Samfélagsmiðlar

Dularfulla súlumálið

Súlan í Utah - MYND: Utah Department of Public Safety

Árið 2020 fóru að berast fréttir af því að undarlegar þriggja metra háar málmsúlur hefðu fundist á mjög afskekktum stöðum víðsvegar um heim. Ein slík súla fannst í Rúmeníu, önnur á Isle of Wight og sú þriðja í Tyrklandi. Í nóvember árið 2020 fannst svo enn ein málmsúla langt úti í Utah-eyðimörkinni. Hún var þriggja metra há og hafði verið grafin að hluta í jörðina. Það voru landverðir í sauðfjárleit á þyrlu sem fyrst komu auga á þessa risvöxnu súlu langt úti í auðninni. Vakti súlan svo mikla athygli að fólk flykktist að til að skoða fyrirbærið. Síðar var hún fjarlægð af yfirvöldum til að minnka átroðninginn.

Fljótlega eftir að fréttirnar um súlufundina spurðust út fór að bera á alls kyns samsæriskenningum um að verur frá öðrum hnöttum bæru ábyrgð á þessum súlum og þær væru einskonar merki til okkar jarðarbúa eða jafnvel lendingarmerki fyrir fljúgandi furðuhluti. Listahópurinn The Most Famous Artist steig líka fram og sagðist hafa komið súlunni Utah fyrir og reyndi þannig að vekja athygli á tilveru sinni. 

Þykja þessir súlufundir mjög dularfullir og hafa viðbrögð yfirvalda stundum ýtt undir samsærikenningar af alls konar toga. Þegar samskonar súla fannst í suðaustur Tyrklandi árið 2020 var svæðið samstundis girt af og hervörður gætti þess að enginn kæmist í námunda við súluna þar til hún var fjarlægð í skjóli nætur. Það vakti athygli að á súlunni var áletrun á fornri tyrkneskri mállýsku: „Horfðu til himins, sjáðu tunglið.“

Ekkert gerðist svo í rúm þrjú ár. Engar nýjar súlur spruttu upp. Í síðustu viku dró aftur til tíðinda í hinu dularfulla súlumáli. Craig Muir, ungur maður frá Powys, litlu þorpi í Wales, var á göngu í nokkkurri fjarlægð frá þorpinu þegar hann kom auga á þriggja metra háa, ferhyrnda súlu smíðaða úr ryðfríu stáli. 

„Þegar ég kom auga á súluna, sem glampaði mjög í sólskininu, hélt ég að þetta væri eitthvað fyrirbæri utan úr geimnum. Súlan var gerð úr mjög fínum málmi og minnti áferðin mig á verkfæri sem læknar nota á skurðstofum. Súlan var þriggja metra há og var algjörlega lóðrétt og mjög stöðug – þrátt fyrir að mjög vindasamt sé þarna uppi á heiðunum,“ sagði hann í samtali við Wales Online.

Engir vegir liggja nærri staðnum þar sem súlan fannst og því hafa menn mjög velt því fyrir sér hvernig hægt var að flytja hana þangað.

„Mér fannst þetta mjög skrýtið og velti fyrir mér hvort súlan hefði einhvern vísindalegan tilgang en ég gat ekki séð það. Mér datt í hug að súlan ætti að safna regnvatni en áttaði mig strax á því að það gat ekki verið; hún er allt of stór til þess. Það þarf nokkurn hóp fólks til að bera súluna þessa löngu leið frá næsta vegi. Kannski hefur henni bara verið hent niður á jörðina úr þyrlu? eða einhver kastað henni niður af himnum.“

Enginn hefur gefið sig fram sem eigandi súlunnar í Wales en nokkrir aðilar hafa bent á að súlan líkist nokkuð hlut sem birtist í kvikmynd Stanley Kubrick, 2001: A Space Odyssey.

„Það er greinilegt að hér hefur verið vandað til verka. Súlunni er ekki bara hróflað einhvern veginn niður í jörðina. Henni er vandlega stillt upp, í algjörlega lóðréttri stöðu. Það var ekkert traðk, engin fótspor eða önnur merki um mannaferðir í kringum súluna,“ sagði Craig Muir þegar The Guardian hafði samband við hann.

Enn hafa engar skýringar fundist á þessum súlum sem virðast spretta upp á mjög afskekktum svæðum og engin leið er að skilja hvaða hvatir liggja að baki þessum uppstillingum, 

Nýtt efni

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …

Icelandair tekur í notkun þrjár nýjar Boeing Max þotur fyrir sumarvertíðina og sú fyrsta er komin til landsins en hún er fengin af lager flugvélaframleiðandans í Seattle. Hinar tvær eru splunkunýjar og segir Guðni Sigurðsson, talsmaður flugfélagsins, að þær séu báðar komnar af færibandinu og nú fari fram lokaskoðun á þeim. Von er á þessum …

Íslendingar hafa líklega önnur viðmið um það hvað sé hæfilega margt fólk samankomið á einum stað en þjóðir sem vanar eru meiri mannþröng og umferðarþunga alla daga. Sjálfsagt er það eigingjarnt og sjálfmiðað að ætlast til þess að fá að ganga einsamall í friði og ró niður Almannagjá á Þingvöllum á góðum sumardegi. Þeir dagar …

Frestur til að skila inn tilboðum í 35 prósent hlut Landsbankans í Keahótelin, eina stærstu hótelkeðju landsins, rann út fyrir síðustu jól. Ennþá er söluferlið í gangi samkvæmt svari frá bankanum en engar nýjar upplýsingar er að fá um stöðuna. Hluturinn í Keahótelunum var auglýstur til sölu í lok nóvember í fyrra og þá sagði …

Wizz Air er meðal þeirra flugfélaga í heiminum sem losa minnst af CO2 og hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir viðleitni til sjálfbærni. Þessi árangur skýrist fyrst og fremst af því að ungverska félagið er með nýjan flugflota í þjónustu sinni, aðallega Airbus A321neo sem flestar eru innan við fimm ára gamlar. Þá hjálpa góð sætanýting …

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …