Samfélagsmiðlar

Ekkert er mikilvægara en ólesið bókasafn

Til er þekkt tilvitnun í hinn fræga kvikmyndamógúl John Waters: „Ef þú ferð heim með einhverjum og sérð að hann eða hún á engar bækur þá skaltu ekki fara í rúmið með viðkomandi. Mitt góða ráð er: Safnaðu bókum þótt þú ætlir ekki að lesa þær. Ekkert er mikilvægara en ólesið bókasafn.“

Orð John Waters fengu aukið vægi þegar hin virta stofnun Change Research í San Francisco gerði nýlega stóra rannsókn á hegðun og skoðunum fólks á aldrinum 18-34 ára. Rannsókn sýndi nefnilega að 95 prósent allra kvenna á þessu aldursbili og 91 prósent allra karlmanna á sama aldri þykir lestur eða bókaáhugi eitt allra besta merki sem væntanlegur félagi eða lífsförunautur geta sýnt. Bókin er orðið mikilvægt vopn í sjálfsmyndarsköpun ungs fólks sem vill að það líti út fyrir að vera áhugavert og eftirsóknarvert.

Vægi lesturs í fari förunauts – MYND: Change Research

Þessar forvitnilegu upplýsingar hafa skapað nýja tilhneigingu á samfélagsmiðlum. Nú þykir smart að sýna myndir af sjálfum sér á Instagram með bók í hönd eða birta myndir af öllum þeim bókum sem ætlunin er að lesa eða eru nýlesnar. Eða af hinu ólesna bókasafni.

Á nýlegum ferðum blaðamanns FF7 um CDG flugvöllinn í París vakti athygli hans ung, stórglæsileg kona sem hafði undir arminum bók Albert Camus, Útlendingurinn, í enskri þýðingu. Kápa bókarinnar er alþekkt og hefur verið dásömuð í mörg ár. Fínar svartar og hvítar rákir í kringum hvítan flöt með nafni skáldsins og titli bókarinnar í svörtu letri. Auðvitað gat blaðamaður ekki annað en dáðst að þessari vel klæddu og fögru konu og velti í skamma stund fyrir sér af hverju hún væri svo fræg að hún þyrfti að vera umkringd lífvörðum og fylgdarfólki. Blaðamaður tók líka eftir að víða í biðsalnum var pískrað þar sem hann fyrir tilviljun hafði fengið sér sæti á sama bekk og fræga fólkið. Fljótlega læddist ung stúlka varfærnislega í átt til fögru konunnar og beindi símanum sínum í átt  að henni og ætlaði að smella af henni mynd. Fagra konan leit snöggt upp og það var augljóslega ekki tilviljun að hún bar bókina upp sem skjöld fyrir framan sig og sagði ákveðið um leið og hún setti andlitið í réttar skorður: „Engar ljósmyndir, takk.“ Unga stúlkan tók samt myndina og hörfaði samstundis sömu leið til baka.

Súpermódel með bók – MYND: Instagram

Blaðamaður leiddi ekki frekar hugann að þessari glæsilegu konu og hvarf hún fljótlega úr huga hans … eða þangað til hann rakst á mynd af henni í nokkra ára gömlu útlensku blaði hjá tannlækninum. Í texta kemur í ljós að myndin sýni ofurmódelið Gigi Hadid á leið inn á hótel í Mílanó (auðvitað í fínum fötum og með tískuleg sólgleraugu). Og hvað? Jú, á myndinni í blaðinu er hún með sömu bók undir arminum og hún sást með á flugvellinum í París, Útlendinginn eftir Albert Camus. Hún er augljóslega ekki sérlega hraðlæs þessi unga fegurðardís, hugsaði blaðamaður. Bókin er sannarlega ekki auðmelt. 

Rannsókn Change Research setur hegðun ofurmódelsins í algjörlega nýtt og skiljanlegra samhengi. Í ljós kemur að bók Camus – fyrir utan að hafa kápu sem myndast vel og fer vel við nánast við allan klæðnað – er sterkt vopn í sjálfsmyndarsköpun nútímafólks. Persónuleiki ofurmódelsins Gigi Hadid öðlast dýpt og nýja vídd með bók í hönd; konan er ekki bara falleg heldur hefur hún líka eftirtektarverðan menningaráhuga. 

Ps:

Þess má geta að Britney Spears setti heimspressuna nánast á annan endann þegar hún fyrir nokkru lét mynda sig í lúxusfríi á eyjunni Maui með bók franska átjándu aldar heimspekingsins Voltaire, Candide eða Birtíngi, í höndunum.

Nýtt efni

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Amalfiströndin eða Costiera Amalfitana í Campania-héraði er talin meðal mest heillandi ferðamannaslóða Ítalíu. Ströndin snýr að Salernoflóa og Tyrrenahafi, litríkir bæirnir kúra undir bröttum hlíðum Sorrentine-skaga og hafa laðað til sín gesti víða að frá 18. öld, fyrst fína fólkið en síðan fjölbreyttari mannflóru. Yfirvöld vilja fá enn fleiri gesti og unnið er að því …

„Lítil umferð kemur sér vel. En ef bílum fjölgar mikið þá verður þetta verra því vegirnir eru ekki hannaðir fyrir bæði bíla og hjól,“ segir Tyler Wacker hjá fyrirtækinu „Cycling Westfjords“ á Ísafirði, sem bæði býður upp á þjónustu fyrir hjólreiðafólk og heldur úti „Arna Westfjords Way Challenge“, 960 kílómetra hjólreiðakeppni eftir Vestfjarðaleiðinni svokallaðri. „En …

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …