Samfélagsmiðlar

Metsöluhöfundar með laun undir fátækramörkum

Nú þegar nýjar veltutölur fyrir danska bókabransann eru gerðar opinberar heyrast á ný hinar áhyggjufullu raddir um hin hörmulegu launakjör sem danskir rithöfundar búa við. „Þessi þróun kemur bæði niður á gæðum bókmenntanna og niður á fjölbreytni þeirra bóka sem gefnar verða út í landinu,“ segir menningarmálaráðherra Dana um stöðuna. Á Íslandi er þessi sama umræða þögnuð en á væntanlega eftir að blossa upp þegar uppgjör forlaganna til rithöfunda sinna berast í byrjun júní. Þá sjá höfundarnir svart á hvítu hvernig launakjörum þeirra hrakar ár frá ári.

Bókabúðin Brøg literaturbar í Fiolstræde en þar var áður til húsa verslanir 12 Tóna og Indriða. MYND: BRØG

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr).

Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna dragast saman.

Sumir rithöfundar eru enn að furða sig á því afhverju þeir fá bara greiddar örfáar krónur fyrir notkun streymisveitnanna á bókum þeirra. Samt hefur það lengi verið vitað að greiðslur fyrir hljóðbókanotkun er ansi lág, allt niður í 20 íslenskar krónur fyrir hlustun á einni bók.  

Hvað er til ráða?

Jakob Engel-Schmidt, menningarmálaráðherra Danmerkur, hefur nú ákveðið að bregðast við þessum skelfilegu kjörum danskra rithöfunda og skipað 17 manna vinnuhóp sem á að koma með tillögur að því hvað hægt sé að gera fyrir bókmenntalífið í landinu. 

Danski menningarmálaráðherrann Jakob Engel-Schmidt. Regeringen.dk

„Ég hef reyndar haft áhyggjur af þessu lengi. Bæði vegna þess að ég þekki fólk sem skrifar og gefur út bækur og ég veit hvað það er ótrúlega illa launað og líka vegna þess að það er algjörlega afgerandi og nauðsynlegt að við pössum upp á það fólk sem stuðlar að því að varðveita tungumálið okkar,“ sagði danski menningarmálaráðherrann til að útskýra hvað lá að baki frumkvæði hans með að stofna vinnuhópinn.

„Ég vona að það takist að skapa umræða um þetta efni. Þegar rithöfundur notar kannski tvö ár eða meira til að skrifa bók og fær síðan 2 danskar krónur (40 kr.) að launum fyrir eina hlustun þá er ástæða til að tala um að við greiðum þeim sem skapa bókmenntir í landinu of lítið. Ég vil skapa almenna, heiðarlega og vitræna umræðu um þetta í samfélaginu. Ég mun ekki búa til lög sem segir hvernig forlögin og streymisveiturnar eigi að semja sín á milli.“

Virðisaukaskattinum verður ekki breytt

Vinnuhópurinn er stór, skipaður 17 manneskjum sem bæði eru metsöluhöfundar, höfundar sem selja einungis bækur á streymisveitum, höfundar sem selja einungis fáar bækur, fulltrúar frá háskólum, menningarstofnunum og fagfélögum rithöfunda.

Einn af þeim höfundum sem menningarmálaráðaherra hefur skipað í vinnuhópinn er rithöfundurinn Leonora Christina Skov og hún vill fyrst og fremst leggja áherslu á tvennt: Að lög verða sett um að fyrst verði leyfilegt að setja bækur á streymisveiturnar þegar liðið er ár frá því að þær voru gefnar út, eins og í Noregi. Og hins vegar vill hún að virðisaukaskattur verði afnuminn af bókum.

„Hún getur gleymt því að virðisaukaskattur verði afnuminn af bókum,“ er stutt og skorinort svar menningarmálaráðherrans við tillögu Leonoru en í Danmörku er aðeins eitt þrep virðisaukaskatts, 25 prósent.

Christine Bødtcher-Hansen, framkvæmdastjóri Félags danskra bókaútgefenda. Mynd: Lizette Kabré

Skoði aukin framlög til bókasafna og skóla

Christine Bødtcher-Hansen, framkvæmdastjóri Félags danskra bókaútgefenda, sagði þetta í samtali við blaðamann Politiken:

„Það er auðvitað ótækt að streymisveiturnar gefi fólki aðgang að ótakmörkuðu lesefni fyrir verð einnar flugvallarkilju. Hlutur höfundanna eykst ekki í hlutfalli við hversu mikið er hlustað. Ef maður segir að streymisveiturnar eigi að hækka áskriftarverðið er svarið bara að þá velji fólk frekar að gerast áskrifendur að Netflix. Stjórnmálamenn geta ekki stjórnað því hvað fólk er fúst til að greiða fyrir áskrift á streymisveitu. En það er mikil þörf á því að stjórnmálamenn styðji aðgerðir sem efla bókmenntirnar og bókmenntalífið, til dæmis með því að auka fjárveitingu til bókasafna og skóla til bókakaupa.“

Gert er ráð fyrir að vinnuhópurinn skili tillögum að aðgerðum fyrir haustið og segist menningarmálaráðherra búast við því að koma með beinharðar aðgerðir til hagsbóta fyrir bókmenntirnar í byrjun árs 2025. 

ÞESSU TENGT: FRÁMUNALEGA VITLAUSAR ÚTGÁFUAÐFERÐIR


Með fleiri áskrifendum verður FF7 ennþá betri – smelltu hér til að kaupa áskrift

Nýtt efni

Aspasinn fyrirfinnst í þremur litbrigðum – hvítur, grænn og fjólublár. Hér er í raun um að ræða sömu plöntuna en afbrigðin hafa ólíka eiginleika og ræðst liturinn af því ásamt hlutfalli sólarljóss við ræktunina. Þetta næringarríka grænmeti er ein þeirra matjurta sem maðurinn hóf fyrst að rækta en elstu heimildir um aspasræktun eru um 2.000 …

Það voru vísbendingar um offramboð á flugi héðan til London og Frankfurt síðastliðinn vetur að mati stjórnenda Icelandair. Nú er hins vegar útlit fyrir nokkru færri brottfarir til beggja þessara borga á komandi vetri. Þannig hefur Wizz Air ekki lengur á boðstólum flug til Íslands frá London og þar með dregst framboð á flugi hingað …

Ferðaskrifstofur sem selja Íslandsferðir horfa nú í auknum mæli á eftir viðskipavinunum til Noregs þar sem verðlagið er skárra. Norskir ferðafrömuðir eru líka brattir í viðtölum þessa dagana og almennt sammála um að nýliðinn vetur hafi gengið vel og sumarið verði „dúndurgott" eins og það síðasta. Og opinberar tölur sýna að veturinn gekk vel í …

Þrotabú Wow Air hefur höfðað 11 riftunarmál vegna greiðslna til kröfuhafa flugfélagsins fyrir gjaldþrot þess í mars 2019. Fyrrum forstjóra flugfélagsins og eigenda, Skúla Mogensen, er stefnt til greiðslu skaðabóta í öllum þessum málum. Auk þess er farið fram á skaðabætur frá fyrrum stjórn fyrirtækisins í níu málum. Í stjórninni sátu Liv Bergþórsdóttir, sem var …

Þingmennirnir Jóhann Páll Jóhannsson (S) og Óli Björn Kárason (D) eru ekki bjartsýnir á að Alþingi nái að afgreiða þingsályktuntillögu Lilju Alfreðsdóttur (B), ráðherra ferðamála, um nýja ferðamálastefnu til ársins 2030. Þetta kom fram í máli þingmannanna í pallborðsumræðum á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrradag. Ráðherrann tók líka þátt í pallborðinu og átti þar lokaorðin. …

Verðlag í evrópskum matvöruverslunum var almennt hærra í nýliðnum apríl en það var á sama tíma í fyrra. Íbúar í Tékklandi, Litháen, Ungverjalandi, Slóveníu og Finnlandi borga þó minna í dag fyrir mat og drykk en þeir gerðu á fyrra samkvæmt nýrri verðmælingu á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Í Tyrklandi hækkar verðlag hratt og fór …

Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska sælgætisrisann Mondelez um 337,5 milljónir evra eða 47 milljarða íslenskra króna fyrir óeðlilega viðskiptahætti. Er Mondelez fellt fyrir að hafa skipt evrópska markaðnum upp og takmarkað flutning á vörum sínum milli landa á árunum 2015 til 2019. Tilgangurinn var að halda vöruverði uppi að því segir í tilkynningu frá Framkvæmdastjórn …

Spænska lágfargjaldaflugfélagið Vueling heldur áfram að fækka ferðum til Íslands en þotur þess flugu hingað þrisvar í viku frá Barcelona síðastliðið sumar og svo eina til tvær ferðir í viku yfir nýliðinn vetur. Sumaráætlun Vueling í ár gerir aðeins ráð fyrir brottförum frá Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöldum frá 23. júní til 8. september. Eftir þann tíma …