Samfélagsmiðlar

Handrit að skáldsögu Gabriel García Márques finnst í skjalageymslu

Bókin hefur fengið titilinn „Við sjáumst í ágúst" (En agosto nos vemos) og kemur út í þessum mánuði í 30 löndum.

Það var árið 1999, eða fyrir 25 árum, sem  rithöfundurinn Gabriel García Márques birti smásögu í kólumbísku tímariti sem fjallaði um miðaldra konu, Ana Magdalena Bach. Sagan var kynnt sem fyrsti kafli í bók sem skáldið væri að vinna að. Aðalpersóna sögunnar var áðurnefnd Ana Magdalena sem hafði tekið upp á því að ferðast þann 16. ágúst ár hvert til ónefndrar hitabeltiseyjar og heimsækja þar kirkjugarð – bæði til að leggja blóm á gröf móður sinnar og til að segja henni frá hliðarsporum sínum í hjónabandinu og frá kynferðislegri reynslu sinni.

En árin liðu, Gabriel García Márques lést árið 2014, og ekkert bólaði á framhaldinu á sögu Ana Magdalenu. Enginn vissi hvernig fór fyrir henni. Ef höfundinum hafði tekist að skrifa söguna alla þá virtist hún hafa gleymst eða týnst í varðveislu fjölskyldu Gabriels García. Þær sögur gengu fjöllunum hærra að höfundurinn hefi skrifað 700 síður og á blaðsíðunum væru fimm mismunandi útgáfur af sögunni með alls konar spássíuathugasemdum. Eftir allar vangavelturnar kom í ljós fyrir stuttu  að handritið lá óskaddað  í skjalasafni University of Texas. Með nokkurri ritstjórn hefur handritið nú verið gert hæft til útgáfu. Bókin hefur fengið titil: Við sjáumst í ágúst (En agosto nos vemos) og kemur út í þessum mánuði í 30 löndum.

Handritið var í skjalasafni University of Texas

Gabriel García Márques fæddist í í Kólumbíu árið 1927 og dó 87 ára í Mexíkóborg árið 2014. Hann er þekktastur fyrir bækur sínar Hundrað ára einsemd, Liðsforingjanum berst aldrei bréf og Ástin á tímum kólerunnarsem Guðbergur Bergsson þýddi á íslensku fyrir langa löngu. Árið 1982 hlaut hann hin stóru verðlaun bókmenntanna, sænsku Nóbelsverðlaunin.

Gabriel García Márques hafði alla tíð sagt að óútgefnum verkum hans skyldi eytt að honum látnum. „Hann sagði beinlínis við mig að ég skyldi eyða skáldsögunni um Ana Magdalena, hann gæti ekki klárað hana,“ sagði sonur hans Gonzalo García Barcha í samtali við fjölmiðla. 

En tæpum tíu árum eftir dauða Gabriel García Márques hafa ættingjar skáldsins skipt um skoðun. „Þegar við lásum handritið aftur, nokkrum árum eftir að hann lést, uppgötvuðum við að sagan var á margan hátt mjög góð og engin ástæða til að koma í veg fyrir að heimurinn fái notið verks Gabos: Hann er frumlegur í notkun tungumálsins, frásögnin er grípandi, skilningur hans á manneskjum og hvernig fólk mótast af reynslu sinni, sérstaklega í ástarlífinu, er eitt af hans aðalsmerkjum.“

Samkvæmt frásögn dagblaðsins El Pais mun Gabriel García Márques aldrei hafa klárað að skrifa sögu Ana Magdalenu þótt hann hafi endurskrifað hana margoft og árum saman. Síðustu ár ævi sinnar þjáðist höfundurinn af elliglöpum. Í væntanlegri bók verða fimm sögur af Ana Magdalenu Bach. Bókin er stutt, aðeins um 107 blaðsíður.

Gabriel García Márques er ekki eina skáldið í bókmenntasögunni sem hefur fyrirskipað að óútgefnum verkum skyldi eytt. Í veikindum sínum bað Franz Kafka (hann þjáðist af berklum) vin sinn Max Brod að lofa sér að hann skyldi sjá til þess að öllum verkum hans yrði fargað. En Max Brod sveik vin sinn og bjargaði meistaraverkum eins skáldsögunum Réttarhöldunum, Kastalanum og Ameríka. Vladimir Nabokov fyrirskipaði fjölskyldu sinni að brenna síðustu skáldsögu hans, The Orginal of Lauara, en þrjátíu árum eftir dauða hans gaf sonur hans út ókláraðan textann sem Nabokov hafði skrifað á minnisspjöld. 

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …