Samfélagsmiðlar

H&M boðar átak í endurvinnslu fatnaðar úr pólýester

MYND: H&M Group

Sænskættaði fataframleiðslurisinn H&M hefur lengi sætt gagnrýni vegna óvistvænnar framleiðslu hraðtískufatnaðar – fatnaðar sem er ódýr af því að hann er unninn af fólki á lágum launum í fjarlægum löndum – fatnaður sem síðan safnast upp og er loks fargað eða að litlum hluta endurunninn.

Fatnaður er enn fáránlega illa nýttur. Eins og FF7 sagði nýlega frá eru upp undir 40 prósent af öllum fötum sem framleidd eru á ári í heiminum aldrei keypt – aldrei notuð. Þau enda að mestu á haugunum, samkvæmt nýrri skýrslu. H&M hefur staðhæft að allt að 79 prósent af því pólýester sem notað er til fataframleiðslu sé úr endurunnu efni en eins og FF7 hefur sagt frá þá hefur allt að 93 prósent endurunnins textíls komið úr plastflöskum (polyethylene terephthalate) – ekki gömlum fötum.

MYND: H&M Group

Nú virðist H&M ætla að gyrða sig í brók og afla textíls úr pólýester beint úr gömlum pólýster-fatnaði. Fyrirtækið hefur tilkynnt um samstarf við nýsköpunar- og fjárfestingafyrirtækið Vargas Holding, sem hóf vegferð sína á endurvinnslu rafhlaðna. H&M og Vargas hafa kynnt fjárfestingarverkefnið Syre sem ætlað er að auka endurvinnslu á pólýester-textíl til að nota upp á nýtt (textile-to-textile). Verkefnið er stutt af TPG Rise Climate, sem stuðlar að fjárfestingum í umhverfisvænum verkefnum. Um 600 milljónum dollara verður varið í Syre-verkefnið á næstu sjö árum.

Markmiðið er að hraða mjög endurvinnslu á fataefnis úr pólýester og nota aftur í gerð nýs fatnaðar. Þetta efni á að koma í stað þess sem nú er að mestu unnið úr plastflöskum.

„Syre-verkefnið er mikilvægt skref H&M á þeirri vegferð að gera alla starfsemina sjálfbæra. Með beinni endurvinnslu á textíl til nota í nýjan textíl viljum við sýna öðrum í fataiðnaðinum gott fordæmi, búa til hringferð efnisins og hraða umskiptunum yfir í sjálfbærari framtíð,“ segir Daniel Ervér, forstjóri H&M-samstæðunnar í tilkynningu.

H&M segist ætla að hækka metnaðarstigið varðandi endurvinnslu og stöðva sókn í frumunnin efni. Stóra markmiðið er að allt fataefni komi úr endurvinnslu eða frá sjálfbærri framleiðslu árið 2030. Strax á næsta ári segist fyrirtækið stefna að því að 30 prósent fataefnis verði úr endurvinnslu og að það verði orðið helmingur árið 2030.

Yfirvinna þarf margskonar tæknilegar hindranir til að gera textíl-endurvinnslu gerviefnisins mögulega. Markmiðið er að Syre-pólýester verði jafn gott og það frumunna en áhrifin á umhverfið mun minni. Verið er að reisa verksmiðju í Norður-Karolínu í Bandaríkjunum og á hún að taka til starfa síðar á árinu. Síðan verður framleiðslan aukin og verksmiðjur reistar um allan heim. Vonir eru bundnar við að innan 10 ára starfi 12 verksmiðjur á fullum afköstum við að framleiða meira en þrjár milljónir rúmtonna af endurunnu pólýester.

„Syre markar upphaf umbreytingar á textíliðnaðinu,“ segir Dennis Nobelius, forstjóri Syre, í tilkynningu frá H&M. Eftir á að koma í ljós hvernig takast mun til. Haugurinn með fataúrgangnum hækkar stöðugt og brýnt að finna leiðir til að minnka úrganginn hratt. Umhverfisverndarsamök og aðgerðasinnar hafa hvatt fólk til að fylgja ekki hraðtískunni en kaupa frekar notuð föt. Þessi hreyfing er orðin svo hávær að tískurisar á borð við H&M hafa lagt við hlustir.


ÁSKRIFT MEÐ 50% AFSLÆTTI Í EINN MÁNUÐ. FULLT VERÐ Í FRAMHALDINU EN ALLTAF HÆGT AÐ SEGJA UPP.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …