Samfélagsmiðlar

Þar kom að því!

Er eðlilegt að verðlauna bók sem skrifuð er að hluta til af gervigreindarforriti? Þetta er spurning sem margir hafa spurt eftir að Rie Kudan hlaut virt japönsk bókmenntaverðlaun fyrir nærri „gallalausa“ skáldsögu sem skrifuð var að einhverju leyti með slíkum hætti.

Rie Kudan

Rie Kudan, rithöfundur - MYND: Instagram

Á miðvikudaginn í síðustu viku var tilkynnt við hátíðlega athöfn hvaða bók hlyti hin eftirsóttu Akutagawa-bókmenntaverðlaun en þau eru eru álitin ein þau virtustu í Japan og eru veitt annað hvert ár. Bókin The Tokyo Tower of Sympathy, eins og hún heitir á ensku, eftir 33 ára gamlan rithöfund, Rie Kudan, hlaut verðlaun sem besta frumraunin. 

Dómnefndin lét hafa eftir sér að bókin væri nánast „gallalaus“ og það væri einróma álit hennar að hún væri mjög verðug þess að hljóta verðlaun. Í viðtali við The Japan Times sagði höfundurinn að hún hefði nýtt sér hina nýju gervigreindartækni til að skrifa söguna og að minnsta kosti fimm prósent sögunnar væri komið beint frá ChatGBT. 

Er eðlilegt að verðlauna bók sem skrifuð er að hluta til af gervigreindarforriti? Þetta er spurning sem margir hafa spurt eftir að verðlaunin voru veitt Rie Kudan. Dómnefndin lítur ekki á það sem vandamál að gervigreindin hafi verið notuð í þessu tilviki og það sé greinilegt í texta bókarinnar hvar gervigreindin er notuð.

Einn úr dómnefndinni, Keiichiro Hirano, hefur útskýrt afstöðu dómnefndarinnar: „Það virðist vera töluverður misskilningur meðal fólks sem hefur fordæmt verðlaunaveitinguna og hvernig Rie Kudan hefur nýtt sér gervigreindina. Bókin var ekki skrifuð af gervigreindarforriti. Það kemur skýrt fram hvar það er gert.

Í framtíðinni verða vandamál með notkun gervigreindar í bókmenntum en það á ekki við um þessa bók, Tokyo Sympathy Tower.

Bókarkápa verðlaunasögunnar

Verðlaunasagan fjallar um arkitektinn Sara Makina, sem hefur fengið það verkefni að hanna fangelsi í háhýsi, og ungan mann að nafni Takuto sem vinnur að því að skrifa ævisögu arkitektsins. Gervigreind leikur nokkuð stórt hlutverk í bókinni. 

Rie Kudan hefur sagt á viðtölum eftir verðlaunaafhendinguna að hún muni halda áfram að nota gervigreindina sem hjálpartæki þegar hún skrifar næstu skáldsögur. 

Um þessar mundir geisa háværar umræður meðal bókmenntafólks um hvaða áhrif gervigreindin muni hafa á bókmenntirnar og framtíð þeirra. Í fyrra skrifuðu meira en 10 þúsund rithöfundar undir opið bréf þar sem því er mótmælt hvernig tölvufyrirtæki í gervigreindarbransanum nýta sér útgefna texta, án leyfis, til að þróa og þjálfa gervigreindarforrit sín. Aðrir rithöfundar eins og John Grisham og Game of Thrones-höfundurinn George R.R. Martin hafa farið með málið beint í réttarsalina og kært fyrirtækið Open AI (sem er fyrirtækið á bak við Chat GBT) fyrir að hafa í óleyfi notað bækur þeirra til að þjálfa forritið og brotið þar með á höfundarrétti þeirra. 

Fyrir nokkru gerði danski netbóksalinn SAXO könnun á meðal viðskiptavina sinna  og spurðist fyrir um áhuga þeirra á bókum sem gervigreindarforrit skrifa. 60 prósent aðspurðra svöruðu neitandi spurningunni hvort „það hefði áhuga á að lesa bók skrifuð af gervigreindarforriti.“ Og 75 prósent afþökkuðu boð um að hlusta á hljóðbækur lesnar af vélmenni en það er einmitt sú innlestraraðferð sem mörg af stærstu hljóðbókarfyrirtækjum heims hafa hugsað sér að nota í framtíðinni. 

Rie Kudan er ekki eini rithöfundurinn sem hefur hlotið bókmenntaverðlaun fyrir verk sem styðst við gervigreind. Í fyrra vann kínverskur prófessor, Shen Yang verðlaun fyrir vísindaskáldsögu sem hann skrifaði á aðeins þremur klukkutímum með hjálp hinnar nýju gervigreindartækni. 

Það er komið að því.

Nýtt efni

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …