Samfélagsmiðlar

Segjast fylgja evrópskum reglum og mega því ekki afhenda íslenskum stjórnvöldum farþegaskrár

Næstum allir sem sem ferðast um íslensk landamæri fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli. MYND: ÓJ

Það eru tíu erlend flugfélög sem ekki afhenda íslenskum lögregluyfirvöldum farþegalista þrátt fyrir að lög hér á landi kveði á um slíkt. Frá þessu greindi Morgunblaðið í vikunni og í kjölfarið hafði Rúv það eftir eftir Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að íhuga ætti að svipta flugfélögin lendingarleyfi á Íslandi.

Fjögur af flugfélögunum tíu eru í eigu þýsku samsteypunnar Lufthansa Group og í skriflegu svari til FF7 er fullyrt að fyrirtækið fylgi í einu og öllu bæði evrópskum og þýskum reglum um upplýsingagjöf.

Lettneska flugfélagið Airbaltic er einnig á listanum yfir flugfélögin sem ekki afhenda íslenskum yfirvöldum upplýsingar um farþega. Í svari við fyrirspurn FF7 segir að flugfélagið deili farþegalistum með yfirvöldum ef formleg og rökstudd beiðni um slíkt berst og eins ef lagalegur grundvöllur er fyrir því að verða við óskinni.

Í svarinu er jafnframt bent á að núverandi Evrópulöggjöf komi í veg fyrir að ítarlegar upplýsingar um farþega séu látnar af hendi en vinna við endurmat á þessum reglum er í gangi innan Evrópusambandsins. Airbaltic segist fylgjast vel með framvindu þeirrar vinnu.

Ráðuneytið varar við gífuryrðum í umræðunni

Ljóst má vera á þessum svörum að flugfélögin telja sig ekki mega afhenda íslenskum stjórnvöldum farþegalista sína og vaknar því sú spurning hvort flugfélögin sem afhenda listana brjóti reglur um persónuvernd.

Dómsmálaráðuneytið vill ekkert segja hvort meðferð á farþegalistum hér á landi sé nægjanlega örugg eða skýr enda snúist neitun flugfélaganna fyrst og fremst um formið sem persónuverndarlöggjöfin setur þeim en ekki hvernig fer Ísland með listana. Á það er jafnframt bent að stjórnvöld í Noregi eru í álíka stöðu en löndin tvö eru ekki með aðild að Evrópusambandinu.

„Þessi umræða má samt ekki byggjast á gífuryrðum heldur verðum við að hafa í huga að Evrópuþjóðir eru með opin landamæri sín á milli og þar er einfaldlega ekki möguleg sú krafa að yfirvöld viti um hvern eina einstakling sem ferðast á milli landa. Við erum í því skyni í sérstakri stöðu að um 95% af þeim sem fara yfir landamæri okkar, gera það með viðkomu á Keflavíkurflugvelli.

Það er hins vegar ljóst að við það verður ekki unað að félögin afhendi ekki þær upplýsingar sem lögregla fer fram á samkvæmt íslenskum lögum. Þótt það sé heimilt að beita sektum þá er það ekki ákjósanlegt fyrsta úrræði gagnvart þessum félögum,“ segir í svari dómsmálaráðuneytisins en sem fyrr segir kallaði lögreglustjórinn á Suðurnesjum eftir því að til skoðunar yrði tekið að svipta flugfélögin tíu lendingarleyfi á Keflavíkurflugvelli.

Af svari ráðuneytisins að dæma er það ekki á dagskrá en þar segir jafnframt að íslensk yfirvöld vinni að því að ná samningum um að hér gildi sömu reglur og í stórum hluta Evrópu þar sem flugfélög þurfa að skila upplýsingum um farþega. „Vonast er til að samningaviðræður muni hefjast af fullum þunga í upphafi þessa árs og að unnt verði að undirrita samning á árinu 2024.“

Nýtt efni

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …