Samfélagsmiðlar

Áhrifaríkur höfundur enduruppgötvaður

Natalia Ginzburg - MYND: Verso Books

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og alveg upp úr þurru í endurnýjaða lífdaga – þökk sé hinu nýja stórstirni á bókmenntahimninum, Sally Rooney. Rooney sem skrifaði bækurnar Okkar á milliEins og fólk er flest og Fagri heimur, hvar ert þú? skrifaði eldheita lofgrein í breska stórblaðið The Guardian um Ginzburg og bækur hennar, sem vakti gífurlega athygli og beindu sjónum bókmenntaunnenda að hinum látna ítalska höfundi. En það var þó ekki bara Sally Rooney sem hafði tekið eftir bókum ítalska höfundarins. Það var eins og himnarnir hefðu skyndilega opnast því á sama tíma og Sally Rooney gaf sinn vitnisburð skrifuðu bæði Rachel Cusk og Maggie Nelson, sem hafa þótt athyglisverðustu kvenrithöfundar síðari tíma, um það hversu mikil áhrif Natalia Ginzburg hefði haft á bókaskrif þeirra.

Forsíða enskrar útgáfu Tutti i nostri ieri – MYND: New Italian Books

Í dagblaðsgreininni segir Sally Rooney frá kynnum sínum af verkum Ginzburg og þeirri opinberun sem hún varð fyrir við lestur bóka hennar: „Þegar ég las bækur Natalia Ginzburg fyrir nokkrum mánuðum leið mér eins og ég væri að lesa eitthvað sem hefði verið skrifað sérstaklega fyrir mig, eitthvað sem hefði verið skrifað inni í huga  mínum eða hjarta. Ég varð svo hissa yfir að hafa aldrei heyrt um bækur Ginzburg: að enginn sem þekkti mig hefði aldrei minnst á bækur hennar við mig. Það var eins og væri að færa í letur mjög mikilvægt leyndarmál sem ég hefði allt mitt líf beðið eftir að uppgötva.  Það sem hún setti í orð var miklu mikilvægara en allt sem ég hef skrifað eða hef reynt að skrifa. Orð hennar virtust tjá eitthvað sem var svo einlæglega satt um það hvernig ég skynjaði lífið og um lífið sjálft. Að verða fyrir slíkri uppljómun við lestur gerist, í mínu tilviki, mjög sjaldan, að komast á þennan hátt í snertingu við það sem virðist vera kjarni mannlegrar tilveru. Allir okkar liðnu dagar er á meðal merkilegustu bóka sem hafa verið skrifaðar á tuttugustu öld og Ginzburg er á meðal stórkostlegustu rithöfunda allra tíma. Ég segi bara sem lesandi, sem rithöfundur og sem manneskja að verk Natalia Ginzburg hafa snert mig  djúpt og umbreytt lífi mínu.“

Sally Rooney – MYND: Faber & Faber

Þetta voru orð Sally Rooney í The Guardian og viðbrögð lesenda þessa metnaðarfulla dagblaðs þyrptust út í bókabúð til að komast í tæri við bækur Ginzburg og vonast eftir að verða fyrir sömu hugljómun og rithöfundurinn ungi.

Natalia Ginzburg (fædd Levi) fæddist í borginni Palermo á Sikiley árið 1916. Hún og fjögur systkini hennar ólust upp í Torino (vöggu ítalsks frjálslyndis á þessum árum) þar sem pabbi þeirra var kennari í Torinoháskóla. Á heimili Ginzburg fjölskyldunnar var mjög gestkvæmt og þar voru listamenn, iðnjöfrar og menntamenn tíðir gestir og mikið líf í kringum fjölskylduna. Þótt pabbi hennar væri gyðingur af miklum ættum frá Odessa í Úkraínu og mamma hennar kaþólikki voru Natalia og systkini hennar alin upp í trúleysi.

Árið 1938, þegar Natalia var 22 ára, giftistu hún gyðingnum og einum af aðalmönnum andfasistahreyfingarinnar á Ítalíu, Leone Ginzburg. Þau eignuðust þrjú börn saman. Hún gaf út fyrstu bók sína, La strada che va in città. (Vegurinn til borgarinnar) árið 1942. Fasistastjórnin hafði gefið út lög sem takmörkuðu útgáfu bóka eftir gyðinga og því varð Natalia að gefa bókina út undir dulnefninu Alessandra Tornimparte. Vegna baráttu þeirra Ginzburg hjóna gegn fasistahreyfignunni voru þau send í útlegð til lítils þorps í Abruzzohéraði á stríðsárunum. En þau laumuðust úr útlegðinni og settust að í Róm og bjuggu þar í leynum. Þar starfaði Leone við útgáfu andfasísks dagblaðs. Árið 1944 var Leone handtekinn og lést eftir pyntingar fulltrúa fasistastjórnarinnar. 

Ári eftir dauða Leone lauk seinni heimsstyrjöldinni. Natalia var því orðin ekkja og móðir þriggja barna 28 ára gömul. En það er einmitt þessi reynsla sem hún fjallar um í bókum sínum og mótar skrifa hennar; uppvöxturinn, hjónabandið, móðurhlutverkið, dauði eiginmannsins og siðferðileg og pólitísk upplausn í seinni heimsstyrjöldinni. 

Natalia Ginzburg var nokkuð afkastamikill höfundur og liggja fyrir eftir hana bæði skáldsögur, leikrit og smásögur. Þekktustu verk hennar eru Lessico famigliare, (sem hefur fengið titilinn The Things We Used to Say á ensku), Tutti i nostri ieri, (Allir okkar liðnu dagar),  Caro Michele (Kæri Michele, sem hefur fengið titilinn Happyness, as such í ensku útgáfunni.)

Nýtt efni

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …

Icelandair tekur í notkun þrjár nýjar Boeing Max þotur fyrir sumarvertíðina og sú fyrsta er komin til landsins en hún er fengin af lager flugvélaframleiðandans í Seattle. Hinar tvær eru splunkunýjar og segir Guðni Sigurðsson, talsmaður flugfélagsins, að þær séu báðar komnar af færibandinu og nú fari fram lokaskoðun á þeim. Von er á þessum …

Íslendingar hafa líklega önnur viðmið um það hvað sé hæfilega margt fólk samankomið á einum stað en þjóðir sem vanar eru meiri mannþröng og umferðarþunga alla daga. Sjálfsagt er það eigingjarnt og sjálfmiðað að ætlast til þess að fá að ganga einsamall í friði og ró niður Almannagjá á Þingvöllum á góðum sumardegi. Þeir dagar …

Frestur til að skila inn tilboðum í 35 prósent hlut Landsbankans í Keahótelin, eina stærstu hótelkeðju landsins, rann út fyrir síðustu jól. Ennþá er söluferlið í gangi samkvæmt svari frá bankanum en engar nýjar upplýsingar er að fá um stöðuna. Hluturinn í Keahótelunum var auglýstur til sölu í lok nóvember í fyrra og þá sagði …

Wizz Air er meðal þeirra flugfélaga í heiminum sem losa minnst af CO2 og hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir viðleitni til sjálfbærni. Þessi árangur skýrist fyrst og fremst af því að ungverska félagið er með nýjan flugflota í þjónustu sinni, aðallega Airbus A321neo sem flestar eru innan við fimm ára gamlar. Þá hjálpa góð sætanýting …

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …