Samfélagsmiðlar

„Við gerum nánast allt sjálf“

Meðal þess sem er sjarmerandi við ferðaþjónustu á Íslandi, ekki síst á landsbyggðinni, eru litlu fjölskyldufyrirtækin. Arnar Sigurðsson og fjölskylda á Húsavík reka eitt slíkt utan um íbúðagistingu og hvalaskoðun. „Það er engin yfirbygging," segir Arnar, sem sótti Mannamót í Kópavogi.

Arnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri. Í baksýn sjást dæturnar Sólveig Ása og Svava Hlín sinna áhugasömum gesti á Mannamóti - MYND: ÓJ

Á Mannamóti mátti sjá sjóbarða frumkvöðla í hvalaskoðunargeira ferðaþjónustunnar. Arnar Sigurðsson á Húsavík er einn þeirra. Hann stóð fyrir hvalaskoðun frá Húsavík á árunum 1994 til 2000 eða þar til Norðursigling keypti af honum reksturinn. Síðan vann hann hjá öðrum en lét sig gjarnan dreyma um að byrja aftur. Síðasta sumar rættist draumurinn og eikarbáturinn Moby Dick sigldi um Skjálfanda með ferðafólk í leit að hvölum. Fyrsta ferðin var farin 1. júlí. Hvalaskoðunarfyrirtæki Arnars og fjölskyldu hans heitir Friends of Moby Dick

„Þetta er svo gaman að það er ómögulegt að hætta,“ segir Arnar Sigurðsson eftir 23 ára pásu í rekstri hvalaskoðunarfyrirtækis.

Íbúðahótelið Gamli skólinn með höfnina og Kinnarfjöllin í baksýn – MYND: Gamli skólinn

„Ég bæti hvalaskoðuninni við annan rekstur. Við erum með hótelíbúðir til leigu í húsi gamla barnaskólans á Húsavík, sem við gerðum upp og innréttuðum þar íbúðir. Með Gamla skólanum og Friends of Moby Dick vildum við skapa vinnu fyrir fjölskylduna. Við hjónin eigum tvær dætur og við vinnum öll við þetta. Erum að reyna að búa til umgjörð um þetta tvennt: gistinguna í Gamla skólanum og hvalaskoðunina með Moby Dick,“ segir Arnar um reksturinn sem hann, eiginkonan Ásdís Brynja Jónsdóttir og dæturnar Svava Hlín og Sólveig Ása annast í sameiningu.

Moby Dick í Húsavíkurhöfn – MYND: Friends of Moby Dick

Moby Dick er 26 tonna eikarbátur, smíðaður í Hafnarfirði 1976 en var keyptur til Húsavíkur frá Neskaupstað. Báturinn er með leyfi til að flytja 45 farþega en Arnar segir að þau hafi miðað við að vera með 35 um borð síðasta sumar og að vel hafi farið um alla.

Ein vertíð er að baki í þessari seinni lotu á ferli þínum í hvalaskoðuninni. Hvernig eru horfurnar með sumarið?

„Horfurnar eru mjög góðar. Við byrjuðum í fyrrasumar nánast upp úr engu. Það hafði ekki farið fram mikil markaðssetning en okkur gekk framar vonum. Það var fullbókað í flestar ferðir.“

Einhver gæti sagt að það hafi verið fyrir alveg nóg af hvalaskoðunarfyrirtækjum á Húsavík – óþarft væri að bæta við því fjórða. Hverju svarar þú svona efaemdarröddum?’

„Við mótum okkar sérstöðu. Fyrirtæki okkar er lítið og fjölskylduvænt, stefnir ekki að því að sinna mörgum gestum. Við siglum með færri farþega en leyfi eru fyrir og veitum persónulega þjónustu. Um háönnina er yfirflæði frá hinum fyrirtækjunum. Þess vegna held ég að það hafi verið pláss fyrir svona lítið fyrirtæki eins og Friends of Moby Dick.“

„Það er mikill vöxtur í þessari grein og ég er mjög bjartsýnn á framtíðina.“ – MYND: ÓJ

Hvalaskoðun virðist blómstrandi atvinnugrein fyrir norðan. Ertu bjartsýnn á framtíð þessarar tegundar ferðaþjónustu?

„Já, ég myndi segja það. Það fóru 131 þúsund manns í hvalaskoðun frá Húsavík í fyrra. Það er mikill fjöldi. Síðan hefur verið mikill vöxtur líka á Eyjafirði, bæði frá Akureyri en líka frá stöðum við utanverðan fjörðinn: Hauganesi, Árskógssandi og Grenivík. Það er mikill vöxtur í þessari grein og ég er mjög bjartsýnn á framtíðina. Við notum veturinn til að vinna í markaðsmálunum og þegar er talsvert mikið búið að bóka í ferðir næsta sumar – bæði í hvalaskoðun og í gistingu. Við erum ekki með miðasölu á staðnum, seljum allt á netinu. Það er engin yfirbygging. Við gerum nánast allt sjálf. Ég held að tilkoma okkar auki fjölbreytileikann.“

Hefur þú áhyggjur af miklum siglingum stórra skipa eins og skemmtiferðaskipa meðfram ströndinni og inn á Skjálfanda?

„Ég hef í sjálfu sér ekki miklar áhyggjur af því en umræðan er í gangi. Það þarf bara að stýra þessu. Við eigum að markaðssetja Húsavík fyrir minni skip, eitt eða tvö skip á dag. Undirbúningur er hafinn á vegum sveitarfélagsins og Húsavíkurstofu um að markaðssetja Húsavík sem áfangastað 200 – 500 manna skemmtiferðaskipa, reyna að ná til þeirra en ekki fá stærstu skipin. Við höfum eiginlega ekki hafnarpláss fyrir þau og svo er þetta alltaf spurning um ásýnd svona lítils bæjarfélags eins og Húsavíkur ef tvö til þrjú skemmtiferðaskip liggja fyrir utan. Það er eitthvað sem okkur vantar ekki.“

Nýtt efni

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …