Samfélagsmiðlar

Frumkvöðlaandinn lifir í Fljótsdal

Meðal þeirra sem kynntu starfsemi sína á Mannamóti í Kópavogi var Óbyggðasetrið í Fljótsdal, sem nú er í eigu Arctic Adventures. Ella Saurén kom frá Finnlandi til að vinna - fyrst sem kokkur en nú er hún framkvæmdastjóri þessa eftirtektarverða ferðaþjónustufyrirtækis.

Ella Saurén, framkvæmdastjóri Óbyggðasetursins, á Mannamóti - MYND: ÓJ

Óbyggðasetrið er meðal áhugaverðustu ferðaþjónustufyrirtækja landsins – á bóndabæ innst Fljótsdal á Austurlandi. Þar getur ferðafólk notið víðáttu og fagurrar náttúru gangandi eða á hestbaki, sökkt sér í sögu og menningu liðins tíma – notið góðra veitinga, vandaðrar gistingar og persónulegrar þjónustu. Á sumrin vinna um 20 manns á Óbyggðasetrinu en fimm yfir vetrartímann

Einu sinni var Ella Saurén kokkur þarna á Óbyggðasetrinu hjá frumkvöðlinum Steingrími „Denna“ Karlssyni en er nú orðin framkvæmdastjóri. FF7 hitti Ellu á Mannamóti markaðsstofa landshlutanna:

Ella kynnir Óbyggðasetrið á Mannamóti – MYNDIR: ÓJ

„Það var töluverð áskorun að fara úr eldhúsinu og verða framkvæmdastjóri. En sem kokkur og yfirmaður í eldhúsi lærir maður að höndla stress og álag. Það er mikilvægt – ásamt því að geta unnið með hópnum þínum og halda starfsandanum góðum, fá alla til að leggja sig fram. Viðskiptahliðin er í raun ekki mikilvægust. Það má auðveldlega læra það sem þarf í þeim efnum. Miklu frekar snýst þetta um að vera til staðar og sína ábyrgð í verki,“ segir Ella og viðurkennir að það komi enn fyrir að hún skjótist í eldhúsið til að matbúa eitthvað fyrir gesti.

Nú eru nýir tímar á Óbyggðasetrinu. Stórfyrirtækið Arctic Adventures keypti staðinn af stofnandanum og sér þar mikla möguleika.

„Denni var góður yfirmaður. Andi hans lifir enn á staðnum sem hann skapaði. Flestir sem vinna þarna hafa lært af honum og séð hversu mikið hann lagði af mörkum á Óbyggðasetrinu. Ég vissi ekki fyrstu hvað tæki við þegar Arctic Adventures eignaðist staðinn, en þau styðja vel við bakið á okkur – kunna mjög vel að meta staðinn. Stjórnunin er með svipuðu móti og áður. Við viljum halda í þessa perlu og að allt sé eins upprunalegt og mögulegt er. Ef nú höfum við líka meira afl til að markaðssetja okkur.“

Hvernig sérðu fyrir þér að sumarið verði?

„Það verður mjög gott, svipað og síðasta sumar. Vel er bókað í gistingu. Viðskiptavinir eru af öllum gerðum. Ég er mjög ánægð með hversu fjölbreyttur hópurinn er. Mikið er um Bandaríkjamenn og fólk frá Asíu,“ segir Ella, sem er bjartsýn á framtíð rekstrarins í Norðurdal í Fljótsdal:

„Töfrar Óbyggðasetursins felast í umhverfi þess. Staðurinn er afskekktur og friðsæll. Þar er auðvelt að komast í snertingu við náttúruna og komast stórkostlegar gönguferðir, áin fyrir framan og frá veginum sér til Snæfells. Þarna er mjög fallegt.“

.

Nýtt efni

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …