Samfélagsmiðlar

Íhugun um morðtilræði

Salman Rushdie - MYND: Penguin Random House

Mánudaginn 8. janúar áttu að hefjast réttarhöld gegn Hadi Matar sem er ákærður fyrir að hafa ráðist á rithöfundinn Salman Rushdie á sviði í New York í fyrra. Nú hefur réttarhöldunum hins vegar verið frestað í óákveðinn tíma þar sem Salman Rushdie hefur skrifað 224 síðna langan vitnisburð  um þessa skelfilegu hnífsárás. Verða skrifin gefin út samtímis á um það bil 20 tungumálum þann 16. apríl næstkomandi.

Bókin hefur fengið titilinn „Knife: Meditation After Attempted Murder“ (Hnífur: Íhugun eftir morðtilræði) og hefur verjandi Hadi Matars sannfært dómarana í málinu um að framburður vitnis, í hvaða mynd sem hann er, sé hægt að nota sem sönnunargögn í málinu. Þess vegna verði verjandinn að eiga möguleika á að lesa bókina.

Forsíða Knife – MYND: Penguin Random House

Forlag Rushdies, Penguin Random House, lýsir bókinni sem „eldheitri og mjög persónulegri frásögn um að þola – og lifa af – morðárás þrjátíu árum eftir að vera dæmdur til dauða.“ Rusdie var einmitt dæmdur til dauða fyrir guðlast af Ruhollah Khomeini, æðsta klerk byltingarstjórnarinnar í Íran. Að mati Khomeinis fól bók Rusdies, Söngvar satans (sem kom út árið 1988), í sér siðlausa og móðgandi umfjöllun um Múhameð spámann og eiginkonur hans. Hæfileg refsing fyrir slíka móðgun og guðlast væri dauðadómur og Salman Rushdie því réttdræpur af hverjum sem er og hvar sem er.

Nú eru liðin um það bil tvö og hálft ár síðan hnífsárásin á hinn sjötíu og fimm ára gamla rithöfund var gerð á meðan hann hélt fyrirlestur Chautauqua Institution í New York.

Árásin átti sér stað í miðjum fyrirlestri þegar Salman stóð óvarinn á sviðinu. Engir lífverðir gættu höfundarins, en áratugum saman hefur hann verið í felum frá hatursmönnum sínum og þurft að lifa undir strangri gæslu þjálfaðra lífvarða. Það er kannski kaldhæðni örlaganna að Salman Rushdie var í miðjum lofsöng um Bandaríkin og hversu frábær griðastaður landið væri fyrir höfunda í útlegð. Rushdie missti annað augað í árásinni og hefur að hluta til misst máttinn í annarri hendinni.

Árásarmaðurinn Hadi Matas, sem núna er orðinn 26 ára og kemur frá New Jersey, hafði keypt aðgöngumiða á fyrirlesturinn. En öðrum miðahöfum tókst að koma í veg fyrir að hann gengi algerlega frá rithöfundinum með því að ráðast á hann og afvopna. Tókst þeim að halda honum föstum þar til lögreglan kom og handtók hann. Hadi Matar hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn. Hann neitar sök. Í viðtali við The New York Post sem tekið var í fangelsinu hefur Hadi Matar sagt að Salman Rushdie hafi „ráðist á islam“ og væri því réttdræpur eins og æðstipresturinn Khomeini hafi boðað.

Í væntanlegri bók segir Rushdie í fyrsta sinn frá þeim skelfilegu atburðum sem áttu sér stað þann 22. ágúst árið 2022 og með bókinni svarar hann skv. tilkynningu forlagsins  „ofbeldi með list og minnir lesendur að með mætti orðsins sé hægt að gera hið óskiljanlega skiljanlegt.“

Þegar Salman Rushdie sagði í fyrsta sinn frá verkinu á Hay-bókmenntahátíðinni í júní benti hann á að skrif hans væru honum bráðnauðsynleg: „Þetta er ekki sú bók sem er léttast að skrifa en ég verð að komast yfir þessa atburði til að geta tekið mér eitthvað annað fyrir hendur.“

Nýtt efni

Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …

Skotar hafa löngum verið hrifnir af hafragraut. Fornleifarannsókn á Suðureyjum á vegum Bristolháskóla árið 2022 leiddi í ljós að hafragrautur hefur verið hluti af mataræði þeirra árþúsundum saman. Á miðöldum einkenndist veðurfar í Skotlandi af miklum raka og skornum skammti af sólarljósi. Þar af leiðandi náðu aðeins harðgerðustu korntegundir að vaxa og upp frá því …

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Amalfiströndin eða Costiera Amalfitana í Campania-héraði er talin meðal mest heillandi ferðamannaslóða Ítalíu. Ströndin snýr að Salernoflóa og Tyrrenahafi, litríkir bæirnir kúra undir bröttum hlíðum Sorrentine-skaga og hafa laðað til sín gesti víða að frá 18. öld, fyrst fína fólkið en síðan fjölbreyttari mannflóru. Yfirvöld vilja fá enn fleiri gesti og unnið er að því …