Samfélagsmiðlar

Loftslagsstjóri ESB vísar því á bug að græn stefna dragi úr samkeppnishæfni fyrirtækja

Hreinorka framleidd í Frakklandi - MYND: Unsplash / Thomas Reaubourg

Yfirmaður loftslagsmála Evrópusambandsins varar við því að á vettvangi þess láti menn undan þrýstingi frá þeim sem halda því ranglega fram að metnaðarfullar aðgerðir Framkvæmdastjórnarinnar gegn hlýnun jarðar skerði samkeppnishæfni evrópskra fyrirtækja.

Wopke Hoekstra, loftslagsstjóri ESB, er fyrrverandi utanríkisráðherra Hollands – MYND. Evrópuþingið

Þessi orð féllu í viðtali Financial Times við Wopke Hoekstra, sem fer með loftslagsmál í Framkvæmdastjórn ESB, í aðdraganda kynningar á nýrri áætlun sambandsins um að draga enn frekar úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2040. Hoeckstra bregst þar við vaxandi áhyggjum forystumanna í atvinnulífinu, iðnaði og landbúnaði, um að evrópsk fyrirtæki verði undir í samkeppni við t.d. kínversk fyrirtæki vegna strangari viðmiða í losunarmálum. Hoecksta segist í viðtali við blaðið vera sannfærður um að í Evrópu verði áfram „besta viðskiptaumhverfi heims.“

Hinn hollenski loftslagsstjóri ESB orðar þetta þannig: „Við verðum að standa fast í báða fætur: Annars vegar verðum við að halda áfram aðgerðum í loftslagsmálum, hins vegar þurfum við að tryggja réttlát orkuskipti, samkeppnishæfni og blómlegt viðskiptaumhverfi. Það er þörf á hvoru tveggja.“ Hoekstra varar við að hlustað sé á málflutningi þeirra sem haldi því fram að hægt sé hægt að standa á öðrum fætinum í þessum efnum.

Wopke Hoekstra og annarra forystumönnum ESB í loftslagsmálum bíður það verkefni að sannfæra aðildarríkin um að draga úr losun um 90 prósent fyrir árið 2040 – miðað við tölur frá 1990, samkvæmt drögum að stefnuskjali sem Financial Times hefur undir höndum. Árið 2019 setti ESB fram mjög metnaðarfulla loftslagsáætlun og grænstefnu um að ná kolefnishlutleysi fyrir 2050 en margt hefur orðið til að draga úr líkum á að sú áætlun geti náð fram að ganga. Nægir þar að nefna flóknar afleiðingar Covid-19, stríðið í Úkraínu, skort á gasi og samkeppni við ríkisstyrkta hreintækni frá Kína og Bandaríkjunum. 

Iðjuver í Póllandi – MYND: Pexels / Marcin Jozwiak

Að undanförnu hafa hertar umhverfisreglugerðir valdið mikilli óánægju og mótmælum bænda í Frakklandi, Þýskalandi, Póllandi, Rúmeníu og Belgíu. Þá hafa hægrisinnaðir frambjóðendur til Evrópuþingsins hamrað þau sömu járn í von um fylgi í kosningum í júní. Þessu til viðbótar, þá hafa forystumenn í iðnaði, sem enn takast á við áhrif orkukreppunnar 2022, sagt að stefna ESB og skrifræði hefti fjárfestingar og nýsköpun.

En nú ætlar Framkvæmdastjórn sambandsins því að leggja fram áætlun til ársins 2040, sem vísi veginn í átt að kolefnishlutleysi. Hvert aðildarríki sambandsins þarf að tilkynna Sameinuðu þjóðunum um hvernig staðið verður að því að draga úr losun fyrir 2035.

Tillögur verða að liggja fyrir um þetta og þær samþykktar af ríkisstjórnum allra 27 aðildarríkjanna áður en þær verða að lögum. Ríkisstjórnir nokkurra sambandsríkja, þar á meðal Þýskalands, Frakklands og Spánar hafa lýst stuðningi við metnaðarfulla loftslagsáætlun til ársins 2040. En Vísindanefnd ESB sagði í skýrslu fyrr í þessum mánuði að það þyrfti að draga yfir tvöfalt meira úr losun ef takast ætti að ná markmiðinu um 55 prósenta samdrátt fyrir 2030.

Eigi það að takast verður að ráðast í gríðarlegar fjárfestingar í nýrri tækni á allra næstu árum – á miklum óvissu- og ólgutímum í heiminum. Það er því full ástæða til að óttast að erfiðlega muni ganga að framfylgja metnaðarfullri áætlun um aðgerðir til að hægja á loftslagsbreytingum af mannavöldum. Það verða alltaf einhverjir sem segja að verið sé að ganga of langt og vilja halda í það gamla af ótta við framtíðina. 

Ávinningur af metnaðarfullri loftslagsstefnu og orkuskiptum er þó augljós til lengri tíma litið: Meira orkuöryggi, ódýrari raforka og samkeppnishæfari iðnaðar. Árið 2022 greiddu Evrópusambandslöndin 400 milljarða evra í kaup á innfluttu gasi. Græn tækni styrkir Evrópu í samkeppninni við Kína og Bandaríkin. 

Gagnrýnendur benda þó á að á sama tíma og Evrópumenn streitist við með miklum tilkostnaði og erfiðleikum að draga úr losun, sem sé aðeins um sjö prósent af heildarlosun í heiminum – þá sé losun Bandaríkjamanna 13 prósent og Kínverjar beri ábyrgð á 30 prósentum.

Wopke Hoekstra segir ljóst að ekki dugi að leysa loftslagsvandann heima þér sjálfum – ef losun heldur áfram annars staðar og meðfylgjandi loftslagsbreytingar. Evrópusambandið gæti hjálpað öðrium löndum að koma á viðskiptum með losunarheimildir, þar sem mengunarvaldar eru neyddir til að greiða fyrir losunina.

„Ef okkur tekst ekki að drga úr þessum 93 prósum losunar, sem fram fer utan Evrópu, halda loftslagsbreytingar áfram og þær hafa áhrif á okkur öll – í norðri, suðri, austri og vestri.“ 

Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …