Samfélagsmiðlar

Da Vinci lyklinum breytt í 1984

Árið 2003 kom út bók í Bandaríkjunum, sem öllum á óvart, átti eftir að seljast í 80 milljónum eintaka og valda þvílíku fjaðrafoki að annað eins hefur varla sést hvorki fyrr eða síðar. Það var rithöfundurinn Dan Brown, þá fremur óþekktur höfundur og mislukkaður trúbadúr, sem vakti þessa miklu athygli með útgáfu á sinni þriðju bók Da Vinci lyklinum.

En árið 2017 var þessi vinsæla bók farin að valda vandræðum hjá fornbókasölum víða um heim. Lesnar bækur streymdu inn til fornbókasalanna sem áttu erfitt með að geyma allar þær bækur sem bárust. Á hverjum degi kom að minnsta kosti ein Da Vinci-bók til fornbókasala í Swansea í Wales og  þetta var of mikið fyrir forbókasalann, Phil Broadhurst. Fornbókasalinn setti því upp skilti í bókabúðinni sinni við hliðina á heljar stórum haug af Da Vinci lyklinum:

„Þú gætir gefið okkur enn eitt eintak af Da Vinci lyklinum en við viljum frekar fá vinyl-plöturnar þínar.“  

Skilti bóksalans vakti slíka athygli að myndir af Da Vinci lykla-stæðunum bárust eins og eldur um sinu. Fjölmiðlar heims birtu fréttir af skiltinu, bókastæðunum og sjálfum fornbókasalanum.

Listamaðurinn David Shrigley, sem er þekktur sem einn fyndnasti og frumlegasti listamaður Bretlands, sá fréttina og mynd af  skiltinu í dagblaði. Hann hafði strax samband við fornbókasalann og bað hann um að halda áfram að safna bók Dan Brown. Listamaðurinn lofaði að hann mundi kaupa öll þau eintök sem bærust á fornbókasöluna. Á endanum tókst listamanninum að safna 6.000 lesnum eintökum af Da Vinci lyklinum á sex árum.

Bækurnar tók listamaðurinn, lagði þær í bleyti og endurnýtti pappírinn til að prenta 1.250 eintök af bók George Orwell, 1984, sem féll úr höfundarrétti árið 2020 – svo hver sem er getur prentað bókina án þess að fá leyfi. 

Og nú sjö árum árum eftir að fornbókasalinn í Swansea setti upp skiltið sitt er útgáfa David Shrigley á bókinni 1984 komin í sölu. Verkið kallar listamaðurinn þeim tvíræða titli Pulped Fiction og hann stillti verkinu  upp í risastórri útstillingarhillu sem náði frá gólfi til lofts einmitt hjá fornbókasalanum í Swansea. 

„George Orwell skrifaði þessa bók til að vara fólk við,“ sagði hann í viðtali við The Guardian. „Bókin er ekki dæmisaga um ástandið í samfélagi hans heldur vildi höfundurinn vara við því gæti gerst ef ekki væri staðinn vörður um lýðræðið. Listaverkið er auðvitað engin gagnrýni á bók Dan Brown. Da Vinci lykillinn er bara saklaus bók til að lesa á ströndinni um sakleysisleg samsæri – nema þú sért mjög kristinn. Þá er líklegt að sagan geti stuðað þig.“

En hvað ætli Dan Brown sjálfum finnst um þetta verkefni?

„Það er mjög erfitt að ná sambandi við Dan Brown. Ég hef reynt og fengið svar frá umboðsmanni hans og það hafa verið vinsamlegar samræður á mjög jákvæðum nótum.“

Listaverkið var frekar dýrt í framleiðslu en eitt eintak af nýprentaðri 1984 er selt á 800 pund  (tæpar 140.000 íslenskra króna).

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …