Samfélagsmiðlar

Verður hulunni nú svipt af manninum á bak við listamannsnafnið Banksy?

Monkey Queen eftir Banksy

Fáir listamenn hafa verið jafn duglegir og Banksy að verða sér úti um fjölmiðlaumtal og þeir eru ófáir dálkarnir sem dagblöðin hafa lagt undir þennan dularfulla listamann. Árum saman hafa áhugamenn um graffitílist velt því fyrir sér hver sé maðurinn á bak við listamannsnafnið.

Árið 2003 tók blaðamaðurinn Simon Hattenstone, sem þá vann fyrir breska dagblaðið The Guardian, viðtal við Banksy og lýsti honum sem: „ … hvítum, 28 ára gömlum karlmanni, með afslappaðan fatastíl. Hann hafði áberandi silfurtönn í munninum, bar silfurkeðju og var með eyrnalokk úr silfri. Andlitið var eins og blanda af andlitum hljómsveitarmeðlimanna úr The Streets, Jimmy Nail og Mike Skinner.“

Síðustu 25 ár hafa menn sem sagt velt þessum ljósfælna listamanni fyrir sér og reynt að geta sér til um, án árangurs, hver Banksy sé. En nú gæti loks komið að því að hulunni verði svipt af listamanninum því hann hefur verið dreginn inn í dómssal og þar neyðist hann til að gefa upp rétt nafn og heimilisfang, eins og það heitir í stefnunni. 

Tveir listaverkasafnarar eru ósáttir við Banksy og fyrirtæki hans sem heitir Pest Control, því þrátt fyrir loforð, hefur listamaðurinn (eða fyrirtæki hans) ekki getað tryggt að verk sem safnararnir hafa keypt séu ekta Banksy-verk.

Safnararnir tveir, Nicky Katz og Ray Howse, höfðu keyptu verkið Monkey Queen úr dánarbúi annars listaverkasafnara. Verkið er mynd af Elísabeti Englandsdrottningu í gervi apa og var prentað í takmörkuðu upplagi (150 árituðum eintökum). 

Pest Control, fyrirtæki Banksy, auglýsir að það bjóðist til að gefa út einskonar skírteini fyrir ekta Banksy-verk svo hægt sé að sanna að þau séu gerð af listamanninum sjálfum. Slíkt skírteini hefur afgerandi þýðingu við verðlagningu verkanna. Banksy stofnaði Pest Control árið 2008 þegar fjöldi falsaðra plakata fóru í umferð í gegnum vefverslun.  Staðfestingarskírteini frá Pest Control eru því nauðsynleg til að fá hæsta mögulega verð fyrir listaverk eftir Banksy. 

Vandinn er bara sá að Nicky Katz og Ray Howse hafa ekki fengið skírteini sem staðfestir að verk þeirra sé ekta og nú eru liðin 3 ár síðan þeir sendu verkið til fyrirtækisins og greiddu fyrir að fá staðfestingu á að þeir hefðu hina ekta vöru undir höndum. Verkið Monkey Queen er metið á 55.000 til 70.000 pund.

„Við erum nú  í einskismannslandi og málið snýst um mikla peninga. Þau hjá Pest Control segjast vera þau einu sem geta vottað að verkin séu verk listamannsins en það eru þegar liðin þrjú ár síðan verkið var sent inn til mats. Þau vilja ekki taka afstöðu til verksins – þau vilja ekki segja hvort það sé ekta eða ekki. Við höfum verið dregnir á asnaeyrunum í þrjú ár,“ sagði Nicky Katz við The Guardian. 

Banksy hóf  listamannaferil sinn 14 ára gamall, hann hafði þá var rekinn úr skóla og sat síðar nokkrum sinnum í fangelsi fyrir smáglæpi. Samkvæmt blaðamanninum Hattenstone var dulnefnið mikilvægt fyrir hann því „graffíti væri ólöglegt.“

Margir þekktir listamenn hafa legið undir grun um að standa á bak við Banksynafnið. Robert del Naja, söngvari Massive Attack, Jamie Hewlett í Gorillaz og sjónvarpsmaðurinn Neil Buchanan hafa allir verið nefndir.

Banksy er þekktur fyrir að gera grín að valdsmönnum bæði í listalífinu og í stjórnmálum. Hann hefur margoft lagt sig fram um að refsa þeim sem reyna að hagnast á list hans. Þess vegna hefur til dæmis ekki verið mögulegt að fá skírteini frá honum fyrir graffítiverk sem eru hugsuð fyrir almenning en hafa síðan verið tekin niður. 

Eftir þriggja ára bið hafa listaverkasafnararnir fengið nóg og saka Pest Control fyrir brot á samningum og  hafa dregið fyrirtækið fyrir dómstóla – og þar með líka Banksy sem verður þvingaður til að gefa upp rétt nafn ef málið verður tekið upp í réttarkerfinu. Listaverkasafnararnir tveir halda því fram að þeir hafi borgað fyrir matið og sent inn viðeigandi og fullnægjandi skjöl og séu þess vegna í fullum rétti að fá mat á verkinu Monkey Queen.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …