Samfélagsmiðlar

Átján mánuðum síðar streymdi gullið inn

Khaled Hosseini fæddist í Kabúl í Afganistan. Árið 2006 var hann skipaður velgjörðasendiherra Flóttamannastofnunar SÞ - MYND: UNHCR/Brian Sokol

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann sinnti sjúklingum hafi hann verið með hugann við aðalpersónur bókarinnar sem hann skrifaði, persónur Flugdrekahlauparans.

Afmælisútgáfa Flugdrekahlauparans – MYND: Heimasíða höfundar

Leið handritsins frá eldhúsborðinu til bóksalanna var bæði löng og torfær, eins og stundum vill verða með miklar sölubækur. Þegar Hosseini hafði lokið við að skrifa söguna sendi hann handritið til umboðsmanna víða í Bandaríkjunum og fékk þrjátíu og eitt höfnunarbréf (nánast öll eins orðuð).

Það var síðan lítil umboðsskrifstofa, Elaine Koster, sem tók verkið að sér og seldi til Riverhead- útgáfunnar í New York (hluti af The Penguin Group). Bókin var prentuð árið 2003 en fékk afar litla athygli. Höfundurinn fylgdi útgáfunni eftir með tveggja vikna kynnisferð um Bandaríkin og það var víst heldur dapurleg reynsla. Oft talaði Khaled Hosseini yfir tómum sölum og sjaldnast mætti einhver í skipulagðar bókaáritanir í bókabúðum landsins. Höfundurinn snéri því hnípinn heim. 

Khaled Hosseini – MYND: Khaled Hosseini/Facebook

Þótt Hosseini væri gífurlega stoltur af bókinni sinni, og því afreki að bókin skyldi koma út á almennum bókamarkaði, misst hann á þessu ferðalagi alla trú á að bókin hans ætti eftir að seljast og sneri hann sér því að sjúklingum sínum aftur af heilum hug. Bókadómar tóku að birtast og voru flestir jákvæðir en salan var áfram mjög dræm. Árið 2004 ákvað forlagið þrátt fyrir allt að gefa bókina út í kilju og það var einmitt þá sem áhugi á bókinni vaknaði smám saman.

Enginn veit nákvæmlega hvað setti sölu bókarinnar í gang en það var nokkrum mánuðum eftir að kiljan kom út að bókin settist á topp metsölulista The New York Times, um það bil 18 mánuðum eftir að bókin kom fyrst út.

Það var einmitt um þessar mundir  á sumarmánuðum ársins 2004 sem langleggjaður og nefstór útgefandi í Reykjavík tók eftir bókinni. „Kite Runner?“ hugsaði hann.

„Er þetta eitthvað fyrir íslenska markaðinn? Hvað er eiginlega Kite Runner?“ Forleggjarinn hafði hann enga hugmynd um hvað Kite Runner var en hófst samt handa við að fá ameríska umboðsmann höfundarins til að senda sér kynningareintak af bókinni. En þessi ágæti umboðsmaður var vandfundinn og þótt útgáfunef forleggjarans titraði við tilhugsunina um bókina lagði hann ekki nógu hart að sér við að komast í samband við bandarískan umboðsmann Hosseinis. 

Flugdrekahlauparinn – MYND: JPV-útgáfa

Aftur og aftur kom bókin í huga útgefandans án þess að hann brygðist almennilega við þessari tilfinningu sinni – að þarna væri bók á ferðinni sem hann ætti að skoða almennilega. Útgáfunefið titraði þó í sífellu. Það var ekki fyrr en í árslok 2004 sem útgefandinn nefstóri  hafði loksins upp á umboðsmanninum og skrifaði bréf með fyrirspurn um Flugdrekahlauparann

Svar frá umboðsmanninum kom um hæl. Íslenski þýðingarrétturinn var þegar seldur til annars íslensks útgefanda, JPV-útgáfu. Átti íslenska þýðing Önnu Maríu Hilmarsdóttur á bókinni eftir að mala gull fyrir JPV-útgáfuna þegar hún kom á íslenskan markað. 

Nýtt efni

Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska sælgætisrisann Mondelez um 337,5 milljónir evra eða 47 milljarða íslenskra króna fyrir óeðlilega viðskiptahætti. Er Mondelez fellt fyrir að hafa skipt evrópska markaðnum upp og takmarkað flutning á vörum sínum milli landa á árunum 2015 til 2019. Tilgangurinn var að halda vöruverði uppi að því segir í tilkynningu frá Framkvæmdastjórn …

Spænska lágfargjaldaflugfélagið Vueling heldur áfram að fækka ferðum til Íslands en þotur þess flugu hingað þrisvar í viku frá Barcelona síðastliðið sumar og svo eina til tvær ferðir í viku yfir nýliðinn vetur. Sumaráætlun Vueling í ár gerir aðeins ráð fyrir brottförum frá Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöldum frá 23. júní til 8. september. Eftir þann tíma …

Rauðu og hvítu sporvagnarnir hafa verið meðal táknmynda Istanbúl, þjónað íbúum og ferðamönnum í meira en öld. Nú líður að því að þeim verði skipt út fyrir vagna sem búnir verða rafhlöðum. Vagnarnir hafa gengið eftir spori á Istiklal-breiðgötunni Evrópumegin í Istanbúl. Þeir voru fyrst teknir í notkun árið 1914, á dögum Ottómanveldisins. Ýmsar lagfæringar …

Skattaívilnanir til kaupa á nýjum rafbílum féllu niður um áramótin en frádrátturinn gat numið allt að 1,3 milljónum króna. Nú fæst 900 þúsund króna styrkur frá Orkusjóði í staðinn en sala á rafbílum hefur þó dregist umtalsvert saman það sem af er ári. Á þessum tíma í fyrra höfðu 3.211 nýir rafbílar verið skráðir nýir …

Seljendur hlutabréfa í almennu hlutafjárútboði Íslandshótela, stærsta hótelfyrirtæki landsins, hafa ákveðið að falla frá útboði og þar með skráningu félagsins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Almennu hlutafjárútboði Íslandshótela lauk seinnipartinn í gær en í ljósi þessarar ákvörðunar munu allar áskriftir falla sjálfkrafa niður. Þetta kemur fram í tilkynningu. Vel á þriðja þúsund aðilar tóku þátt í …

MYND: ÓJ

Nýbirt Þróunarvísitala ferðageirans (Travel & Tourism Development Index) fyrir árið 2024, sem Alþjóðaefnahagsráðið ( World Economic Forum) tekur saman annað hvert ár, sýnir að Ísland fellur niður listann um 10 sæti frá 2019 - í 32. sæti, Danmörk, Finnland og Svíþjóð eru töluvert ofar en Noregur er hins vegar ekki meðal þeirra 119 landa sem …

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar áformaði að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu úr 11 prósentum í 24 prósent um mitt árið 2018. Stjórnin sprakk hins vegar áður en málið fór í gegnum Alþingi. Samtök ferðaþjónustunnar börðust gegn þessari hækkun á sínum tíma og í morgun efndu samtökin til fundar í ljósi þess að „undanfarin misseri …

Ferðafólk fylgist með hval dregnum á land í Hvalfirði

Samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands dagana 30. apríl til 7. maí 2024 eru 49 prósent aðspurðra því andvíg að leyfi Hvals hf. til veiða á langreyðum verði endurnýjað. Hins vegar eru 35 prósent aðspurðra því hlynnt. Beðið er ákvörðunar nýs matvælaráðherra. Meginniðurstöður könnunar Maskínu fyrir Náttútuverndarsamtök Íslands - MYND: Maskína Niðurstöður Matvælastofnunar í …