Samfélagsmiðlar

Vínbændur í Bordeaux svara kalli tímans

Coralie de Boüard er í hópi vínbænda í Bordeaux sem ákvað að bregðast við kröfum samtímans og framleiða bragðsgóðan þrúgusafa án vínanda. Stöðugt fleira yngra fólk tekur óáfenga drykki fram yfir áfenga. Gæði óáfenga vínsins fara vaxandi af því að meiri metnaður er lagður í framleiðslu þess.

Coralie de Boüard úti á akrinum - MYND: Château Clos de Boüard/Bonnaud Guillaume

Vínbúgarðurinn Château Clos de Boüard er í Montagne-Saint-Émilion í Bordeaux, þekktasta vínhéraði heims. Framleiðsla héraðsins er eftirsótt, allir sem kunna á annað borð að meta gott vín vilja gjarnan lyfta glasi af Bordeaux af og til. En hinum fjölgar meira sem kæra sig ekki um vínandann í flöskunni. Coralie De Boüard stýrir vínbúgarði fjölskyldunnar farsællega og hefur ekki síst vakið athygli fyrir framleiðslu á óáfengu gæðavíni. Hún er í vaxandi hópi vínbænda í Bordeaux sem framleiða vín með mjög litlu eða engu alkóhólmagni. 

„Við verðum að fylgja straumi tímans – Bordeaux verður að aðlagast. Ég vil frekar stýra lestinni en sitja bakatil í einum vagnanna,“ hefur AFP-fréttastofan eftir Coralie De Boüard. Nú í ársbyrjun láta fleiri en venjulega það vera að drekka áfengi og eitt af því sem er í boði fyrir þá sem vilja samt fá keim af þrúgunum í Bordeaux er óáfenga rauðvínið Prince Oscar frá Château Clos de Boüard. Það er sagt hafa jarðarber og létthitaðar plómur í nefi. 

Hinn óáfengi Prince Oscar – MYND: Château Clos de Boüard

Gerjun og lögun á Prince Oscar er sú sama og við vinnslu hefðbundinna vína en síðan er alkóhólið fjarlægt í lofttæmi á 32 gráðu hita, sem er nógu kalt til að bragðgæði vínsins rjúki ekki í burtu. „Okkur hefur tekist að halda í eiginleika vínsins með því að bæta við samþjöppuðum berjasafanum (must),“ segir Coralie og vísar þar til þykknis úr hýði, steinum og sprotum sem falla til þegar safinn er kreistur úr berjunum.

Coralie De Boüard er stolt af Prince Oscar, sem hún segir að henti vanfærum konum og fólki sem getur eða má ekki drekka vín af læknisfræðilegum eða trúarlegum ástæðum – líka íþróttafólki. Hún hefur sérstaklega hug á að beina Prinsinum að ungum Frökkum. Á síðasta ári sagðist nærri einn af hverjum þremur Frökkum hafa drukkið óáfengan eða lítt áfengan bjór og vín. Nærri helmingur var undir 25 ára aldri. 

Fullvaxnar þrúgur í Bordeaux – MYND: Unsplash/Pierre Ducher

Þetta er skýr vísbending um hvað koma skal og víngerðarfólkið á Château Clos de Boüard ætlar að svara kalli tímans. Raunar segir Coralie að sá árangur að hafa tekist að selja 50 þúsund flöskur af óáfengu víni hafi verið björgunarhringurinn sem hélt búgarði hennar á floti á tímum þegar Bordeaux væri að takast á við minnkandi efdtirspurn og afleiðingar offramleiðslu. 

Margir telja að ómögulegt sé að óáfengt vín hafi sama eftirbragð og góð hefðbundin vín státa af. Víngerðarhúsið Château Edmus þarna í grenndinni sendi nú í mánuðinum frá sér fyrstu 1.200 flöskurnar af Zero by Edmus, alkóhóllausu Bordeaux-rauðvíni. „Því betra sem vínið er í grunninn því ljúffengara er það án alkóhóls,“ segir Laurent David, eigandi Edmus, sem telur að framtíðarmöguleikar óáfengs víns felist helst í því ef veitingahús bjóði upp á það í stökum glösum. 

Vínrækarsvæði í Bordeaux – MYND: Unsplash/Mathieu Odin

Philippe Cazaux, forstjóri samlags fjölskyldureknu víngerðarhúsanna í Bordeaux, segir að lækkun á áfengisinnihaldi vínsins sé eðlilegt viðbragð við kröfum vaxandi fjölda heilsumeðvitaðra neytenda. Samlagið fjárfesti í þessu skyni fyrir 2,5 milljónir evra í lofttæmibúnaði til að lækka áfengishlutfallið úr 12-14 prósentum í 0-9 prósent. Vonast er til að hálf milljón flaskna af þessu ofurlétta víni fari á markað á árinu. 

Þrátt fyrir að enn séu margir marineraðir smekkmenn á vín fullir efasemda um þessi nýju uppátæki – og telja fráleitt að óáfengt vín verði nokkru sinni jafn gott og áfengt – þá segjast talsmenn vínbænda í Bordeaux bjartsýnir á að þeim takist það „ómögulega“ – að búa til óáfengt gæðavín sem hýrgi dálítið engu að síður. 

Nýtt efni

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …

Skotar hafa löngum verið hrifnir af hafragraut. Fornleifarannsókn á Suðureyjum á vegum Bristolháskóla árið 2022 leiddi í ljós að hafragrautur hefur verið hluti af mataræði þeirra árþúsundum saman. Á miðöldum einkenndist veðurfar í Skotlandi af miklum raka og skornum skammti af sólarljósi. Þar af leiðandi náðu aðeins harðgerðustu korntegundir að vaxa og upp frá því …

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Amalfiströndin eða Costiera Amalfitana í Campania-héraði er talin meðal mest heillandi ferðamannaslóða Ítalíu. Ströndin snýr að Salernoflóa og Tyrrenahafi, litríkir bæirnir kúra undir bröttum hlíðum Sorrentine-skaga og hafa laðað til sín gesti víða að frá 18. öld, fyrst fína fólkið en síðan fjölbreyttari mannflóru. Yfirvöld vilja fá enn fleiri gesti og unnið er að því …

„Lítil umferð kemur sér vel. En ef bílum fjölgar mikið þá verður þetta verra því vegirnir eru ekki hannaðir fyrir bæði bíla og hjól,“ segir Tyler Wacker hjá fyrirtækinu „Cycling Westfjords“ á Ísafirði, sem bæði býður upp á þjónustu fyrir hjólreiðafólk og heldur úti „Arna Westfjords Way Challenge“, 960 kílómetra hjólreiðakeppni eftir Vestfjarðaleiðinni svokallaðri. „En …