Samfélagsmiðlar

Loftslagsstjóri ESB vísar því á bug að græn stefna dragi úr samkeppnishæfni fyrirtækja

Hreinorka framleidd í Frakklandi - MYND: Unsplash / Thomas Reaubourg

Yfirmaður loftslagsmála Evrópusambandsins varar við því að á vettvangi þess láti menn undan þrýstingi frá þeim sem halda því ranglega fram að metnaðarfullar aðgerðir Framkvæmdastjórnarinnar gegn hlýnun jarðar skerði samkeppnishæfni evrópskra fyrirtækja.

Wopke Hoekstra, loftslagsstjóri ESB, er fyrrverandi utanríkisráðherra Hollands – MYND. Evrópuþingið

Þessi orð féllu í viðtali Financial Times við Wopke Hoekstra, sem fer með loftslagsmál í Framkvæmdastjórn ESB, í aðdraganda kynningar á nýrri áætlun sambandsins um að draga enn frekar úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2040. Hoeckstra bregst þar við vaxandi áhyggjum forystumanna í atvinnulífinu, iðnaði og landbúnaði, um að evrópsk fyrirtæki verði undir í samkeppni við t.d. kínversk fyrirtæki vegna strangari viðmiða í losunarmálum. Hoecksta segist í viðtali við blaðið vera sannfærður um að í Evrópu verði áfram „besta viðskiptaumhverfi heims.“

Hinn hollenski loftslagsstjóri ESB orðar þetta þannig: „Við verðum að standa fast í báða fætur: Annars vegar verðum við að halda áfram aðgerðum í loftslagsmálum, hins vegar þurfum við að tryggja réttlát orkuskipti, samkeppnishæfni og blómlegt viðskiptaumhverfi. Það er þörf á hvoru tveggja.“ Hoekstra varar við að hlustað sé á málflutningi þeirra sem haldi því fram að hægt sé hægt að standa á öðrum fætinum í þessum efnum.

Wopke Hoekstra og annarra forystumönnum ESB í loftslagsmálum bíður það verkefni að sannfæra aðildarríkin um að draga úr losun um 90 prósent fyrir árið 2040 – miðað við tölur frá 1990, samkvæmt drögum að stefnuskjali sem Financial Times hefur undir höndum. Árið 2019 setti ESB fram mjög metnaðarfulla loftslagsáætlun og grænstefnu um að ná kolefnishlutleysi fyrir 2050 en margt hefur orðið til að draga úr líkum á að sú áætlun geti náð fram að ganga. Nægir þar að nefna flóknar afleiðingar Covid-19, stríðið í Úkraínu, skort á gasi og samkeppni við ríkisstyrkta hreintækni frá Kína og Bandaríkjunum. 

Iðjuver í Póllandi – MYND: Pexels / Marcin Jozwiak

Að undanförnu hafa hertar umhverfisreglugerðir valdið mikilli óánægju og mótmælum bænda í Frakklandi, Þýskalandi, Póllandi, Rúmeníu og Belgíu. Þá hafa hægrisinnaðir frambjóðendur til Evrópuþingsins hamrað þau sömu járn í von um fylgi í kosningum í júní. Þessu til viðbótar, þá hafa forystumenn í iðnaði, sem enn takast á við áhrif orkukreppunnar 2022, sagt að stefna ESB og skrifræði hefti fjárfestingar og nýsköpun.

En nú ætlar Framkvæmdastjórn sambandsins því að leggja fram áætlun til ársins 2040, sem vísi veginn í átt að kolefnishlutleysi. Hvert aðildarríki sambandsins þarf að tilkynna Sameinuðu þjóðunum um hvernig staðið verður að því að draga úr losun fyrir 2035.

Tillögur verða að liggja fyrir um þetta og þær samþykktar af ríkisstjórnum allra 27 aðildarríkjanna áður en þær verða að lögum. Ríkisstjórnir nokkurra sambandsríkja, þar á meðal Þýskalands, Frakklands og Spánar hafa lýst stuðningi við metnaðarfulla loftslagsáætlun til ársins 2040. En Vísindanefnd ESB sagði í skýrslu fyrr í þessum mánuði að það þyrfti að draga yfir tvöfalt meira úr losun ef takast ætti að ná markmiðinu um 55 prósenta samdrátt fyrir 2030.

Eigi það að takast verður að ráðast í gríðarlegar fjárfestingar í nýrri tækni á allra næstu árum – á miklum óvissu- og ólgutímum í heiminum. Það er því full ástæða til að óttast að erfiðlega muni ganga að framfylgja metnaðarfullri áætlun um aðgerðir til að hægja á loftslagsbreytingum af mannavöldum. Það verða alltaf einhverjir sem segja að verið sé að ganga of langt og vilja halda í það gamla af ótta við framtíðina. 

Ávinningur af metnaðarfullri loftslagsstefnu og orkuskiptum er þó augljós til lengri tíma litið: Meira orkuöryggi, ódýrari raforka og samkeppnishæfari iðnaðar. Árið 2022 greiddu Evrópusambandslöndin 400 milljarða evra í kaup á innfluttu gasi. Græn tækni styrkir Evrópu í samkeppninni við Kína og Bandaríkin. 

Gagnrýnendur benda þó á að á sama tíma og Evrópumenn streitist við með miklum tilkostnaði og erfiðleikum að draga úr losun, sem sé aðeins um sjö prósent af heildarlosun í heiminum – þá sé losun Bandaríkjamanna 13 prósent og Kínverjar beri ábyrgð á 30 prósentum.

Wopke Hoekstra segir ljóst að ekki dugi að leysa loftslagsvandann heima þér sjálfum – ef losun heldur áfram annars staðar og meðfylgjandi loftslagsbreytingar. Evrópusambandið gæti hjálpað öðrium löndum að koma á viðskiptum með losunarheimildir, þar sem mengunarvaldar eru neyddir til að greiða fyrir losunina.

„Ef okkur tekst ekki að drga úr þessum 93 prósum losunar, sem fram fer utan Evrópu, halda loftslagsbreytingar áfram og þær hafa áhrif á okkur öll – í norðri, suðri, austri og vestri.“ 

Nýtt efni

Stærsti bílaframleiðandi heims lætur ekki haggast þó hann hafi mætt nokkru andstreymi að undanförnu. Hluthafafundur Toyota endurnýjaði traust sitt á 10 manna stjórn fyrirtækisins í dag, þar á meðal á formanninum, Akio Toyoda, sem verið hefur í forystusveit fjölskyldufyrirtækisins frá aldamótum. Hann vék úr starfi forstjóra fyrir rúmu ári og varð stjórnarformaður. Nú hefur þessi …

Hér á landi hefur fjöldi erlendra vegabréfa við vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli verið helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni. Á hinum Norðurlöndunum er ekki hægt að stunda svona talningu á flugvöllum enda margir sem koma landleiðina. Gistinætur útlendinga eru því aðalmælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni hjá frændum okkar og samtals voru þær 15,3 milljónir …

Búist er við að 38 prósenta hækkun tolla á innflutta rafbíla frá Kína hægi á sókn framleiðenda þar inn á Evrópumarkað. Hins vegar verður það aðeins tímabundið. Kínverskir framleiðendur hafa þegar náð sterkri stöðu í tæknimálum og getu til að framleiða á hagkvæman hátt - þeir ráða yfir allri aðfangakeðju framleiðslu sinnar. Að auki munu …

Fyrstu helgina í júní stefndi í verkfall flugmanna Norwegian í Noregi en samningar tókust á elleftu stundu. Flugfélagið hafði áður samið við danska og spænska flugmenn en þeir norsku kröfðust hlutfallslega meiri hækkunar og vísuðu til þess að laun þeirra stæðust ekki samanburð við starfsbræður sína í Evrópu vegna þess hve veik norska krónan er. …

„Það umfangsmikið verkefni að opna nýja álmu við flugstöð. Byggingin þarf að uppfylla fjölmargar kröfur yfirvalda , m.a. um innréttingar, eldvarnir, umhverfiskröfur og vinnuaðstæður. Það þarf líka að setja upp flókinn tækjabúnað, sem þarnast sérhæfðrar þekkingar og margra stunda þjálfun ef hann á að skila sínu hlutverki. Það gildir um nýjan öryggisbúnað flugvallarins," segir í …

Suður-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á fjórða stærsta bílamarkað heims, Indland. Stærstu markaðirnir eru Kína, Bandaríkin og Japan - en Indlandsmarkaður vex hratt og mikil sala er í litlum og sparneytnum gerðum bíla. Á síðasta ári keypti dótturfélag Hyundai á Indlandi verksmiðjur General Motors í Maharashtra í vestanverðu landinu með það fyrir augum að auka framleiðslu …

Icelandair sagði 82 starfsmönnum upp fyrir síðustu mánaðamót en þær uppsagnir náðu ekki til áhafna flugfélagsins. Nú er hins vegar komið að þeim hópi því fyrir helgi fengu 57 flugmenn uppsagnarbréf og eins voru 26 flugstjórar færðir í stöðu flugmanna. Við þá breytingu lækka laun viðkomandi um fimmtung samkvæmt því sem FF7 kemst næst.  Flugmönnum …