Samfélagsmiðlar

Þú gætir lesið 140 bækur á þeim tíma sem þú notar á vafri um samfélagsmiðla

MYND: ÓJ

Fyrir nokkrum árum var hinn þekkti fjárfestir og milljarðamæringur Warren Buffett spurður að því hvert væri leyndarmálið að baki velgengni hans. Bæði spyrjandinn og Warren Buffett litu svo á að allt hans ríkidæmi væri merki um mikla velgengni í lífinu. Samkvæmt nýjasta mati á eigum auðkýfingsins eru þær metnar á 180 milljarða bandaríkjadala (25.000 milljarða íslenskra króna) Warren þurfti ekki að hugsa sig lengi um. Hann var ekki í vafa og svarið kom nánast án minnsta hiks: „Lestu 500 blaðsíður á dag. Þannig aflar maður sér þekkingar. Þetta geta allir, segi ég, en um leið veit ég að fáir munu fara að ráðum mínum.“

Fyrir tveimur árum las ungur, þýskur starfsmaður Deutsche Bank í Köln orð fjárfestisins. Hann var heillaður af þessum góðu ráðum. Honum fannst eitthvað ekki alveg passa. Hann hafði alltaf litið svo á að hann nyti velgengni í lífinu. En eitthvað var skelfilega rangt. Honum hafði tekist með mikilli seiglu að klifra upp metorðastiga Deutsche Bank, komast í starf sem hann hafði alltaf litið á sem sitt draumastarf. „Stundum þegar ég sat á skrifstofunni og sinnti mínu draumastarfi hugsaði ég með mér: „Góður Guð, segðu mér hvað ég á að gera, segðu mér hvernig líf mitt verður ef ég sit hér enn næstu 40 ár? Mig langar ekki að deyja svona … .“

Ungi maðurinn hafði gert allt eins og ætlast er til vilji maður ná árangri og velgengni í lífinu. Hann hafði staðið sig vel í skóla og fengið góðar einkunnir. Hann var virkur í félagslífi háskólans. Hann stundaði vinnu með skóla.  Hann fékk góð meðmæli, fékk gott starf og barðist til metorða og endaði í því sem hann leit á sem starf drauma sinna. Og þarna sat hann á skrifstofu sinni eftir allt sitt  mikla streð og var lentur í landi drauma sinna. En það var eitthvað sem passaði ekki. Hann leit í kringum sig, horfði í kringum sig og sá brosandi samstarfsfólk sitt í hvítum skyrtum, svörtum pilsum, bláum jökkum, en í augunum var ekki líf heldur einhver tómleiki sem fékk hann til að örvænta.

Hvað var til ráða? 

Og það var einmitt á þessu tímabili lífs hans, þegar efinn var farinn að naga hann svo mjög að hann gat varla dregið andann, að hann rakst á orð Warren Buffet. Og hann ákvað að fara að ráðum hans og einsetti sér að byrja að lesa. Hann ætlaði að lesa og lesa og ekki að hætta fyrr en hann hafði fengið einhver svör við efasemdum sínum og finna leið til að gera líf sitt áhugaverðara og að meira ævintýri.

Unga manninum tókst ekki að lesa 500 síður á dag en hann hefur lesið 400 bækur spjaldanna á milli á þeim tveimur árum sem eru liðin, 200 bækur á ári. „Þessi ákvörðun er sú besta og mikilvægasta sem ég hef tekið í lífi mínu. Bækurnar gáfu mér hugrekki, sannfærðu mig um að segja upp starfi mínu, gáfu mér ný viðmið og ég sé heiminn með nýjum hætti. Ég er glaður. Auðvitað langar mig til að bæta við að það sé mikið afrek að lesa 200 bækur á ári en það er það ekki. Þetta geta allir.“

 1. Ekki gefast upp áður en þú byrjar.
  Þegar Jóni og Gunnu er bent á þetta góða ráð að lesa 500 síður á dag eru viðbrögðin oftast á einn veg: „Gleymdu því! Það er ómögulegt!“ Og afsakanirnar hafa þau á reiðum höndum:  „Ég hef ekki tíma.“ „Ég er ekki nógu gáfuð.“ „Bækur eru ekki mín deild.“ 

  Hvað það þýðir að lesa til dæmis 200 bækur á ári? Hve mikill tími fer í það?
 2. Reiknaðu
  Hvað tekur það margar klukkustundir að lesa 200 bækur? Samkvæmt rannsóknum lesa meðallæsir einstaklingar um 30 blaðsíður á klukkustund í einbeittum lestri. Að meðaltali eru bækur um 200 blaðsíður og því tekur 6 klukkustundir og 40 mínútur að lesa eina bók. Samkvæmt þessu tekur um það bil 1.333 klukkustundir að lesa 200 bækur.
  „Vá! 1.333 klukkutíma! Hvar á ég að finna 1.333 klukkutíma?“
 3. Hvar finn ég tíma til að lesa?
  1.333 klukkutímar eru sannarlega langur tími. En ef þessir klukkutímar eru settir í nýtt samhengi kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós.

  Kannanir frá árinu 2021 sýna að meðal Evrópubúi sitji að jafnaði 220 mínútur á dag fyrir framan sjónvarp, eða 3 tíma og 40 mínútur. Á ári glápa þeir sem sagt í 1.338 klukkustundir á sjónvarpsskjá.

  Kannanir frá árinu 2022 sýna að Evrópubúar nota að meðaltali 2 klukkustundir og 31 mínútu á samfélagsmiðlum á hverjum degi. Á ári eru þetta 913 klukkustundir. (Sú þjóð sem ver mestum tíma á samfélagsmiðlum er Nígería eða 4 klukkustundir og 20 mínútur!)

  Samkvæmt þessu sitja Evrópubúar í 2.251 klukkutíma fyrir framan skjái á ári sem er sá tími sem það tekur að lesa um 350 bækur. Tímaskortur er því ekki ástæða þess að maður les ekki margar bækur á ári hverju heldur sú ákvörðun að nota tíma sinn frekar í sjónvarp og samfélagsmiðla.
 4. Framkvæmdin
  Það er sífellt hamrað á því hversu mikilvægur bóklestur er, bæði fyrir börn og fullorðna. Flestir vita að þeir ættu að lesa meira en gera það samt ekki. Margir telja að tímanum fyrir framan Facebook og Instagram sé ekki sérlega vel varið en tök tæknirisana með alla sína algóritma eru sterk. Hvernig getur maður sloppið úr greipum þessara dópamín sérfræðinga? Hvernig getur maður látið það gerast að maður taki bók framyfir Instagram?
  a) Að skapa réttar aðstæður og fjarlæga allt sem gæti truflað og eyðilagt einbeitinguna. Burt með símann á meðan lestri stendur.
  b) Rannsóknir sýna að viljastyrkur er ofmetinn eiginleiki. Vísindarannsóknir sýna að viljastyrkurinn einn getur sjaldnast hjálpað þér til að taka upp hollari og betri siði. Hins vegar er vani eitt sterkast afl mannshugans. Að skapa sér venjur í kringum lestur er vænlegast til árangurs. (Ein sú bóka sem gæti hjálpað hér  er bókin Superhuman by Habits).

Samkvæmt nýjustu fréttum segist ungi maðurinn frá Köln hafa fundið gleðina að nýju. „Líf mitt hefur fengið tilgang. Nú skrifa ég um það sem ég læri og það eru meira en 20.000 manns sem eru áskrifendur að skrifum mínum. Ég hef kynnst nýjum hliðum lífsins sem veita mér innilega gleði. Ef ég hefði ekki tekið þá ákvörðun að byrja að lesa á skipulegan hátt sæti ég örugglega enn á mínum stól á 9. hæð í Deutsche Bank í Köln og skotraði augunum aðra hverja mínútu á klukkuna í efsta horni tölvuskjásins og hlakkaði til þess að vinnudeginum væri lokið, hlakkaði til fríhelgarinnar og óttaðist um leið að svona ætti líf mitt eftir að vera næstu fjörutíu ár.“

Orhan Pamuk – MYND: Heimasíða rithöfundarins

Þess má geta að tyrkneski nóbelsverðlaunahafinn í bókmenntum Orhan Pamuk lét hafa eftir sér í nýju áramótaviðtali að það sem hefði umbreytt lífi hans – gert hann þeim manni sem hann er – var sú ákvörðun að lesa eina bók á dag. Ég er annar maður. Líf mitt er gott. Sál mín sterk. Ég hvíli í sjálfum mér. Þetta er besta ákvörðun lífs míns.“

Nýtt efni

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Amalfiströndin eða Costiera Amalfitana í Campania-héraði er talin meðal mest heillandi ferðamannaslóða Ítalíu. Ströndin snýr að Salernoflóa og Tyrrenahafi, litríkir bæirnir kúra undir bröttum hlíðum Sorrentine-skaga og hafa laðað til sín gesti víða að frá 18. öld, fyrst fína fólkið en síðan fjölbreyttari mannflóru. Yfirvöld vilja fá enn fleiri gesti og unnið er að því …

„Lítil umferð kemur sér vel. En ef bílum fjölgar mikið þá verður þetta verra því vegirnir eru ekki hannaðir fyrir bæði bíla og hjól,“ segir Tyler Wacker hjá fyrirtækinu „Cycling Westfjords“ á Ísafirði, sem bæði býður upp á þjónustu fyrir hjólreiðafólk og heldur úti „Arna Westfjords Way Challenge“, 960 kílómetra hjólreiðakeppni eftir Vestfjarðaleiðinni svokallaðri. „En …

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …