Samfélagsmiðlar

Grænlandsjökull bráðnar hraðar 

Frá Grænlandi - MYND: Pexels/Arthouse Studio

Grænlandsjökull rýrnar nú að meðaltali um 30 milljón tonn á klukkutíma, vegna loftslagsbreytinga. Þetta hefur ný rannsókn leitt í ljós.  Það er um 20 prósentum meira rýrnun en áður var talið. 

Í umræddri rannsókn var skoðað sérstaklega umfang bráðnunar á jaðri jökulsins, þar sem hann liggur í sjó í fjölmörgum fjörðum Grænlands, og reyndist sú bráðnun — kyrfilega kortlögð með gervihnattamyndum — mun umfangsmeiri en áður var talið. 

Þar sem þessi hluti jökulsins liggur að mestu í hafi hefur bráðnunin ekki umtalsverð áhrif á hækkun sjávarmáls. Hins vegar hefur þessi bráðnun, auk annarrar bráðnunar jökulsins, þau áhrif að ferskvatn streymir í hafið, sem hefur áhrif á seltustig sjávar.  Seltustigið getur síðan haft umtalsverð áhrif á Golfstrauminn — jafnvel hægt á honum eða slökkt alfarið — sem aftur hefur veruleg áhrif á lífsskilyrði og veðurfar hér á landi og víðar í Norður-Ameríku og Evrópu.  

Margir óvissuþættir eru þó fyrir hendi í þessum fræðum — um áhrif fersksvatns á sjávarstrauma — en vísindamenn fylgjast grannt með. 

Þessar niðurstöður leiða í ljós að frá 1985 til 2022 bráðnaði jökullinn um auka eina billjón tonna frá því sem áður hafði mælst. Hefur hann þá samtals bráðnað um sex billjón tonn. Jökullinn er alls um 3.000 billjón tonn þannig að enn er verulega langt í land að hann hverfi alveg. Slíkt getur tekið um árþúsund í hlýju andrúmslofti og myndi hafa áhrif til hækkunar á sjávarmáli um ríflega sjö metra. 

Bráðnunin hefur núna orsakað hækkun sjávarmáls um 13 millimetra.  Margir óvissuþættir eru þó einnig tengdir þessum fræðum, því vísindin hafa ekki oft — raunar aldrei — horft á jökla bráðna svo hratt eins og nú. Vendipunktar, eins og þegar jöklar byrja að skríða með miklum hraða til hafs, eða ef bráðnun eykst í veldisvexti eftir því sem jöklarnir minnka að flatarmáli, og endurkasta þar með minna sólarljósi — geta haft umtalsverð áhrif til hröðunar á atburðarásinni. 

Í fjórðu matsskýrslunni um afleiðingar loftslagsbreytinga sem kom út hér á landi nýverið er rakið hver áhrif bráðnunar Grænlandsjökuls geta haft á Íslandi, burtséð frá áhrifum á Golfstrauminn. Hækkun sjávarmáls yrði minni hér en annars staðar, þar sem land mun rísa í námunda við jökulinn — þar á meðal hér á landi — eftir því sem farginu er létt af jarðskorpunni. 

Slíkar umbreytingar geta svo aftur haft veruleg áhrif á jarðskorpuna, með vaxandi eldgosum og jarðskálftum. En um það er þó lítið vitað. 

Þrjátíu milljón tonn á klukkutíma er þó nokkuð. Það má leika sér að tölunum. Í einni 50 metra keppnislaug í sundi eru um milljón lítrar af vatni, eða þúsund tonn. Í hafið við Grænland streyma því 30 þúsund sundlaugar af ferskvatni á hverjum klukkutíma, eða átta sundlaugar á hverri sekúndu. 

Talið er að ef mannkyni takist að draga úr hlýnun jarðar og halda henni vel innan við eina og hálfu gráðu sé hægt að snúa þessari þróun við, á löngum tíma. 

Nýtt efni

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Amalfiströndin eða Costiera Amalfitana í Campania-héraði er talin meðal mest heillandi ferðamannaslóða Ítalíu. Ströndin snýr að Salernoflóa og Tyrrenahafi, litríkir bæirnir kúra undir bröttum hlíðum Sorrentine-skaga og hafa laðað til sín gesti víða að frá 18. öld, fyrst fína fólkið en síðan fjölbreyttari mannflóru. Yfirvöld vilja fá enn fleiri gesti og unnið er að því …

„Lítil umferð kemur sér vel. En ef bílum fjölgar mikið þá verður þetta verra því vegirnir eru ekki hannaðir fyrir bæði bíla og hjól,“ segir Tyler Wacker hjá fyrirtækinu „Cycling Westfjords“ á Ísafirði, sem bæði býður upp á þjónustu fyrir hjólreiðafólk og heldur úti „Arna Westfjords Way Challenge“, 960 kílómetra hjólreiðakeppni eftir Vestfjarðaleiðinni svokallaðri. „En …

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …