Samfélagsmiðlar

Ný handbók fyrir loftslagsaktívista

Finnur Ricart Andrason er forseti Ungra umhverfissinna.

„Það vantar fleiri loftslagsaktívista,“ segir Finnur Ricart Andrason forseti Ungra umhverfissinna. Ungir umhverfissinnar gáfu á dögunum út Handbók loftslagsaktívista, sneysafulla af fróðleik um loftslagsmál. Handbókin er rafræn og aðgengileg á netinu og er yfirlit yfir verkefnin sem blasa við í loftslagsmálum.er yfirlit yfir verkefnin sem blasa við í loftslagsmálum, og hvað þarf að gera til þess að ná árangri. Og markmiðið með útgáfunni er semsagt þetta, eins og Finnur segir, að fjölga loftslagsaktívistum. 

„Þær ógnir sem við stöndum frammi fyrir í tengslum við hnignun vistkerfa og loftslagskrísuna eru það umfangsmiklar að við þurfum í raun öll að beita okkur í þágu þessa málaflokks. Núverandi valdhafar í samfélaginu sýna þessum gríðarlega mikilvægu og aðkallandi málum hvorki næga athygli né hafa nægan vilja til að gera það sem gera þarf þannig að við þurfum fleiri aktívista til að vekja meiri athygli á loftslagsmálum og þrýsta á aðgerðir. Svo er þessi handbók einnig ætluð þeim sem þegar eru loftslagsaktívistar og vilja bæta fleiri tólum í verkfærakistuna og öðlast dýpri skilning á loftslagsmálum almennt. Við þurfum fleiri ófullkomna loftslagsaktívista frekar en fáa fullkomna loftslagsaktívista.“

Ungir umhverfissinnar blésu til útgáfuhófs á dögunum til þess að fagna útgáfu handbókarinnar og stilla saman strengi. Alls tók um þrjú ár að gera handbókina að veruleika, og var verkefnið styrkt af Loftslagssjóði.

Frá útgáfuhófi á Loft Hostel. Þorgerður María, annar höfunda, kynnir handbókina.

Höfundar bókarinnar eru þau Þorgerður María Þorbjarnardóttir, fyrrverandi formaður UU og núverandi formaður Landverndar, og Birnir Jón Sigurðsson loftslagsaktvísti. Natka Klimowicz sá um grafíska hönnun, Alex Diljar Birkisbur Hellsing um vefhönnun og Eva Lín Vilhjálmsdóttir um þýðingar, en handbókin er gefin út bæði á íslensku og ensku. 

Finnur er í engum vafa um að það sé mikil þörf á svona handbók.

„Já svo sannarlega. Það er margt fólk sem er meðvitað um mikilvægi þess að grípa til róttækra loftslagsaðgerða en finnst það ekki vita nóg eða hafa nógu mikla sérfræðiþekkingu til að beita sér almennilega. Þessi gildra er hættuleg því allir eiga fullt erindi í loftslagsaktívisma og allir geta haft eitthvað fram að færa óháð þekkingu á málaflokknum. Þannig að handbókin er nauðsynleg til að veita fólki aukið sjálfstraust og aðeins meiri grunnþekkingu til að það þori að stíga næstu skrefin inn í gagnvirkari loftslagsaktívisma. Svo opnar handbókin einnig á fjölbreyttar leiðir til að vera loftslagsaktívisti – það er margt hægt að gera til að þrýsta á árangur í loftslagsmálum sem eru ekki hefðbundar aktívistaaðgerðir. Þannig viljum við fá fjölbreyttara fólk og fjölbreyttari hæfileika inn í þessa mikilvægu baráttu.“

Handbókin inniheldur grunnupplýsingar um loftslagsmál í fimm köflum. Fjallað er um stærstu úrlausnarefnin og útlistaðar aðferðir til þess að hafa áhrif, auk þess sem bent er á frekara lesefni til þess að kafa dýpra í málin. Annar kafli, á eftir inngangskafla, ber yfirskriftina Tvær linsur.

Þar eru ræddar tvær mikilvægar nálganir, eða linsur, á loftslagsmálin, þar sem í öðru tilvikinu er skoðað hvar ábyrgðin í loftslagsmálum liggur og svo hins vegar hvernig loftslagsaðgerðir geta verið sem réttlátastar. Í fyrra tilvikinu er mikilvægt fyrir loftslagsaktvísta að átta sig á hvernig loftslagsvandinn er fyrst og fremst kerfisvandi, sem liggur að stærstum hluta á ábyrgð stjórnvalda.

Oft er nefnilega reynt að varpa ábyrgðinni á einstaklinga og neytendur. Hins vegar er mikilvægt fyrir loftslagsaktvísta að gæta að því loftslagsaðgerðir geta haft mismunandi áhrif á fólk eftir stöðu þess, stétt, kyni eða öðrum þáttum, og því þarf að gæta að réttlæti og jafnfræði þegar barist er fyrir aðgerðum. Umskiptin þurfa, með öðrum orðum, að vera réttlát.

Loftaðgerðir þar sem ungt fólk er í meirihluta. MYND: Robinerino/Pexel

Í þriðja kafla eru stóru úrlausnarefnin á sviði loftslagsmála á Íslandi rædd, eins og orkuskipti í samgöngum, útblástur frá landnotkun, samspil orkuöflunar og náttúrverndar, og endurreisn vistkerfa. Farið er yfir helstu skilgreiningar í loftslagsbókhaldi þjóðarinnar, og hvernig losun er skipt niður í flokka. Í hverju úrlausnarefni er horft á aðgerðir með áðurnefndum linsum, og skoðað hvar ábyrgðin liggur og einnig hvernig breytingar geta verið sem réttlátastar.

Í fjórða kafla er farið í baráttuaðferðir. Hvernig geta loftslagsaktvístar náð árangri og vakið athygli? Rætt er um borgaralega óhlýðni og mótmæli, og hvaða grunnreglur þarf að hafa í huga þegar aðgerðir eru skipulagðar. Í handbókinni er til dæmis nefnt að fjöldi þátttakenda skipti máli, einnig staðsetning viðburðarins, og að þrautseigja skipti máli. Aðgerðir mega ekki lognast út af. Ofbeldi eigi heldur aldrei heima í loftslagsaðgerðum og að það skipti máli að gleðin sé til staðar, að það sé gaman að taka þátt.

Þá er rætt um mikilvægi þess að nýta sköpunargleði og listir til áhrifa, og að geta séð fyrir sér markmiðin, hvernig veröldin getur orðið betri, og að gleyma ekki augljósum hlutum, eins og að taka þátt í félagsstarfi og að kjósa í kosningum.  Í fimmta og síðasta kaflanum er svo að finna lista yfir fullt af efni sem varð höfundunum að innblæstri við gerð bókarinnar. 

Finnur segir að markhópur bókarinnar sé ungt fólk, fyrst og fremst.

„Eitt af meiginmarkmiðum okkar Ungra umhverfissinna er að vera vettvangur fyrir ungt fólk til að láta gott af sér leiða í umhverfismálum á Íslandi og við viljum að svona tól eins og þessi handbók séu aðgengilegt fyrir ungt fólk til að stiga inn með krafti inn í starfið okkar eða á sínum eigin vettvangi. Loftslagskrísan og aðrar tengdar umhverfiskrísur munu koma til með að hafa hvað mest áhrif á ungt fólk og framtíðarkynslóðir þannig að það er mikið í húfi fyrir okkur og mikilvægt að við tölum hátt og skýrt fyrir réttindum okkar og gegn því að við þurfum að gjalda fyrir aðgerðaleysi, kæruleysi og skaðlega stefnu valdhafa í fortíðinni.“ 

Handbókin er fagurlega myndskreytt og textinn er á köflum ljóðrænn, enda snúast loftlagsmálin ekki bara um beinharðar staðreyndir, heldur líka um mikilvægi þess að geta virkjað djúpar tilfinningar og fallegar framtíðarsýnir til aðgerða, í þágu náttúrunnar og komandi kynslóða.

„Í dag erum við stödd á tímamótum og tímamót eru falleg blanda framtíðar og fortíðar,“ segir á einum stað í bókinni. „Tímamót eru staðurinn þar sem gildi breytast, þar sem einstaklingar og samfélög þroskast. Skil milli þess sem var og þess sem verður. Tímamót eru spennandi staður til þess að vera á og þar er nauðsynlegt að beita ímyndunaraflinu því það sáir fræjum sem eru hugmyndir. Þessar hugmyndir geta vaxið, orðið sprotar sem stækka og gildna smátt og smátt, verða að lausnum og verkefnum sem gefa af sér nýjar hugmyndir. Ef nógu mörgum hugmyndum er sáð í nógu frjóan jarðveg vex þar upp nýr veruleiki. Fræ verður skógur.“ 

ÁSKRIFTARTILBOÐ: FYRSTI MÁNUÐURINN Á AÐEINS 650 KRÓNUR. Í FRAMHALDINU FULLT VERÐ (2.650 KR.) – ALLTAF HÆGT AÐ SEGJA UPP

Nýtt efni

Aspasinn fyrirfinnst í þremur litbrigðum – hvítur, grænn og fjólublár. Hér er í raun um að ræða sömu plöntuna en afbrigðin hafa ólíka eiginleika og ræðst liturinn af því ásamt hlutfalli sólarljóss við ræktunina. Þetta næringarríka grænmeti er ein þeirra matjurta sem maðurinn hóf fyrst að rækta en elstu heimildir um aspasræktun eru um 2.000 …

Það voru vísbendingar um offramboð á flugi héðan til London og Frankfurt síðastliðinn vetur að mati stjórnenda Icelandair. Nú er hins vegar útlit fyrir nokkru færri brottfarir til beggja þessara borga á komandi vetri. Þannig hefur Wizz Air ekki lengur á boðstólum flug til Íslands frá London og þar með dregst framboð á flugi hingað …

Ferðaskrifstofur sem selja Íslandsferðir horfa nú í auknum mæli á eftir viðskipavinunum til Noregs þar sem verðlagið er skárra. Norskir ferðafrömuðir eru líka brattir í viðtölum þessa dagana og almennt sammála um að nýliðinn vetur hafi gengið vel og sumarið verði „dúndurgott" eins og það síðasta. Og opinberar tölur sýna að veturinn gekk vel í …

Þrotabú Wow Air hefur höfðað 11 riftunarmál vegna greiðslna til kröfuhafa flugfélagsins fyrir gjaldþrot þess í mars 2019. Fyrrum forstjóra flugfélagsins og eigenda, Skúla Mogensen, er stefnt til greiðslu skaðabóta í öllum þessum málum. Auk þess er farið fram á skaðabætur frá fyrrum stjórn fyrirtækisins í níu málum. Í stjórninni sátu Liv Bergþórsdóttir, sem var …

Þingmennirnir Jóhann Páll Jóhannsson (S) og Óli Björn Kárason (D) eru ekki bjartsýnir á að Alþingi nái að afgreiða þingsályktuntillögu Lilju Alfreðsdóttur (B), ráðherra ferðamála, um nýja ferðamálastefnu til ársins 2030. Þetta kom fram í máli þingmannanna í pallborðsumræðum á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrradag. Ráðherrann tók líka þátt í pallborðinu og átti þar lokaorðin. …

Verðlag í evrópskum matvöruverslunum var almennt hærra í nýliðnum apríl en það var á sama tíma í fyrra. Íbúar í Tékklandi, Litháen, Ungverjalandi, Slóveníu og Finnlandi borga þó minna í dag fyrir mat og drykk en þeir gerðu á fyrra samkvæmt nýrri verðmælingu á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Í Tyrklandi hækkar verðlag hratt og fór …

Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska sælgætisrisann Mondelez um 337,5 milljónir evra eða 47 milljarða íslenskra króna fyrir óeðlilega viðskiptahætti. Er Mondelez fellt fyrir að hafa skipt evrópska markaðnum upp og takmarkað flutning á vörum sínum milli landa á árunum 2015 til 2019. Tilgangurinn var að halda vöruverði uppi að því segir í tilkynningu frá Framkvæmdastjórn …

Spænska lágfargjaldaflugfélagið Vueling heldur áfram að fækka ferðum til Íslands en þotur þess flugu hingað þrisvar í viku frá Barcelona síðastliðið sumar og svo eina til tvær ferðir í viku yfir nýliðinn vetur. Sumaráætlun Vueling í ár gerir aðeins ráð fyrir brottförum frá Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöldum frá 23. júní til 8. september. Eftir þann tíma …