Samfélagsmiðlar

„Veröldinni verður ekki tortímt af þeim sem eru vondir heldur af þeim sem horfa á og gera ekki neitt“

Tranquebar við Borgergade 14 - MYND: SA

Undanfarnar vikur hefur það vakið athygli í Danmörku að lítil bókabúð í Kaupmannahöfn, Tranquebar,  birtir nokkrar heilsíðuauglýsingar í Politiken, JyllandsPosten og fleiri útbreiddum dönskum dagblöðum þar sem hvatt er til svokallaðrar „Techfaste“ (tækniföstu).

Heilsíðuauglýsingar í þessum virðulegu og mikilvægu miðlum kostar jafnvirði nærri því einnar milljónar íslenskra króna og vekur það að sjálfsögðu undrun meðal lesenda dagblaðanna að þessi litla, fátæka bókabúð eyði meira en margra daga sölu í þessar dýru auglýsingar. „Getum við orðið heilar manneskjur og skapað heilbrigt samfélag ef bókmenntirnar, náttúran, leikhúsið, listasöfnin, kirkjan og bókasafnið eru fyrirbæri í útrýmingarhættu?“ segir í auglýsingunni. 

Maðurinn á bak við þessa herferð er eigandi bókabúðarinnar, Carsten Kaag. Í samtali við Berlingske Tidende segir hann að hann hafi fengið hugljómun þegar hann las tilvitnun í Albert Einstein:

„Veröldinni verður ekki tortímt af þeim sem eru vondir heldur af þeim sem horfa á og gera ekki neitt.“

„Mér fannst ég þurfa að reyna að finna leið til búa til einhvers konar hreyfingu til að fá fólk til að líta upp og sjá fegurðina í heiminum, gefa skerminum frí og reyna að fá unga fólkið til taka augun af símunum sínum. Ég vil virkja skóla, stjórnmálamenn, hagsmunasamtök og fá stuðning þaðan til að vekja athygli á hversu alvarleg þróunin er. Við getum ekki horft upp á að börnin okkar beri varanlegan skaða af því að glápa eilíflega ofan í símana sína eða beðið eftir því að tæknirisarnir leysi þetta vandamál fyrir okkur.“

Þetta ákall bóksalans kemur ekki upp úr þurru. Í Danmörku eins og víðar eru fleiri og fleiri sem benda á þá hættu sem ofurvald tæknirisanna hefur á daglegt líf og hvaða hættu óheft símanotkun hefur í för með sér. Margir hafa reynt að beina áhuga fólks í átt að meira gamaldags menningarnotkun; bóklestri, göngutúrum úti í náttúrunni, heimsókn í kvikmyndahús og leikhúsi.

Meira að segja skrifaði gamall samfélagsmiðlariddari nýlega á Facebook:  „Ég held að að mörg okkar hefðu gott af því að hvíla sig um stund á samfélagsmiðlum – öllum þessum hatursflaumi sem hér vellur fram, rasísku bulli og harðbrjósta skreytingarleysi gagnvart náunganum – og lesa í staðinn nokkrar góðar skáldsögur sem minna okkur á að í brjóstum okkar allra slær sama mannshjartað, óháð húðlit, uppruna, tungumáli, öðrum merkimiðum … .“

Aðrir hafa varað við nýjum samfélagsmiðli sem heitir Zigazoo sem er orðinn risastór og ætlaður börnum sem fædd eru á árunum 2010-2024 (0-14 ára). Þar er ekki verið að sýna teiknimyndir með Barbapabba heldur eru þar leiðbeiningar um húðumhirðu og ábendingar um bestu kaffihúsin, nákvæmlega eins og á öðrum samfélagsmiðlum – nema hér eru flestir í markhópnum um það bil sjö ára. 

En bóksalinn í Kaupmannahöfn er mjög ánægður með þau viðbrögð sem hann hefur fengið við auglýsingaherferð sinni fyrir „tækniföstu“ og segir brosandi í samtali við eitt að dönsku dagblöðunum að bóksalan hafi að minnsta kosti aukist hjá sér síðustu vikur. Í tilefni af þessari herferð ákvað hann að framleiða stuttermaboli með áletruninni: Hvornår techfaster du? Og strax eftir fyrstu viku í sölu seldist allt upplagið: 1.000 bolir.

ÁSKRIFT MEÐ 50% AFSLÆTTI Í EINN MÁNUÐ. FULLT VERÐ Í FRAMHALDINU EN ALLTAF HÆGT AÐ SEGJA UPP.

Nýtt efni

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …