Samfélagsmiðlar

Tíu ára gamall menningarviti slær í gegn

Hann er 10 ára og ef maður vissi ekki betur gæti maður haldið að hann væri persóna í sögu eftir Astrid Lindgren. Hann heitir meira að segja Carl Blomqvist, nærri því alnafni leynilöggunnar Kalla Blomkvist í sögum Lindgrens. En Carl er af holdi og blóði og kemur frá smábænum Mariefred í Svíþjóð þar sem búa um það bil 5.000 manns.

Carl Blomqvist er orðinn landsþekktur eftir mikla fjölmiðlaumfjöllun - SKJÁMYND: TV4

Fyrir nokkrum mánuðum tók Carl Blomqvist upp á því að búa til stutt myndbönd sem hann birti á TikTok og Instagram. Í myndböndunum mælir hann með tilteknum bókum og hvetur jafnaldra sína til að lesa meira. En hann gekk skrefinu lengra en bara að búa til stutt hvatningarmyndbönd. Í lok september á síðasta ári hélt hann af stað til Gautaborgar til að taka þátt í bókamessunni sem þar fer fram ár hvert. Á bókamessunni tókst honum með töluverðu snarræði að lokka þekkta rithöfunda til að tala um bóklestur þeirra fyrir myndböndin sín. Einnig tókst honum að ná tali af  Svíaprinsinum Carl Philip um bóklestur og um þær bækur sem prinsinn heldur upp á. Hefur lestrarherferð hins unga Blomkvist vakið svo mikla eftirtekt að menntamálaráðherra landsins Parisa Liljestrand valdi hann áhrifavald ársins í stórblaðinu Dagens Nyheter.  

Forsíða Draugsins í Pax-bókaflokknum – MYND: Forlagið

„Ég fékk hugmyndina að þessum myndböndum þegar ég hafði lesið Pax-bókaflokkinn eftir Inger Korsell og Åsa Larsson. Mér fannst bækurnar svo rosalega góðar. Það var í fyrsta skipti sem að bók hafði svona mikil áhrif á mig. Þetta var mikil upplifun og ég vildi deila henni með öðrum. Ég vildi segja öðrum hversu góðar Pax-bækurnar eru. Ég fékk lánaðan aðganginn að Instagram-reikningnum hans pabba,“ sagði Carl Blomqvist í viðtali við sænska sjónvarpið, „og setti myndbandið þar inn.“

Pabbi Carls, sem er rithöfundur, var fús til að leyfa syninum að nota Instagram-reikninginn. Myndbandið sem Carl bjó til lenti því hjá fylgjendum föðurins og hin svokölluðu likes streymdu inn og aldrei fyrr hafði pabbi Carls fengið jafnmörg jákvæð komment á færslur sínar.

Þessi uppörvandi viðbrögð efldu Carl Blomqvist mjög. Hann hélt áfram að framleiða ný myndbönd og segja frá því sem hann var að lesa en sló algjörlega í gegn á landsvísu þegar hann sendi frá sér ákaflega ljóðrænt myndband þar sem hann lofsöng bókaflokk Johans Unenge og Måns Gahrton um Evu og Adam.

„Maður má ekki gleyma því að það eru ekki bara börn sem lesa minna. Þetta er líka vandamál hjá hinum fullorðnu. Fullorðið fólk lesa líka minna. Bæði börn og fullorðnir velja frekar að sitja fyrir framan skjái en að lesa bækur. Dópamínkikkið kemur fyrr með því að renna í gegnum kattamyndbönd á Instagram eða horfa á glæpaseríur á Netflix en að lesa bók. Það er þess vegna sem heilinn velur skjáinn,“ sagði hinn ungi spekingur.

Carl Blomqvist – MYND: TV4

Carl Blomqvist er hins vegar enginn andstæðingur skjánotkunar. Hann spilar sjálfur tölvuleiki og notar samfélagsmiðla til að ráðleggja um bækur. „Það sem er mikilvægt,“ segir hann, „er að maður límist ekki bara við símann sinn, eða tölvuna sína, heldur lesi líka bækur – og leiki sér úti.“

Nýtt efni

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …