Samfélagsmiðlar

Ný tegund ævisagnaritunnar

Joseph Lelyveld var einn þekktasti blaðamaður Bandaríkjanna, höfundur Pulitzer-verðlaunabókar um sambúð svartra og hvítra í S-Afríku, ævisögu Gandhi, sem bönnuð á Indlandi, bókar um lokaskeið F.D.Roosevelt á forsetastóli, auk sjálfsævisögu. Mynd af Lelyveld: Nita Lelyveld

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir því að út voru komnar sex nýjar bækur um líf og störf Joseph Lelyveld. Sumar bókanna höfðu meira að segja verið boðnar til sölu á Amazon-netversluninni sama dag og ritstjórinn lést.

Michael var fljótur að kaupa þessar nýju ævisögur um bróður sinn og furðaði sig mjög á hinum snöru handtökum ævisagnaritaranna. Ekki varð undrun hans minni þegar hann hóf lesturinn því á síðum bókanna var bróður hans lýst sem miklum tóbaksmanni sem lengi hafði dvalið í Egyptalandi til að þjálfa yngri blaðamenn. Einnig var ferli hans sem stríðsfréttaritara í Víetnam lýst í löngu máli. En ekkert af þessu var nærri sannleikanum um líf Josephs.

Slíkar ævisögur, eins og þessar sem skrifaðar hafa verið um Joseph Lelyveld, eru ekkert einsdæmi á sölusíðum Amazon netverslunarinnar, því ný undirgrein í bókaútgáfu hefur fæðst: Falsævisögur nýlátinna einstaklinga sem hafa notið frægðar í lifanda lífi. Nýverið hafa komið út falsævisögur hálffrægs kántrísöngvara, sjónvarpsþáttastjórnanda, söngleikjastjörnu og svona mætti lengi telja. Þessar sögur eru ömurlegur samsetningur af staðreyndum um hinn látna og hreinu bulli. Bækurnar er hægt að kaupa á Amazon sem rafbækur fyrir Kindle eða sem ódýra kilju. En það sem vekur mesta athygli er að höfundur allra þessara ævisagna er einn og sá sami: Gervigreindarforritið Chat GPT. Auðvitað er þess ekki getið á titilsíðum bókanna. Tilbúin höfundanöfn eru skráð sem ritarar bókanna.

Nú er komið nýtt forrit á markaðinn, GPTZero, sem getur sannað hvort texti er unnin af gervigreindarforriti eða höfundi með blóði og sál. Forritið fór í gegnum hinar nýju ævisögur Josephs Lelyveld og sýndi fram á það með 97 prósenta vissu að allar nýju bækurnar um ritstjórann voru samdar af Chat GPT.

„Það eru einhverjir einstaklingar sem eru að reyna að græða á dauða bróður míns og þeirri athyglisverðu ævi sem hann hefur lifað,“ sagði Michael Lelyveld í samtali við The New York Times og var í töluverðu uppnámi.

Sumar bókanna er merktar með þessari tilvitnun: „Höfundur og forlag firra sig allri ábyrgð á að innihald bókarinnar sé fullkomlega rétt. Öll líkindi með raunverulegum persónum er sprottið af tilviljunum.“

Þegar The New York Times hafði samband við fulltrúa Amazon-netverslunarinnar til að fá upplýsingar um hversu mörg eintök bækurnar um Josephs Lelyveld  höfðu selst var fátt um svör. Amazon vildi ekki gefa upp sölutölur en ef marka má viðbrögð lesenda við bókunum virðast þessi viðskipti ekki vera sérlega arðbær. Fáir lesendur hafa brugðist við bókunum með stjörnugjöf eða ummælum og þeir fáu bókadómar sem lesendur hafa birt á síðum Amazon eru allt annað en lofsamlegir. Vonsviknir lesendur lýsa bókunum sem „sextíu síðna auglýsingapésa“  eða „mér finnst ég hafa hent peningum út um gluggann með kaupunum á þessu drasli.“ 

Eitt af höfundanöfnunum á þessum ævisögum er Bettie Melton. Bettie þessi hefur sent frá sér marga tugi ævisagna síðustu mánuði meðal annars um Henry Kissinger fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þótt salan virðist vera afar dræm er ef til vill hægt að fá þokkaleg mánaðarlaun út úr þessu brasi með því að láta Chat GPT skrifa nógu margar bækur á mánuði því framleiðslukostnaðurinn er nánast enginn.

Amazon gerir þá kröfu til forleggjara bóka sem gefnar eru út beint inn á Kindle Direct Publishing-kerfið að það sé upplýst hvort bókin sé skrifuð af gervigreindarforriti eða rithöfundi af holdi og blóði. Amazon leyfir sölu á bókum sem skrifaðar eru af Chat GPT á síðum netverslunarinnar. Talsmaður Amazon, Lindsey Hamilton, sagði þó í samtali við The New York Times að Amazon fjarlægi bækur sem sannarlega séu skrifaðar af gervigreindarforritum og „viðskiptavinirnir segjast hafa orðið fyrir ömurlegri lesreynslu.“

Nýtt efni

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …

Icelandair tekur í notkun þrjár nýjar Boeing Max þotur fyrir sumarvertíðina og sú fyrsta er komin til landsins en hún er fengin af lager flugvélaframleiðandans í Seattle. Hinar tvær eru splunkunýjar og segir Guðni Sigurðsson, talsmaður flugfélagsins, að þær séu báðar komnar af færibandinu og nú fari fram lokaskoðun á þeim. Von er á þessum …

Íslendingar hafa líklega önnur viðmið um það hvað sé hæfilega margt fólk samankomið á einum stað en þjóðir sem vanar eru meiri mannþröng og umferðarþunga alla daga. Sjálfsagt er það eigingjarnt og sjálfmiðað að ætlast til þess að fá að ganga einsamall í friði og ró niður Almannagjá á Þingvöllum á góðum sumardegi. Þeir dagar …

Frestur til að skila inn tilboðum í 35 prósent hlut Landsbankans í Keahótelin, eina stærstu hótelkeðju landsins, rann út fyrir síðustu jól. Ennþá er söluferlið í gangi samkvæmt svari frá bankanum en engar nýjar upplýsingar er að fá um stöðuna. Hluturinn í Keahótelunum var auglýstur til sölu í lok nóvember í fyrra og þá sagði …

Wizz Air er meðal þeirra flugfélaga í heiminum sem losa minnst af CO2 og hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir viðleitni til sjálfbærni. Þessi árangur skýrist fyrst og fremst af því að ungverska félagið er með nýjan flugflota í þjónustu sinni, aðallega Airbus A321neo sem flestar eru innan við fimm ára gamlar. Þá hjálpa góð sætanýting …

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …