Samfélagsmiðlar

„Fólk annað hvort elskar þær eða finnst þær mjög góðar“

Íslendingar elska kjöt og bakarísmat. Jakob Wayne Víkingur Robertson sótti innblástur í bernskuárin í Ástralíu til að láta þetta tvennt mætast og prófaði að búa til alvöru kjötbökur sem fengust hvergi hér á landi. Baksturinn hefur heldur betur slegið í gegn og Arctic Pies eru á leið í verslanir á næstu misserum.

Jakob Wayne Víkingur Robertson -MYND: © Arctic Pies.


Hann er önnum kafinn við að búa til smjördeig fyrir bökurnar þegar símaviðtalið hefst en er með hendurnar frjálsar og spjallar á meðan.

Smjördeigið á leið yfir botninn með fyllingunni – MYND: © Arctic Pies

„Við vorum þrír Ástralir sem stofnuðum þetta fyrirtæki saman og tengdum í gegnum þessa sömu matarupplifun. Það er pínu flókið að búa þessar bökur til og krefst smá vinnu svo þetta er eitthvað sem fólk væri ekki að elda á hverjum degi undir venjulegum kringumstæðum. Í bökunum er ekkert ger svo þær eru frábærar til að eiga í frystinum. Við forbökum þær og frystum svo, þannig að það tekur enga stund að hita þær upp.

Í Ástralíu eru bökurnar alls staðar og allir borða þær en á hverju ári eru framleiddar um 270 milljón bökur í landinu sem gerir um það bil 10 bökur á mann. Þær eru auðvitað misjafnar að gæðum eins og gengur og gerist. Allt frá því að vera mjög fínar – og út í að vera „bensínstöðvabökur“ sem maður veit ekkert endilega hvað er í,“ bætir Jakob við og hlær.

Í Arctic Pies fer hins vegar aðeins gæðahráefni og eru bökurnar ýmist með kjöti eða grænmetisbökur. Jakob segir planið ekki endilega hafa verið að fara strax út í að selja þær í verslunum en eftir ferð til Ástralíu hafi hann slegið til og sótt um styrk frá Högum.

„Ég var á síðasta séns en sótti um og svo fengum við styrkinn. Ég ætlaði ekki strax í búðir með bökurnar en við ætlum bara að kýla á þetta og vonandi verða þær mættar á næstu misserum. Varan er tilbúin en okkur vantar að uppfæra og efla tækjakostinn.“

Logandi baka – MYND: © Arctic Pies.

Frá Sidney í Grímsnes
„Pabbi er Ástrali, mjög mikill Ástrali meira að segja, og mamma er mjög íslensk. Við fjölskyldan fluttum hingað frá Ástralíu árið 2001. Mamma var búin að vera með heimþrá og við bræðurnir kunnum ekki íslensku svo við komum hingað og höfum verið hér meira og minna síðan. Þetta voru talsverð viðbrigði en við fluttum frá Sidney, í Grímsnesið og svo til Reykjavíkur,“ útskýrir Jakob.


Hann segir það eiginlega fara eftir því hver er spurður hvort fólki þyki íslensk og áströlsk matarmenning eiga eitthvað sameiginlegt.

„Ástralía er auðvitað gömul bresk nýlenda svo mikið af matarhefðunum eru komnar þaðan og bökurnar eru eitt af því. Matarhefðirnar eru kannski ólíkar út frá aðstæðum. Mamma var með stóran garð úti í Ástralíu þar sem hún ræktaði bókstaflega allt svo það er nokkuð ólíkt því sem þekkist hér. Ástralía er mjög blandað þjóðfélag og þar er að finna mikið af góðum mat frá Evrópu, Asíu og svo er líka frábær indverskur matur. Ég man samt eftir því að hafa reynt að útskýra fyrir vinum mínum þegar ég var krakki hvað bökur væru. Þetta væru bökur með kjöti og þeir fóru að bera þetta saman við eplakökur og ég bara: „Já, nema með kjöti í.“

Það hljómaði auðvitað frekar ógeðslega. Mamma og pabbi útbjuggu einhvern tíman hálfgerða Shepherd‘s pie heima og vinur minn var hjá okkur í mat. Honum fannst þetta ekki gott.“

Til þjónustu reiðubúnir – MYND: © Arctic Pies.

En í ljósi matarhefða og vinsælda ákveðinna matartegunda er Jakob á því að bökur passi fullkomlega við íslenska matarmenningu.

„Við eigum frábært smjör, Íslendingar elska bakarísmat og kjöt. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og ég hef aldrei hitt neinn sem finnst bökurnar ekki góðar. Fólk annaðhvort elskar þær eða finnst þær mjög góðar.“

Hefur bakað yfir 15 þúsund bökur
Það má segja að Jakob sé ástríðukokkur því hann er hvorki lærður matreiðslumaður né bakari og hefur aldrei unnið í veitingabransanum.

Bökurnar orðnar fleiri en 15 þúsund – MYND: © Arctic Pies.

Ég lærði landgræðslufræði og skógarfræði í Landbúnaðarháskólanum. Svo hef ég unnið sem kafari úti á Kanarí og það var eiginlega tilviljun að ég slysaðist út í bökurnar eftir tilraunir í eldhúsinu með vinum mínum. Færnin og þekkingin kemur með aga og því að setja tíma í þetta enda eru bökurnar frá upphafi líklega orðnar fleiri en 15.000 talsins.

Við erum líka mjög heppnir að hafa fengið góða aðstoð. Eva Michelsen var nýbúin að opna Eldstæðið þegar við fórum af stað og þetta hefði sennilega aldrei gengið upp ef ekki hefði verið fyrir hana. Hún er alveg frábær og við köllum hana „Fairy Godmother“.

Það er mjög góð tilfinning að vera þar innan um fólk sem er í sömu sporum og þú. Þú ert ekki eins einn á báti og þetta er ekki jafn ógnvekjandi og það getur stundum verið. Þarna er fólk saman að nördast í sínu, einn að búa til sinnep, annar kimchi, þriðji sultu og svo við í bökunum. Ég kunni ekkert að búa til bökur fyrst og þetta hefur tekið tíma. Ég hef lært mikið, gert fullt af mistökum og lært af þeim. En ég hef mikla trú á þessu og það er ótrúlegt að hugsa um hvar ég byrjaði og hvert ég er kominn núna.“

Nýtt efni

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …

Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri Arctic Adventures

Arctic Adventures er eitt stærsta fyrirtæki landsins í ferðaþjónustu og hefur verið að stækka starfssvið sitt, síðast með kaupum á Special Tours, sem sinnir skoðunarferðum á slóðum hvala og lunda, auk þess að reka Hvalasafnið (Whales of Iceland) í Reykjavík.  Ásgeir Baldurs tók við starfi forstjóra Arctic Adventures fyrir rúmu ári, þegar margir bundu vonir við …

Kínversku bílaframleiðendurnir BYD og SAIC, sem er eigandi framleiðslufyrirtækis MG-rafbílana vinsælu, hafa ekki ákveðið enn hvort verð á rafbílum sem seldir verða í Evrópu eftir 4. júlí hækka í verði. Þá tekur gildi umtalsverð hækkun tolla á kínversku rafbílana. Samkvæmt heimildum Reuters verður engin verðbreyting ákveðin fyrir þann tíma. Evrópusambandið ákvað að tollur á MG-bílum …

Gengi hlutabréfa í Norwegian féll í gærdag eftir að greinendur norska bankans DNB færðu niður verðmat sitt á félaginu úr 19 norskum krónum á hlut niður í 17 kr. Hið nýja verðmat var engu að síður 30 prósent yfir markaðsgenginu, 14 norskar kr., en engu að síður féll gengið um tíu prósent í gær og …