Samfélagsmiðlar

„Þetta væri ekki hægt án sjálfboðaliða“

Stuð á Aldrei fór ég suður. MYND: ÁSGEIR HELGI

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram nú um helgina, þegar bærinn fyllist af fólki í marglitum útivistarklæðnaði með glansandi gönguskíðagleraugu.

Þessir ólíku viðburðir eiga það sameiginlegt að bæjarbúar leggjast á eitt til að taka vel á móti hundruð og þúsundum gesta.

Rannveig Jónsdóttir og Tinna Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar. MYND: ÁSGEIR HELGI

„Þetta væri ekki hægt án sjálfboðaliða,“ segir Tinna Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar, sem tekur jafnframt þátt í að skipuleggja báða viðburði. Um eða yfir hundrað sjálfboðaliðar Aldrei fór ég suður fagnaði 20 ára afmæli í ár og eins og kunnugt er hafa tónleikar hátíðarinnar alla tíð verið ókeypis. Hátíðin reiðir sig því á fjármagn frá styrktaraðilum og vinnuframlag sjálfboðaliða.

„Um 25 manna hópur sjálfboðaliða, sem hefur verið kölluð verkstjórn, ber hitann og þungann af skipulagi hátíðarinnar og starfar árið um kring,“ segir Tinna. „Og svo bætast við fjölmargir sjálfboðaliðar í aðdraganda hátíðarinnar.“

Tinna segir að til dæmis hafi skapast sú hefð hjá sumum fjölskyldum og vinahópum að taka vaktir í mathöll hátíðarinnar ár eftir ár og þá sjái foreldrafélag fótboltakrakka í Vestra jafnan um gæslu á hátíðinni í fjáröflun og verkefnin leynist víða.

„Það eru um eða yfir hundrað sjálfboðaliðar sem taka þátt með einum eða öðrum hætti,“ segir Tinna. Og þá eru ótaldir allir greiðarnir og lánin á hinu og þessu fyrir hátíðina.

Aldrei fjölmennari Aldrei fór ég suður

Þar sem ekki er hægt að telja selda miða á Aldrei fór ég suður er ekki vitað hversu margir sóttu hátíðina í ár. Skipuleggjendur skoða þó jafnan umferðartölur inn og út af norðanverðum Vestfjörðum í dymbilvikunni til samanburðar við önnur ár. Tinna segir tölurnar aldrei hafa verið hærri en í ár.

Sjálfboðaliðar í mathöll Aldrei fór ég suður. MYND: HÓ

Enginn ómissandi en allir mikilvægir

Tinna segir að íbúar leggist á eitt til að sýna að það er gaman að koma á Ísafjörð: „Það er vel tekið á móti fólki – og við viljum líka sýna fram á að við getum gert þetta þótt við séum ekki fleiri, það felst stolt í því.“

Þótt þessi stóra hátíð reiði sig á sjálfboðaliða og framlag þeirra bendir Tinna á að fjöldi sjálfboðaliða geri það líka að verkum að enginn er ómissandi og allt í lagi að taka sér pásu frá sjálfboðaliðaverkefnum ef þannig stendur á. Allir sjálfboðaliðar eru þó mikilvægir, enda hefur setning Mugison eitt árið orðið að einskonar slagorði hátíðarinnar: „Þú gerir ekki rassgat einn.“

Ósammála um margt en sammála um góðar móttökur

Verkefnastjórn Aldrei fór ég suður er stór hópur. „Það eru ekkert endilega allir sammála um allt en hópurinn er sammála um að taka vel á móti fólki,“ segir Tinna, og tekur sem dæmi að á páskadag, eftir að tónlistarfólk kemur fram á hátíðinni er því jafnan boðið í dagsferð í nágrenni Ísafjarðar sem endar á partýi. Þar skapast tækifæri fyrir fólk að kynnast svæðinu en líka hvert öðru. – „Og það eru góðu móttökurnar sem sitja eftir hjá
poppurunum.“

„Það á að vera gaman fyrir gesti, tónlistarfólk og svo alla sjálfboðaliðana. Það er mikið pælt í móttökunum – hvernig upplifun fólks er þessa daga. – Það er það sem þessi stóra framkvæmdastjórn er sammála um,“ segir Tinna.

Fólk kemur ekki bara til að fara á skíði Aldrei fór ég suður og Fossavatnsgangan eiga þetta sameiginlegt – að heimafólk vill tryggja góðar móttökur segir Tinna: „Fólk er ekki bara að keppa á skíðamóti, fara í sturtu og svo heim. Það er líka að kynnast svæðinu.“ Og eins og á Aldrei fór ég suður er framlag sjálfboðaliða ómissandi.

Jóhanna, Ása og Sigga Brynja við sjálfboðaliðastörf í Fossavatnsgöngunni. MYND: HÓ

Um fjögur hundruð keppendur

Fossavatnsgangan á Ísafirði er elsta skíðaganga landsins og var fyrst haldin 1935. Frá árinu 1956 hefur hún farið fram á hverju ári, fyrir utan árið 2020 vegna heimsfaraldurs. Um fjögur hundruð þátttakendur voru skráðir til keppni í Fossavatnsgöngunni þessa helgina, þar af 175 erlendir keppendur, og hátt í fimmtíu sjálfboðaliðar gegndu ýmsum hlutverkum á keppnisdögunum, mönnuðu drykkjarstöðvar, sáu um fatageymslu og fleira. Þá sinntu björgunarsveitir eftirliti í brautinni. Tinna tekur sem dæmi að kvennakórinn aðstoðar til að mynda á mótsskrifstofunni í fjáröflun.- Og svo eru allir þeir fjölmörgu sem baka fyrir margrómað kökuhlaðborð fyrir keppendur Fossavatnsgöngunnar.

Nýtt efni

Undirbúningur er á lokastigi um að koma á fót ævintýramiðstöð á Suðurlandi, þar sem gistiaðstaða og þjónusta verður tengd þjónustu, gönguferðum og útivist ævintýragjarnra ferðamanna. Ferðafólk, statt við Skógafoss, í ævintýraleit á Suðurlandi - MYND: ÓJ „Það koma stundum mjög athyglisverð verkefni, eins og þegar reynslumikill aðili úr ævintýraferðaþjónustu, sem hefur verið í slíkum rekstri …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …

Clive Stacey hefur skipulagt ferðir fyrir Breta til Íslands í áratugi en ferðaskrifstofa hans, Discover the World, hefur fleiri áfangastaði á boðstólum. Og kannski sem betur fer, því nú hefur eftirspurn eftir Íslandsreisum dregist saman. „Í fyrsta sinn í 40 ára sögu fyrirtækisins höfum við selt fleiri ferðir til Noregs en til Íslands. Fyrirspurnum um …

Útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli lokaði í janúar og við fjármálaþjónustu í flugstöðinni tók Change Group sem hátti hagkvæmasta tilboðið í þennan rekstur í útboði sem Isavia efndi til í fyrra. Við þessa breytingu lagðist tímabundið niður sala á gjaldeyri á Keflavíkurflugvelli þar sem Change Group hafði ekki fengið tilskilin leyfi til að sinna gjaldeyrisviðskiptum hér …

„Við erum hörkuánægð með þessa leið," segir Tómas Ingason, framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Icelandair, aðspurður áhugaverðar farþegatölur frá í Raleigh-Durham í Norður-Karólínu. Þær sýna að 5.443 farþegar nýttu sér ferðir Icelandair til og frá flugvellinum í mars sl. sem þýðir þoturnar hafi verið þéttsetnar í nánast hverri ferð enda var sætanýtingin 94 prósent að …

Árið 1990 voru 60 prósent allra viðskipta í smásöluverslunum í Danmörku lokið með greiðslu peningaseðla. Búðirnar tóku á þessum árum fúslega við krumpuðum peningaseðlum og gáfu til baka annað hvort með öðrum jafn sjúskuðum peningaseðlum eða nýstraujuðum seðlum beint úr hirslum Seðlabankans.  Í dag, rúmum þrjátíu árum síðar, enda einungis 9 prósent innkaupa með greiðslu peningaseðla. …