Samfélagsmiðlar

Huggulegheitamatur í húminu

Á meðan dagsbirtan er af skornum skammti, veðrið upp og ofan og dagarnir líða áfram, oftar en ekki í mismunandi grátóna útgáfum, er svokallaður huggulegheitamatur nokkuð sem er flestum að skapi. Þetta er matur sem yljar, mettar og hlýjar og endurvekur gjarna ánægjulegar minningar. 


Heimagerðar ofnbakaðar kartöflur eru algengur huggulegheitamatur - MYND: Unsplash/Markus Winkler

Í dagblaðinu Palm Beach Post birtist grein árið 1966 þar sem huggulegheitamat (e. comfort food) var lýst sem svo að hann kveikti notalegar minningar úr æsku og hefði þann mátt að hressa og hugga. Það var svo ekki ómerkari manneskja en Liza Minelli sem fjórum árum síðar lét hafa eftir sér í viðtali að “comfort food is anything you just yum, yum, yum” og þar með var frasinn kominn á kortið.

Ristað brauð, hleypt egg – já, og bætum við lárperu eða einhverju grænu: Notalegt og hollt – MYND: Unsplash/David B. Townsend


Upp úr 1970 voru hvers konar útgáfur af kartöflum og kartöfluréttum oftast nefndir til sögunnar sem huggulegheitamatur og kjúklingasúpa sem allra meina bót fylgdi þar fast á eftir. Þegar leið á áratuginn fóru réttir eins og fondue og brauðskálar undir súpur að bætast í flokkinn. Huggulegheitamatur er að sjálfsögðu ólíkur eftir löndum og menningarheimum og fylgir ekki endilega tískusveiflum í matargerð. Hér eru það líka réttirnir sem amma gerði og lagaði eftir uppskrift mömmu sinnar og þar fram eftir götunum, sem eru gjaldgengir. Flestir þeirra eru hitaeiningaríkir og þá þykir fullkomlega réttlætanlegt að borða einn síns liðs, heima og undir teppi.

Bandaríska matarblaðakonan M.F.K. Fisher skrifaði eitt sinn í Bon Appétit um sinn eftirlætishuggulegheitamat, ristað mjólkurbrauð, sem hún sagði róa bæði taugar, vöðva og huga, allt í sömu andrá. Þó vissulega sé hægt að hafa skiptar skoðanir á þessum tiltekna rétti (ristað brauð með smjöri, bleytt í heitri mjólk og kryddað með salti, pipar og paprikudufti) er algengara að fólk nefni rétti á borð við matarmiklar súpur, pottrétti, kartöflur og ýmsar útgáfur af heitum osti til sögunnar.

Fátt hlýjar betur en heit lauksúpa og heitt ostabrauð- MYND: Unsplash/Dana Devolk

Heimsfaraldurinn þýddi mikla heimveru og þar náði huggulegheitamatargerð nýjum hæðum um allan heim. Slík matargerð og stemning er þó langt frá því að vera nýjar fréttir fyrir þau okkar sem búa á norðlægum slóðum og jafnvel víðar. Bresk matargerð hefur af mörgum ekki þótt vera upp á marga fiska en þegar kemur að „comfort food“ hefur Bretinn upp á margt að bjóða sem fellur undir þann flokk. Flestir kannast við fisk og franskar, bakaðar baunir ofan á ristað brauð og hefðbundinn breskan morgunverð en kannski væri vert að nýta þennan árstíma til að prófa aðra klassíska comfort food rétti á borð við Lancashire pottrétt, „toad in the hole“ og kotböku með kartöflumús.

Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …