Samfélagsmiðlar

Japanska hagkerfið skreppur saman

Efnahagslegur samdráttur í Japan á síðasta fjórðungi 2023 leiddi til þess að landið telst nú fjórða stærsta hagkerfi heims á eftir Bandaríkjunum, Kína og Þýskalandi. Japanska þjóðin eldist hratt og eyðir litlu. Þá veldur tregða til að opna fyrir innflutning á fólki því að vinnuafl skortir og framleiðni minnkar.

Veitingamaður í Tókýó - MYND: ÓJ

Þjóðarframleiðsla í Japan dróst saman um 0,4 prósent frá októberbyrjun til ársloka 2023 en árinu í heild mældist 1,9 prósenta vöxtur. Samdráttur hófst um mitt ár og stóð til loka þess. Japanska hagkerfið var það næst stærsta í heiminum til ársins 2010 þegar Kína fór fram úr og kom næst á eftir Bandaríkjunum. Á síðasta ári missti Japan þriðja sætið til Þýskalands.

Helsta skýringin á samdrættinum í japanska hagkerfinu er veiking þjóðargjaldmiðilsins gagnvart Bandaríkjadollar en líka stöðugt hækkandi lífaldur, minni framleiðni og samkeppnishæfni. Þá bætir mikil aðhaldssemi almennings í Japan ekki úr skák. Fólk eyðir einfaldlega ekki nógu miklum peningum. Fyrirtækin í landinu bregðast við með því að fjárfesta á vaxandi mörkuðum erlendis – fremur en að púkka upp á heimamarkaðinn sem eldist hratt og minnkar.

Japan varð efnahagsundur heimsins þegar landið reis úr öskustó heimsstyrjaldarinnar og hélt sterkri stöðu sinni á áttunda og níunda áratugnum en hægst hefur á vextinum síðustu 30 árin – eða frá því að fjármálabólan sprakk 1990 með hruni á hlutabréfamarkaðnum. Síðan hafa fleiri efnahagsáföll dunið yfir, eins og bankahrunið 2008, flóðbylgjan og slysið í Fukushima-kjarnorkuverinu 2011 og loks Covid-19.

Hagkerfi Japans og Þýskalands eiga það sameiginlegt að vera mjög útflutningsdrifin og reiða sig mjög á að kraftmikil lítil og meðalstór fyrirtæki haldi uppi háu framleiðslustigi. Mikilvægur hluti framleiðslunnar eru fínir bílar og háþróaður tæknibúnaður. Hagkerfi beggja landa drógust saman á síðasta ári og svipað var upp á teningnum í Bretlandi.

Það er líklega tími kominn á umskipti í japanska hagkerfinu. Íbúum Japans fer fækkandi, fá börn fæðast og meðalaldur hækkar stöðugt, tiltölulega fáir erlendir ríkisborgarar búa í landinu. Íbúar landsins eru tæplega 123 milljónir. Þjóðverjum hefur á hinn bóginn fjölgað. Íbúar í Þýskalandi eru nærri 85 milljónir og hefur straumur innflytjenda bætt upp lága fæðingartíðni.

Tetsuji Okazaki, hagfræðiprófessor við Háskólann í Tókýó, gerir ráð fyrir að minnkandi efnahagsumsvif í Japan muni leiða til þverrandi áhrifa landsins á alþjóðavettvangi:

„Fyrir mörgum árum gumaði Japan af mjög kraftmiklum bílaiðnaði. Með rafbílavæðingunni minnkaði það forskot,“ segir hann en áréttar að margt eigi þó eftir að skýrast í þeim efnum. „En þegar horft er fram á veginn – næstu tvo áratugina eða svo – þá eru horfurnar í Japan fremur dökkar,“ hefur AP-fréttastofan eftir Okazaki.

Það er einkum tvennt sem stöðvað gæti hnignun japanska hagkerfisins: Í fyrsta lagi gætu auknir fólksflutningar til landsins bætt úr brýnni þörf á vinnuafli. Japanar hafa verið mjög tregir til að opna landamærin meira og hefur þessi afstaða jafnvel þótt lýsa útlendingaandúð. Fyrir vikið er japanskt samfélag einsleitt og á erfitt með að standast harðnandi enahagssamkeppni. Í öðru lagi gæti stóraukin sjálfvirknivæðing bætt úr skorti á vinnuafli en það er ekki alveg í sjónmáli.

Í verslunarhverfinu Ginza í Tókýó – MYND: ÓJ

Nýtt efni

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …