Samfélagsmiðlar

Hin leynda fortíð Margrétar Danadrottningar

Brátt lætur Margrét Þórhildur Danadrottning af embætti. Getgátur hafa verið um hvað hún taki sér fyrir hendur á eftirlaunaárum sínum. Bókmenntaþýðingar eða myndskreytingar gætu vel komið til greina.

Margrét Þórhildur Danadrottning - MYND: Keld Navntoft - Kongehuset

Það eru margar og mismunandi ástæður fyrir því að sumir listamenn velja að birta verk sín undir dulnefni og fela sig bak við annað nafn en sitt eigið. Margir hafa gefið út bækur undir tilbúnum nöfnum og minnka þannig þann ótta sem fylgir því að gefa út undir eigin nafni og komast hjá hugsanlegri niðurlæginu sem  getur fylgt því að senda frá sér opinbert listaverk. Til dæmis hóf Stephen King feril sinn sem Richard Bachman, Karen Blixen kallaði sig Isac Dinesen og George Orwell hét í raun og veru Eric Arthur Blair. JK. Rowling hefur í nokkur ár gefið út glæpasögur undir nafninu Robert Galbraith og enginn veit hver Stella Blómkvist er. Svona mætti lengi telja. En hver skyldi hafa falið sig bak við nafnið Ingahild Grathmer?

MYND: The Folio Society 1977/90, London

Þegar JRR Tolkien lést árið 1973 fundust í jakkavasa hans tvær teikningar eftir óþekkta danska listakonu, Ingahild Grathmer. Þessar myndir höfðu borist til hans frá dönsku listakonunni sem stundaði fornleifafræðinám í háskólanum í Cambridge í Englandi. Í bréfi til Tolkien sagði ungi námsmaðurinn að hún hugsaði myndirnar sem skreytingu við Hringadróttinssögu. Síðar þegar farið var í gegnum dánarbú enska höfundarins fundust fleiri teikningar eftir þessa sömu listakonu sem enginn þekkti deili á. Þótti mönnum sérkennilegt að Tolkien hefði skrifað að hann væri: „ … heillaður af dulúð teikninganna, andrúmsloftinu og þeirri staðreynd að listamaðurinn reyndi aldrei að teikna persónur bókarinnar.“

Þessar athugasemdir skáldsins vöktu nokkra undrun þar sem hann hafði ítrekað gefið í skyn að hann kærði sig alls ekki um að þetta höfuðverk ferilsins væri myndskreytt  því að hann taldi að best væri ef lesendurnir sjálfir sköpuðu sína eigin mynd af skáldaheiminum.

MYND: The Folio Society 1977/90, London

Árið 1977 kom út á vegum danska forlagsins Gyldendal ný útgáfa á Hringadróttinssögu með myndskreytingum Ingahildar Grathmer. Hvert eintak var handnúmerað og var bókin prentuð í þremur bindum. Prentupplagið var 1.500 eintök. Bækurnar voru strax  rifnar úr bókahillum bókabúðanna og seldist upplagið upp á mettíma. Engin vissi deili á þessum unga myndlistarmanni sem skrifaður var fyrir teikningunum í bókunum.

Það var ekki fyrr en Gyldendal ákvað að endurútgefa verkið nokkru síðar að upplýst var hver faldi sig á bak við nafnið Ingahild Grathmer. Kom í ljós öllum á óvörum að þetta var sjálf Margrét Danadrottning.

En hvaðan kemur nafnið? Engar einhlítar skýringar eru til á því hvers vegna drottningin tók upp  þetta nafn en fræðimenn hafa þó sett fram þá kenningu að nafnið Ingahild Grthmer sé anagram fyrir whiskymerki sem lengi var mjög vinsælt í kóngahúsinu: Ti Gram Highlander.

MYND: The Folio Society 1977/90, London

Þetta er ekki eina afrek drottningarinnar á bókmenntasviðinu því árið 1981 kom út dönsk þýðing Margrétar Þórhildar á bók frönsku skáldkonunnar Simon de Beauvoir, Allir menn eru dauðlegir (Tous les hommes sont mortels). Nú þann 14. janúar mun Margrét láta af störfum sem æðsti leiðtogi konungsríkisins og hafa verið nokkrar getgátur um hvað hún ætli að taka sér fyrir hendur á eftirlaunaárum sínum. Bókmenntaþýðingar eða myndskreytingar gætu vel komið til greina.

Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …