Samfélagsmiðlar

Grauturinn góði í útrás

Hafragrautur er ef til vill ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar minnst er á matarvagna. Það var hins vegar einn slíkur sem hreiðraði um sig á tónlistarhátíðum, bændamörkuðum og öðrum stærri mannamótum Skotlands árið 2005 við miklar vinsældir og hefur nú vaxið ásmegin svo um munar.

Stofnendur og eigendur Stoats, Tony Stone og Bob Arnott - MYND: OfficePantry

Skotar hafa löngum verið hrifnir af hafragraut. Fornleifarannsókn á Suðureyjum á vegum Bristolháskóla árið 2022 leiddi í ljós að hafragrautur hefur verið hluti af mataræði þeirra árþúsundum saman. Á miðöldum einkenndist veðurfar í Skotlandi af miklum raka og skornum skammti af sólarljósi. Þar af leiðandi náðu aðeins harðgerðustu korntegundir að vaxa og upp frá því urðu hafrar sífellt mikilvægari hluti af mataræði fólks. Hafrauppskera var mun áreiðanlegri en hveiti eða maís og verandi einföld, aðgengileg og ódýr fæða urðu hafrar fljótt mikilvæg næring fyrir lægri stéttir þjóðfélagsins. Þá voru ýmsar útgáfur, svo sem „gruel“ sem er þunn útgáfa sem jafnvel gæti flokkast sem hafraseyði, „sowans“ þykkur drykkur úr gerjuðum höfrum, og svokallaður „hasty pudding“, þykkur vellingur sem var gerður sætur á tyllidögum.

Það voru svo þeir Tony Stone og Bob Arnott sem fengu styrk frá Princes Trust-góðgerðasjóðnum árið 2005 og tóku til við að breyta gömlum pylsuvagni í matarvagn sem fékk heitið Stoats Porridge Bar. Hann varð fljótt einskonar lífsbjörg lítt nærðra en ofvökvaðra tónleikahátíðargesta enda bauð hann upp á kjarngóðan, strangheiðarlegan hafragraut í ýmsum útgáfum á viðráðanlegu verði.

Hafrar í sinni einföldustu mynd – MYND: Unsplash

Síðan þá hefur Stoats vaxið og dafnað svo um munar. Eldhús þeirra félaga hefur færst úr matarvagninum yfir í um það bil hundraðfalt stærra iðnaðarhúsnæði í Edinborg með hátt í 40 starfsmenn. Þaðan koma nú meira en tíu milljón hafrastykki í fimm bragðtegundum á ári hverju að ógleymdum skyndihafragraut og bragðbættum graut í nokkrum útgáfum. Allt er þetta nú fáanlegt í matvöruverslunum hér á landi. 

Markaðsmál Stoats manna voru fyrst um sinn með nýstárlegri nálgun enda höfðu þeir ekki efni á sérhæfðu markaðsteymi eins og þeir hafa innan sinna vébanda í dag. Árið 2007 komust þeir í Heimsmetabók Guinness fyrir að búa til stærsta hafragrautsskammt í heimi á bændamarkaði í Edinborg. Grautarskálin vóg 81,2 kíló sem gerði hvorki meira né minna en 2.000 skammta af graut. Stoats eru jafnframt forsprakki Alþjóðlega hafragrautsdagsins, 10. október, sem hefur það markmið að safna framlögum til góðgerðafélagsins Mary‘s Meals og útvega börnum í fátækari löndum heimsins næringarríkan mat. Frá árinu 2016 hefur Stoats farið fremst í flokki í árvissum viðburði Skota, Loony Dook, þar sem fjöldi manns kemur saman og reynir að hrista af sér kusk gamlárskvöldsins með því að klæða sig upp í grímubúninga á nýársdag, skella í sig skál af hafragraut og fá sér sundsprett í ísköldum sjó.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …