Samfélagsmiðlar

Nýtt bóksölumet: 25 eintök seld á mínútu á útgáfudegi

Friðrik X - MYND: Stine Heilmann / Kongehuset

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að Danmörk hefur fengið nýjan kóng, Friðrik X. Þann 14. janúar tók hann við krúnunni af móður sinni, Margréti Danadrottningu. En aðeins þremur dögum eftir að Friðrik setti kóngakórónuna á kollinn hefur hann gefið út bók. Bókin ber titilinn „Kongeord“ og fjallar um þær hugmyndir og vangaveltur sem Friðrik hefur gert sér um það starf og þá ábyrgð sem hann hefur tekið á sínar herðar.

Sjálfur hafði Friðrik X. ekki langan tíma til að melta þá ákvörðun drottningarinnar að segja af sér og að hann tæki við krúnunni. Drottningin tilkynnti honum fyrirætlun sína um að hætta aðeins rúmum tveimur vikum áður en hann var formlega settur í embættið.

Það var ekki bara valdaskiptin sem gengu hratt fyrir sig. Allt í kringum nýju bókin var framkvæmt á mettíma. Kóngahúsið hafði samband við Politikens Forlag, sem gefur bókina út, að kvöldi nýársdags til að segja frá verkefninu og bókinni um Friðrik X. konung. Frá þessu segir Kim Hundevadt sem er útgáfustjóri fræðibóka hjá Politiken í samtali við TV2.

Orð frá kóngi. Kápa bókarinnar með samtölum við Friðrik X – MYND: Politikens Forlag

Allt var auðvitað sett á annan endann svo bókin gæti komið út í tengslum við innsetningu konungsins. Textinn lá meira eða minna fyrir en hann byggir á fjölda samtala rithöfunarins Jens Andersen við Friðrik á meðan hann var enn krónprins. „Strax og við fengum upplýsingarnar frá kóngahúsinu var farið í það að snurfusa textann og leiðrétta. Umbrotsdeildin vann dag og nótt og allir hjá Politiken hafa átt mjög annríkt,“ sagði Kim Hundevagt útgáfustjóri. Mikil leynd hvíldi yfir verkefninu og ekkert mátti spyrjast út fyrir sjálfan útgáfudaginn 17. janúar.

Þrátt fyrir þessa ströngu leynd sem legið hefur yfir útgáfu bókarinnar og að enginn hafi átt von á bókinni á markað virðist salan ætla að slá öll dönsk sölumet. Áhuginn er gífurlegur og á fyrsta daginn seldust 25 bækur á mínútu. „Þetta er sögulegur bóksöludagur,“ sagði Lærke Jürs sem er sölustjóri forlagsins.

Bókin var prentuð í 25.000 eintökum og seldist bókin upp á fyrsta söludegi.

„Kóngahúsið fær enga peninga fyrir bókina, aðeins Jens Andersen, meðhöfundurinn,“ upplýsti Kim Hindevadt.

Nú er nýtt upplag af bókinni komið í búðir og er gert ráð fyrir að bók Friðriks X. verði langsöluhæsta bók ársins 2024 í Danmörku.

Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …