Samfélagsmiðlar

Drekar, álfar og djöflar, ástardrama og eldheitar kynlífssenur

Romantasy er sú bókmenntagrein sem vex hraðast í heiminum um þessar mundir og njóta bækur bandaríska rithöfundurins Sarah J. Maas nú hvað mestra vinsælda.

Nýjasta bók Sarah J. Maas í bókabúð Eymundsson - MYND: ÓJ

Hún er svo vinsæl, bandaríski rithöfundurinn Sarah J. Maas, að þegar þriðja bindið í Crescent City-bókaflokknum kom út þann 30. janúar síðastliðinn stóðu aðdáendur hennar í löngum röðum í vetrarkuldanum fyrir framan bókabúðirnar sem höfðu ákveðið að opna búðir sínar á miðnætti á útgáfudeginum í New York og víðar um Bandaríkin. Þessar raðir fyrir framan bókabúðirnar minntu á tímann þegar Harry Potter-bækurnar voru að koma út. Bókin House of Flame and Shadow hafði selst í 120.000 eintökum í fyrstu vikunni eftir útgáfu og þar með varð Sarah J. Maas stærsti keppinautur sjálfs sín því á metsölulista The New York Times sátu þegar fyrir þrjár af bókum hennar. Sara J. Maas hefur selt samanlagt meira en 40 milljónir bóka í öllum heimshornum.

Sarah J. Maas – MYND: sarahjmaas.com

En hvað í ósköpunum ræður vinsældum þessa unga höfundar, Sarah J. Maas, sem nú er 38 ára gömul? Hún þótti sérlega góður námsmaður og dúxaði hvað eftir annað í námi sínu í menntaskóla og háskóla. Hún byrjaði að skrifa þegar hún var 16 ára. Hún hafði lokið við að semja nokkra kafla í bók, Throne of Glass,  sem síðar varð frumraun hennar í skáldsagnagerð. En Maas lagði í fyrstu þessa kafla inn á vefsíðu sem heitir FictionPress.com þar sem sagan varð strax mest lesna saga vefsíðunnar. Síðar fjarlægði Maas söguna af vefnum þar sem hún hafði fengið vilyrði frá útgefenda um að gefa út söguna út á prenti þegar hún hefði lokið við að fullskrifa hana.

Drekar, álfar og djöflar, yfirspennt ástardrama og eldheitar kynlífssenur. Og það er einmitt þetta sem einkennir þá bókmenntagrein sem Maaas skrifar inn í, eða Romantasy (Romance+Fantasy), en það er sú bókmenntagrein sem vex hraðast í heiminum um þessar mundir.

Vinsældir sínar á Romantasy fyrst og fremst að þakka BookTok sem er undirdeild á TikTok samfélagsmiðlinum. En einmitt þar tjá notendur aðdáun sína og ástríðu fyrir bókum – á Instagram heitir sambærilegur undirhópur Bookstagram. Myllumerkið Romantasy hefur verið notað meira en 800 milljón sinnum á TikTok á síðasta ári og hrifningin virðist bara vaxa. Samkvæmt grein sem birtist á The Washington Post um þetta fyrirbæri hefur salan á bókum innan Romantasy-geirans vaxið um 42 prósent á tímabilinu 2022 til 2023.

Bækur Sarah J. Maas eru fyrirferðarmiklar í fantasíubókahillu Eymundsson – MYND: ÓJ

Það eru sérstaklega Sara J. Maas, Leigh Bardugo og Rebecca Yarros sem hafa dregið vagninn og selt bílfarma af bókum sínum. Í heimi bókaútgáfunnar er litið á þessa þróun sem byltingarkennda og voru bækur í þessum flokki þær lang eftirsóttustu á bókamessunum í London og Frankfurt í fyrra.

Einkenni þessara sagna er að nær alltaf er kona aðalpersóna bókanna og oft hefur hún yfirnáttúrulega krafta – og það sem er mikilvægast: hún á yfirleitt í mjög flóknum ástarsamböndum. En það er einmitt persónuleg sambönd og tengsl fólks sem megináherslan er lögð á í þessari bókmenntagrein. Og yfirleitt er ekki langt frá innilegu hatri milli persóna þar til þær enda saman í rúminu.

Þessar sögur fá einkunnir hjá notendum BookTok í chilli-táknum allt eftir því hversu „krydduð“ bókin er. Því bersöglari sem kynlífssenurnar eru því heitari er bókin: eitt chilli-tákn fyrir nokkra bersögli og allt upp í þrjú chilli-tákn þar sem ástarsenurnar eru logandi heitar.

Hér á Íslandi er sala Romantasy-bóka vaxandi og einmitt í síðustu viku sat bók Sarah J. Maas í öðru sæti á metsölulista Eymundsson yfir bækur á erlendum tungumálum.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …