Samfélagsmiðlar

„Eruð þið reið … eruð þið alveg brjáluð?“

Stúlkan með perlueyrnalokkana eftir Johannes Vermeer. MYND: MAURITSHUIS

Í vikunni féll sýknudómur í Hollandi í réttarhöldum yfir þremur Belgum, svokölluðum loftslagsaktívístum, sem reyna með ýmsum aðferðum að vekja athygli á hversu skaðleg brennsla jarðeldsneytis er fyrir náttúruna. Vakti niðurstaða dómaranna töluverða athygli og jafnvel undrun.

Þann 27. október í fyrra límdi tríóið sig fast við málverk hollenska listamannsins Johannes Vermeer, Stúlkan með perlueyrnalokkana og kastaði á það rauðri málningu. Málverkið telst vera meðal helstu gersema heimsmyndlistarinnar og hangir uppi á Mauritshuis Museum í hollensku borginni Haag. 

Aðgerðir mannanna þriggja, sem allir voru klæddir stuttermabol með áletruninni JUST STOP OIL, vöktu hörð viðbrögð safngesta sem urðu vitni að tilburðunum og reyndu að koma í veg fyrir að þeir næðu að skemma listaverkið. „Skammist ykkar,“ var hrópað. „Þvílík heimska.“ „Hættið þessu og drullið ykkur í burtu, fávitarnir ykkar“.

Kom til nokkurra átaka og var lögreglan kvödd á staðinn og mennirnir handteknir.

„Hvernig líður ykkur nú þegar þið sjáið eitthvað fallegt og ómetanlegt eyðilagt fyrir augum ykkar?“ spurði einn mannanna safngesti þegar hann var færður í handjárnum út af safninu. „Eruð þið reið … eruð þið alveg brjáluð? Af hverju sýnið þið ekki sömu viðbrögð þegar þið horfið upp á jörðina okkar eyðilagða?“

Mótmælin komu í kjölfar þess að þýskur aðgerðarhópur, Letzte Generation, makaði kartöflustöppu á verk Claude Monet, Heystakkarnir (Les Meules), sem hangir til sýnis í þýska listasafninu Museum Barberini í Potsdam, skammt frá Berlín. Annar hópur, sem tilheyrir samtökunum JUST STOP OIL, tæmdi tíu dögum fyrr nokkrar dósir af tómatsúpu yfir eitt frægasta verk Vincent van Gogh, Sólblómin, á The National Gallery í London.
 
Sem fyrr segir féll sýknudómur öllum að óvörum yfir Belgunum þremur en þeir höfðu allir setið í þriggja vikna gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Í úrskurði hollenska dómarans segir að sannað að þeir hafi sannarlega skemmt mynd Vermeer en þó bara lítillega. „Vissulega er eðlilegt að refsa fyrir það glæpsamlega athæfi sem sakborningarnir hafa sannarlega framið, hefur rétturinn ákveðið að beita ekki neinum refsiaðgerðum.“

Og ástæðan er sú, segir í réttarskýrslunni, að mennirnir hafi viljað mótmæla í þágu náttúrunnar og því vilji dómstóllinn því ekki beita sektum eða fangelsisdómi.

„Dómstóllinn er þeirrar skoðunar að refsingar megi ekki vera svo þungar að það letji fólk sem vilji notfæra sér tjáningarfrelsi sitt og frelsi til að safnast saman í friðsömum mótmælum. Þó skal tekið fram að sú aðferð sem beitt var olli öðrum skaða og hefti réttindi annarra að nauðsynjalausu.“

Í ljósi þess að mennirnir þrír hafa setið gæsluvarðhaldi þykir dómurunum ekki við hæfi að refsa þeim enn frekar en bendir þó á að aðgerðir þeirra hafi verið ólöglegar þar sem þeir hafi „að yfirlögðu ráði eyðilagt og skemmt eignir sem ekki tilheyra þeim sjálfum.“

ÁSKRIFT MEÐ 50% AFSLÆTTI Í EINN MÁNUÐ. FULLT VERÐ Í FRAMHALDINU EN ALLTAF HÆGT AÐ SEGJA UPP.

Nýtt efni

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …

Icelandair tekur í notkun þrjár nýjar Boeing Max þotur fyrir sumarvertíðina og sú fyrsta er komin til landsins en hún er fengin af lager flugvélaframleiðandans í Seattle. Hinar tvær eru splunkunýjar og segir Guðni Sigurðsson, talsmaður flugfélagsins, að þær séu báðar komnar af færibandinu og nú fari fram lokaskoðun á þeim. Von er á þessum …

Íslendingar hafa líklega önnur viðmið um það hvað sé hæfilega margt fólk samankomið á einum stað en þjóðir sem vanar eru meiri mannþröng og umferðarþunga alla daga. Sjálfsagt er það eigingjarnt og sjálfmiðað að ætlast til þess að fá að ganga einsamall í friði og ró niður Almannagjá á Þingvöllum á góðum sumardegi. Þeir dagar …

Frestur til að skila inn tilboðum í 35 prósent hlut Landsbankans í Keahótelin, eina stærstu hótelkeðju landsins, rann út fyrir síðustu jól. Ennþá er söluferlið í gangi samkvæmt svari frá bankanum en engar nýjar upplýsingar er að fá um stöðuna. Hluturinn í Keahótelunum var auglýstur til sölu í lok nóvember í fyrra og þá sagði …

Wizz Air er meðal þeirra flugfélaga í heiminum sem losa minnst af CO2 og hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir viðleitni til sjálfbærni. Þessi árangur skýrist fyrst og fremst af því að ungverska félagið er með nýjan flugflota í þjónustu sinni, aðallega Airbus A321neo sem flestar eru innan við fimm ára gamlar. Þá hjálpa góð sætanýting …

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …