Samfélagsmiðlar

Vantar þig geit?

Geit á Alicudi - MYND: InItalia

Ítalska eyjan Alicudi er afskekkt þó ekki sé nema um tveggja tíma siglingarleið frá meginlandinu til eyjarinnar sem er norður af Sikiley. Alicudi er 5,2 ferkílómetrar að stærð og lifa íbúarnir eitt hundrað og tuttugu á landbúnaði og fiskveiðum. Til eyjunnar eru engar beinar ferjusiglingar, þar eru ekki lagðir neinir akvegir (og því engir bílar og sjá asnar um vöruflutninga), þar eru engir sígarettusjálfsalar, engir hraðbankar – en á eyjunni búa rúmlega 600 villtar geitur og þær eru farnar að valda eyjaskeggjum töluverðum vandræðum.

Hauskúpa geitar til skrauts á Alicudi – MYND: Unsplash/Guiseppe Gallo

Geiturnar, sem hafa aðlagað sig að bröttum hlíðum Alicudi, lifðu áður fyrr í friðsemd við menn og önnur dýr. Lengi vel voru geiturnar mikill ferðamannasegull en nú hefur þeim fjölgað svo mjög á undanförum árum að þær eru farnar að leita niður af óbyggðu fjalllendi niður á svæði þar sem menn hafa byggt hús sín og ræktarland. Éta geiturnar grænmeti og blóm íbúanna, gera usla í görðum, stanga niður steinhleðslur og ráðast jafnvel inn í stofur eyjaskegga í leit að æti. 

Riccardo Gullo, sem er einskonar höfuð eyjaskeggja, kom með þá nýstárlegu hugmynd að bjóðast til að gefa hverjum sem vill eins margar geitur og þurfa þykir. Herferðin sem Riccardo hefur hann kallað „ættleiddu geit“ þykir besta og viðkunnanlegasta leiðin til að losna við eitthvað af hinum stóra og fyrirferðamikla geitastofni eyjarinnar. „Allir sem vilja geta lagt inn beiðni um geit. Það er ekki skilyrði að vera bóndi og það eru engin takmörk á þeim fjölda geita sem menn geta óskað eftir,“ sagði Riccardo í kynningu sinni á herferðinni. 

Á göngu í fjalllendi Alicudi – MYND: Unsplash/Guiseppe Gallo

En vilji maður geit frá Alicudi þýðir ekkert að hika því umsóknarfresturinn fyrir geitagjöf er til 10. apríl. „Við höfum þegar fengið nokkur símtöl þar á meðal upphringingu frá bónda á annarri eyju hér í nágrenninu. Hann vildi taka að sér nokkrar geitur því hann ætlar að fara að framleiða ricottaost sem er mjög eftirsóttur,“ er haft eftir Riccardo í fjölmiðlum ytra.

Geiturnar komu fyrst til eyjunnar fyrir tuttugu árum. Bóndi einn ætlaði að koma sér upp geitastofni og nýta afurðir dýrsins flutti geiturnar þangað en eitthvað fór úrskeiðis hjá honum. Lét hann á endanum geiturnar sjá um sig sjálfar og fjölgaði þeim hratt. Nú eru vandræðin orðin svo mikil að lausn á geitaplágunni er orðin brýn. En það er ekki auðvelt að fækka geitunum þar sem eyjan er erfið yfirferðar og því erfitt að fanga geiturnar. 

Gloria, eigandi kaffihússins Golden Cafe Noir við höfnina í Alicudi, lét hafa eftir sér að eftirlit með geitastofninum sé algjörlega komin úr böndunum. Þær séu orðnar allt of margar. „Fyrst voru þær áhugaverðar fyrir ferðamennina en núna er maður bara hrædd um að þær bíti eða ráðist á ferðamennina. Sennilega þarf þyrlu til að fanga þær og flytja í burt.“

Nýtt efni

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …

Icelandair tekur í notkun þrjár nýjar Boeing Max þotur fyrir sumarvertíðina og sú fyrsta er komin til landsins en hún er fengin af lager flugvélaframleiðandans í Seattle. Hinar tvær eru splunkunýjar og segir Guðni Sigurðsson, talsmaður flugfélagsins, að þær séu báðar komnar af færibandinu og nú fari fram lokaskoðun á þeim. Von er á þessum …

Íslendingar hafa líklega önnur viðmið um það hvað sé hæfilega margt fólk samankomið á einum stað en þjóðir sem vanar eru meiri mannþröng og umferðarþunga alla daga. Sjálfsagt er það eigingjarnt og sjálfmiðað að ætlast til þess að fá að ganga einsamall í friði og ró niður Almannagjá á Þingvöllum á góðum sumardegi. Þeir dagar …

Frestur til að skila inn tilboðum í 35 prósent hlut Landsbankans í Keahótelin, eina stærstu hótelkeðju landsins, rann út fyrir síðustu jól. Ennþá er söluferlið í gangi samkvæmt svari frá bankanum en engar nýjar upplýsingar er að fá um stöðuna. Hluturinn í Keahótelunum var auglýstur til sölu í lok nóvember í fyrra og þá sagði …

Wizz Air er meðal þeirra flugfélaga í heiminum sem losa minnst af CO2 og hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir viðleitni til sjálfbærni. Þessi árangur skýrist fyrst og fremst af því að ungverska félagið er með nýjan flugflota í þjónustu sinni, aðallega Airbus A321neo sem flestar eru innan við fimm ára gamlar. Þá hjálpa góð sætanýting …

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …