Samfélagsmiðlar

Ætli útrýmingarhættan sé liðin hjá?

„Það er sem sagt engin ástæða til annars en að bera stórkostlega von í brjósti fyrir framtíð mannkyns. En það er einmitt vonin sem er svo erfitt að næra. Til að halda í von þarf að þjálfa vonarhugsunina á sama hátt og maður þjálfar vöðvana í líkamsræktarstöð," segir Snæbjörn Arngrímsson í þessari grein.

Mynd af forsíðu Time-tímaritsins 19. ágúst 2013

Árið 2013 birti tímaritið Times ljósmynd af bústinni býflugu sem virtist vera á hraðferð útúr myndinni. Það var væntanlega engin tilviljun að flugan var á leiðinni í burt, þannig átti myndbyggingin sennilega að vera.

Myndatextinn hljóðaði eitthvað á þessa leið: „Heimur án býflugna. Fæðuforðabúr heimsins tæmast brátt ef við finnum ekki hvað veldur fjöldadauða býflugnanna.“ Þessi umfjöllun kom í kjölfar þess að heimurinn varð vitni að því að hunangsflugurnar hrundu í tonnatali dauðar af himnum ofan eins og í plágu. Frá árinu 2006 fóru fjölmiðlar að birta fréttir um þennan gífurlega fjöldadauða. En fáir vita – og fjölmiðlarnir eru ekki eins uppvægir að miðla þeim fréttum – að yfirvofandi útrýmingarhætta býflugunnar er fyrir löngu liðin hjá. Stofn hunangsbýflugna hefur vaxið jafnt og þétt síðasta áratug.

Það er eftirtektarvert að þótt fjölmiðlar hafa flutt fréttir um að aldauða hunangsflugunnar væri afstýrt muna fáir eftir þeim fréttum. Frásögnin um útrýmingarhættu býflugnanna er enn mjög ofarlega í vitund fólks og fæstir vita að þessi hætta er fyrir löngu liðin. Öfugt við vondar fréttir eiga góðar fréttir það til með að gleymast og hverfa úr hugum fólks.

Heili manneskjunnar er ekki gerður til þess festa sig við bjartsýnisfrásagnir. Þrátt fyrir allt er maðurinn enn einfalt dýr sem kemur frá hinum stóru grasléttum og er enn vakandi fyrir hættumerkjum og aðsteðjandi ógn. Í hugum fólks ríkir sú blekking að heimurinn sé fátækari, hræðilegri og hættulegri en hann er. „Við erum „fucked!“ er ekki óalgeng heimssýn. Og þrátt fyrir stríð í Úkraínu og í Palestínu og aðra óáran getum við sagt að þessu sé akkúrat öfugt farið. Heimurinn er á hraðri uppleið.

Í skóla á Indlandi – MYND: Unsplash/Nikhita S

Fyrir aðeins 150 árum dó helmingur allra fæddra barna áður en þau urðu fimm ára gömul. Í dag ná aðeins 3,8 prósent allra fæddra barna ekki fimm ára aldri. Þetta eru stórkostleg tíðindi sem margir vita um en fáir velta fyrir sér. Við lifum sífellt lengur. Fleiri konur fá menntun – betri menntun. Árið 2005 bjuggu 55 prósent allra Indverja í sárri fátækt samkvæmt mælingum Sameinuðu þjóðanna. (S.Þ. mæla fátækt eftir tólf þátta skala sem er byggður m.a. á næringu, menntun og aðgangi að hreinlætisaðstöðu) En árið 2021 voru „aðeins“ 16 prósent Indverja undir þessum fátæktarmörkum. Það hefur sem sagt tekist að lyfta 135 milljónum Indverja úr neyð fátæktar á 16 árum. Í eyðimörkinni í Jemen er farið að rækta tómata, paprikur, agúrkur og annað grænmeti í stórum stíl með hjálp saltvatns, sólar og vinds. Og fyrir tveimur árum tók það aðeins eitt ár að þróa bóluefni gegn covid (og það er kraftaverk).

Svona er hægt að halda áfram. Það er sem sagt engin ástæða til annars en að bera stórkostlega von í brjósti um framtíð mannkyns. En það er einmitt vonin sem er svo erfitt að næra. Til að halda í von þarf að þjálfa vonarhugsunina á sama hátt og maður þjálfar vöðvana í líkamsræktarstöð. Það er hægt að minnka eigin angist vegna ömurlegra stríðsátaka, vegna mengunar og hnattrænnar hlýnunar ef hinum góðu tíðindum, sigrunum og öllum framfarabyltingunum er haldið á lofti. Aðsteðjandi vandi heimsins getur  orðið yfirþyrmandi ef ekki er horft með vonarblik í auga til allra þeirra lausna sem mannkyninu hefur tekist að finna í gegnum söguna.

Nýtt efni

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …