höfundur bókarinnar Sælureitur agans hafa liðið fyrir ástarsambönd sín og hún hafi alltaf verið meira og minna í skugga ástmanna sinna og eiginmanns og er henni lýst sem miklum einfara. Fleur Jaeggy fæddist í Zürich í Sviss árið 1940 og ólst þar upp við að tala frönsku, þýsku og ítölsku. Hún fluttist 28 ára gömul til Ítalíu. Fram að því hafði hún starfað sem módel.

Strax eftir komu sína til Ítalíu  gaf hún út  fyrstu bók sína Il dito in bocca (Með fingur í munni) og sama ár hóf  hún störf hjá ítalska bókaforlaginu Adelphi. Þar á bæ var aðalmaðurinn Roberto Calasso (hann dó árið 2021) sem var mikil goðsögn í heimi bókaútgefenda. Fleur og Roberto giftust skömmu eftir að hún höf störf á forlaginu.

Fleuer Jaeggy lifir enn og er nú 83 ára gömul . Hún hefur afar sjaldan veitt viðtöl um líf sitt eða ritstörf. En í einu af hinum fáu viðtölum sem til er á prenti segir hún frá því að ritun Sælureits agans hafi verið „æfing í sjálfspyntingu.“

Nýtt efni

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Amalfiströndin eða Costiera Amalfitana í Campania-héraði er talin meðal mest heillandi ferðamannaslóða Ítalíu. Ströndin snýr að Salernoflóa og Tyrrenahafi, litríkir bæirnir kúra undir bröttum hlíðum Sorrentine-skaga og hafa laðað til sín gesti víða að frá 18. öld, fyrst fína fólkið en síðan fjölbreyttari mannflóru. Yfirvöld vilja fá enn fleiri gesti og unnið er að því …

„Lítil umferð kemur sér vel. En ef bílum fjölgar mikið þá verður þetta verra því vegirnir eru ekki hannaðir fyrir bæði bíla og hjól,“ segir Tyler Wacker hjá fyrirtækinu „Cycling Westfjords“ á Ísafirði, sem bæði býður upp á þjónustu fyrir hjólreiðafólk og heldur úti „Arna Westfjords Way Challenge“, 960 kílómetra hjólreiðakeppni eftir Vestfjarðaleiðinni svokallaðri. „En …

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …