Samfélagsmiðlar

„Þetta sýnir breiddina í ferðaþjónustunni um allt land“

Ferðakaupstefnan Mannamót er nú haldin í tíunda sinn og hefur þátttaka fyrirtækja og gesta aldrei verið meiri. „Ferðaþjónustan var lengi að berjast við að koma sér í gang eftir Covid. Nú erum við sannarlega farin af stað. Þetta er góður dagur," segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri.

Arnheiður Jóhannsdóttir á Mannamóti - MYND: ÓJ

Það sést um leið og gengið er inn í íþróttamiðstöðina Kórinn í Kópavogi að virkir þáttakendur á Mannamóti eru fleiri en í fyrra, það er meira líf í salnum og jafnvel bjartara yfir fólki. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, er í forsvari fyrir þennan árlega stórviðburð ferðaþjónustufólks af öllu landinu sem markaðsstofurnar halda og gagnast bæði fyrirtækjum úti á landi og þeim í Reykjavík sem ævinlega eru að leita nýrra möguleika í þjónustu við viðskiptavini. Um 250 fyrirtæki sýna og fulltrúar þeirra eru um 500. Hátt í 600 gestir eru skráðir og síðan drífur alltaf að fleira forvitið fólk um gróskuna í íslenskri ferðaþjónustu.

Rétt fyrir opnun – MYND: ÓJ

„Grasrótin kemur suður og fyrirtækin geta með einföldum hætti kynnt sér vöruframboð um allt land. Þetta þýðir að fleiri nýjungar verða til í þjónustu þeirra. Ferðamenn okkar verða ánægðari fyrir vikið. Þessi ferðakaupstefna er öðruvísi en aðrar að því leyti að hér má kynnast glænýjum litlum grasrótarverkefnum innan um þau grónu og stóru,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, og bætir við:

„Það er meiri nýliðun en áður í ferðaþjónustunni, ný fyrirtæki eru að spretta upp og nýtt fólk hefur tekið til starfa með margskonar spennandi verkefni og gaman er að sjá þau slíta barnsskónum.“

Greinir þú einhverjar nýjar áherslur?

„Það er unnið meira úr því sem fyrir er, dýpka þjónustuna. Við sjáum aukna áherslu á menningarverkefni. Menningin er að sækja meira fram sem hluti af ferðaþjónustunni, sem gaman er að sjá.“

Tveir að austan: Arngrímur Viðar Ásgeirsson og Bogi Nils Bogason – MYND: ÓJ

Meðal lykilhugtaka í umræðu dagsins eru sjálfbærni og nærandi ferðaþjónusta. Sérðu þetta raungerast – að fólk í greininni sé með hugann við þetta?

„Við höfum alltaf litið á sjálfbærni sem kjarna ferðaþjónustunnar. Sjálfbærni er innbyggð í starfsemi margra fyrirtækja – þegar kemur að því að kaupa matvæli og aðrar vörur úr heimabyggð eða nýta vinnuafl þar, byggja á grunni sem heimamenn hafa lagt. Þetta hefur alltaf verið sýnilegt og er enn. Það sem vantar er að við drögum þetta meira fram og seljum þetta. Það er verkefni okkar á næstu árum.“

Á Vestfjarða-ganginum – MYND: ÓJ

Þetta eru ótrúlega mörg fyrirtæki – stór og smá. Nokkur eru með umsvifamikinn rekstur en svo eru hér margar fjölskyldur sem eru að spreyta sig í þjónustu við ferðafólk eða vill selja því varning.

„Þetta sýnir breiddina í ferðaþjónustunni um allt land. Fyrirtækin verða aldrei of mörg. Þetta er viðbragðið við þeirri miklu spurn sem er eftir Íslandi núna. Hér inni sjáum við það raungerast – hversu mörg þau eru og hvernig þau hafa stækkað. Þau eru að laga sig að því markmiði að geta tekið á móti fleiri gestum án þess að fjárfesta mikið meira og auka mannskap.“

Sannkallað Mannamót – MYNDIR: ÓJ

Þið hafið áður upplifað bakslag í baráttu ykkar á landsbyggðinni fyrir því að fá meira beint alþjóðaflug. En nú þið fagnið komu Easyjet til Akureyrar og beinu flugi milli Norðurlands og Bretlands. Sjáið þið merki um meiri grósku í greininni vegna þessa beina flugs?

„Já, við sjáum skýr merki um það. Erlendum gestum fjölgar hægt og bítandi fyrir norðan vegna komu Easyjet. Sætanýtingin batnar stöðugt. Fyrirtækin finna fyrir þessu og hafa getað lengt afgreiðslutíma. Við sjáum líka meira af því að fyrirtæki taki sig saman og þrói verkefni sem beint er að þessum farþegahópi. Í gær var lokaviðburður verkefnis sem við köllum Straumhvörf, þar sem nokkrir aðilar á Norður- og Austurlandi kynntu vöruþróunarverkefni sem unnin hafa verið í samstarfi þeirra sem vilja njóta áhrifa flugsins.

Nýtt efni

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …