Samfélagsmiðlar

Þegar reynt var að leyna kyni J.K. Rowling

Fyrsta útgáfa af Harry Potter and the Philosopher´s Stone með höfundarnafninu J.K.Rowling - MYND: Bloomsbury

Það eru ekki margir sem þekkja enska smábæinn Thetford en hann er norðaustur af Cambridge. Í þessum litla bæ eru enn starfandi bókabúðir.

Árið 1997 prentaði enska bókaforlagið Bloomsbury barna- og unglingabók eftir unga konu í 500 eintökum. Forlagið hafði þegar tryggt sér 300 bóka sölu til bókasafna víðsvegar um England. Þau 200 eintök sem afgangs urðu voru seld til bókabúða þar af eitt eintak til bókabúðarinnar í Thetford. Bókin var sem sagt ekki nein gulluppspretta og þótti efni sögunnar í fyrstu ekki sæta neinum tíðindum. Titill bókarinnar var Harry Potter and the Philosopher’s Stone (Harry Potter og viskusteinninn).

Á kápu var prentað höfundarnafnið Joanne Rowling sem síðar varð þekkt undir nafninu J.K. Rowling (Joanne Kathleen Rowling). Síðari útgáfur bókarinnar báru höfundanafnið J.K. Rowling þar sem markaðsmenn forlagsins héldu að það fældi unglingsdrengi (sem var áætlaður markhópur bókarinnar) að höfundur var kona. Töldu þeir því vænlegra að halda því opnu fyrir væntanlegum lesendum og kaupendum bókarinnar hvert líffræðilegt kyn J.K. væri – karl eða kona?

J.K.Rowling – MYND: J.K.Rowling/Facebook

Nú löngu eftir að Rowling gaf út fyrstu barnabókina hefur borið nokkurn skugga á frægðarstjörnu hennar einmitt vegna einarðrar afstöðu hennar til líffræðilegs kyns. Hún hefur verið kölluð „transfóbísk“ en sjálf telur hún sig vera að berjast fyrir réttindum kvenna. Henni hafa borist ótal líflátshótanir vegna afstðu sinnar. Seint á árinu 2021 kærði Rowling þrjá svokallað „transaktivista“ fyrir að hafa birt mynd af sjálfum sér fyrir framan hús hennar þar sem heimilisfang hennar var greinilegt og taldi höfundurinn að þar með væri verið að hvetja til ofbeldis gagnvart henni og fjölskyldu hennar. 

Nú er höfundurinn aftur komin í vandræði einmitt út af afstöðu til nýrra skoskra laga um hatursorðræðu þar sem það er gert refsivert –  allt að sjö ára fangelsi –  að særa, móðga eða misbjóða fólki með vísun til kynhneigðar þeirra og þar með einnig transfólki. Framvegis er það lögbrot í Skotlandi að tala um fólk með vísun í líffræðilegt kyn þeirra. Að segja „hann“ um karlmann sem vill vera ávarpaður sem kona er refsivert. 

Vandi Rowling er að hún hefur árum saman varið rétt kvenna til að banna karlmönnum sem kalla sig konur aðgang að almenningsklósettum, búningsklefum og íþróttakeppnum. En fyrst og fremst hefur hún ráðist á opinbera aðila og aðgerðarsinna sem reyna að eyða út orðinu kona út tungumálinu í þeim tilgangi að vera opnari og móttækilegri fyrir „fjölbreytileika“ eins og þegar ágætur áhrifavaldur notaði orðið „manneskjur sem fara á blæðingar“ til að lýsa líffræðilegu kyni hóps fólks. Rowling kom sér þá enn einu sinni í vandræði með því að skrifa á Twitter að „það hefur nú alltaf verið til orð yfir slíkar manneskjur.“ Það voru sérstaklega vinstrimenn í Englandi sem þá urðu æfir af reiði og kölluðu Rowling öllum illum nöfnum, meðal annars „transfob“. Síðan þá hefur Rowling ekki verið rótt og hafa henni borist svo margar líflátshótanir að hún getur „veggfóðrað heilu stofurnar með þeim,“ eins og hún hefur sagt í viðtölum. 

Rowling bendir á í færslu sinni á X að með þessum nýju skosku lögum geti karlmenn sem segja að þeir séu konur, þar á meðal raðnauðgarar, farið fram á að afplána refsivist sína í kvennafangelsi. 

„Með því að samþykkja skosk lög um hatursorðræðu hefur löggjafinn sett tilfinningar karlmanna  … ofar en réttindi og frelsi kvenna og stúlkna. Þessi lög opna dyrnar upp á gátt svo aðgerðarsinnar geti misnotað þau til að fá okkur til að þegja.“ skrifar Rowling frá útlöndum þar sem hún er nú stödd. Og hún bætir við. „Það er ómögulegt að bregðast við eða lýsa ofbeldi og kynferðislegu ofbeldi gegn konum eða tala um árás á réttindi kvenna nema maður megi segja karlmann vera karlmann. Tjáningarfrelsið er afnumið í Skotlandi ef það er lögbrot að nefna eða lýsa líffræðilegu kyni nákvæmlega … ég hlakka til að vera handtekin þegar ég kem aftur heim til Skotlands.“

Þess má geta að fyrir nokkrum mánuðum var brotist inn í litlu bókabúðina í Thetford og einni bók stolið; fyrstu útgáfunni af Harry Potter og viskusteinninn, þar sem höfundurinn Rowling er augljóslega kona – Joanne Rowling stendur á kápunni. Bókin er metin á sem svarar rúmar 8 milljónir króna. Í hugum þeirra milljóna Harry Potter-áhugamanna er þessi bók ómetanleg, hinn heilagi Gral, en aðrir sem eru á öndverðum meiði við afstöðu Rowling í þessum kynjamálum hafa hvatt til að bækur hennar verði brenndar. 

Nýtt efni

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …