Samfélagsmiðlar

Hjólhýsabúinn sem varð að vörumerki

Á Kaupmannahafnarflugvelli í Kastrup býðst manni að kaupa bækur rithöfundarins Colleen Hoover á að minnsta kosti fjórum stöðum á leiðinni frá öryggishliði flugvallarins og út í flugvél. Annar hver farþegi í fluginu milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur virtist vera að lesa eina af bókum hennar.

Colleen Hoover var af Time-tímaritinu valin ein af 100 áhrifamestu einstaklingum ársins 2023 - MYND: Skjáskot af colleenhoover.com

Rithöfundurinn Colleen Hoover og bækur hennar eru alls staðar. Leið þessa 46 ára Texasbúa til frægðar er bæði sérstök og lygasögu líkust. Hún var 31 árs þegar hún hóf að skrifa fyrstu bók sína. Hún bjó á þeim tíma í hjólhýsi með manni sínum, flutningabílstjóranum William Heath, og þremur drengjum þeirra. Hrein tilviljun réði því að hún hóf að skrifa bók um ungan mann sem keppir í því sem kallast „slam poet“. (Til skýringar: Slam poetry er nokkuð vinsæl keppnisgrein þar sem ljóðskáld keppir í að flytja eigin texta eða ljóð á sem líflegasta og frumlegasta hátt fyrir áheyrendur og dómara)

Bókaskrifin stundaði Coolleen sér til dægrastyttingar á meðan hún beið eftir syni hennar sem þurfti að mæta á leiklistaræfingar en hann tók þátt í uppsetningu skólaleikrits skólans síns þetta árið. Tvö klukkutíma í senn sat hún í biðsal samkomuhúss og skrifaði á meðan sonurinn æfði hlutverk sitt í skólaleikritinu. Hún sendi kaflana jafnóðum og hún kláraði til mömmu sinnar og systur. Þær mæðgur urðu svo spenntar fyrir sögunni að þær ýttu stöðugt eftir nýjum kafla því ákafinn var svo mikill að fá að vita hvað gerðist næst og hver örlög sögupersónanna yrðu.

Þegar Colleen hafði skrifað bókina til enda hlóð hún handritinu upp á sjálfsútgáfusíðu Amazon svo amma hennar gæti lesið bókina á nýja Kindle-lestrarbrettinu sínu. En það liðu þó ekki nema  nokkrir mánuðir þar til bókin Slammed, eins og hún var kölluð, var komin á metsölulista The New York Times. Þökk sé því hversu vel bókin spurðist út á meðal Kindle-eigenda. Slík velgengni sjálfsútgáfubókar eftir óþekktan einstakling á sér varla fordæmi í sögu The New York Times-metsölulistans.

Bækur eftir Colleen Hoover – MYND: Skjáskot af colleenhoover.com

Þetta var árið 2012. Nú eru tólf ár liðin og á þeim tíma hefur Colleen skrifað 24 nýjar bækur (ástarsögur, spennusögur og unglingabækur) og 17 þeirra hafa lent á The New York Times-metsölulistanum. Samkvæmt athugunum er lesendahópurinn fyrst og fremst ungt fólk og konur. Þetta eru lesendur sem heillast af mjög tilfinningahlöðnum frásögnum Colleen Hoover. Fjalla sögurnar um heimilisofbeldi, eitraða karlmennsku, fósturmissi, framhjáhald, og önnur tilfinningaleg áföll. Sagt er að höfundurinn sérhæfi sig í skrifa bækur sem krefjast þess að lesandinn hafi sálfræðing sinn sér við hlið: „Ég græt aldrei þegar ég les bækur en sögulokin í þessari bók fengu mig til af orga af sorg,“ skrifar einn af aðdáendum Colleen Hoover á TikTok en aðdáendurnir kalla sig CoHo-er. Á TikTok og BookTok nýtur hún gífurlegrar hylli og hefur #ColleenHoover myllumerkið verið skoðað meira en 3,2 milljörðum sinnum.

Í byrjun árs 2023 var Colleen Hoover valin ein af 100 áhrifamestu einstaklingum ársins af tímaritinu Time enda hefur hún óneitanlega haft töluverð áhrif á bókaiðnað heimsins. Áhangendaskari hennar er hávær, trúfastur og stór. Hefur Colleen selt meira en 20 milljónir bóka og á árinu 2022 voru sex af bókum hennar samtímis á The New York Times- metsölulistanum. En um svipað leyti og hún hlaut þessa miklu upphefð hjá Times-tímaritinu missteig rithöfundurinn sig illilega og kallaði yfir sig mikla reiði áhangenda sinna.

Brot af kynningu á vörulínu Colleen Hoover á heimasíðu hennar – MYND: Skjáskot af colleenhoover.com

Borin áfram af gífurlegum meðvindi og vinsældum, sem engin takmörk virtust vera sett, hefur Colleen Hoover ákveðið að gera nafn sitt að vörumerki og látið  skrá merkið ColleenHoover®. Undir því merki framleiðir hún margskonar vörur tengdar bókum sínum. Meðal annars framleiðir hún svokölluð heimilisföt (eins konar jogging buxur og peysur í stíl) í margvíslegum gerðum. Hönnun fatalínunnar byggir á bókum höfundarins og eru peysur og buxur ColleenHoover® merkisins oft skreyttar með tilvitnun í eina af bókum höfundarins eða bera titil bókar á baki, ermum eða á buxnaskálmum. Ein af þeim vörum sem Colleen framleiddi í upphafi árs 2023 var litabók byggð á sögunni It Ends With Us sem segir frá fórnalambi heimilisofbeldis. Þessi litabókaútgáfa fór illa í lesendur og þótti mörgum sem höfundurinn væri með útgáfunni að hylla heimilisofbeldi eða gera lítið úr afleiðingum þess og kallaði Colleen yfir sig þungan skítastorm. Svo mikil var reiði aðdáendanna að Colleen ákvað snarlega að hætta við útgáfuna og baðst innilega afsökunar á taktleysi sínu. „Ég heyri til ykkar og ég er sammála,“ sagði Coollen á Instagram þegar hún dró litabókina til baka. „Ég ætla ekki að afsaka neitt né ásaka neinn. Ég hef haft samband við forlagið og látið þau vita að ég sé hætt við útgáfuna.“

Þrátt fyrir þessa hrösun heldur Colleen Hoover áfram að bæta í vörulínu sína og skrifa nýjar bækur. „Ég get verið ansi fljót að skrifa eina bók. Fyrstu bókina mína skrifaði ég til dæmis á 30 dögum. En ég vinn líka 16 klukkutíma á dag.“ Nýjasta bókin hennar Never, Never sem kom út í febrúar árið 2023 er þó skrifuð af rithöfundinum Taryn Fischer í „samvinnu“ við Colleen Hoover. Virðist sem að hlaupinn sé iðnaður í bókaskrif höfundarins.

Tvær bækur Colleen Hoover hafa komið út í íslenskri þýðingu hjá bókaforlaginu Sölku, bækurnar 9. nóvember og Verity. 

Nýtt efni

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …