Samfélagsmiðlar

Plastvandi fluttur til Tyrklands

Plastúrgangur - MYND: Unsplash/Nareeta Martin

Við þekkjum öll hversu mikið af plasti hleðst upp á venjulega heimili á einni viku. Grænmetinu er pakkað í veglegar plastumbúðir og sama er að segja um skyr og jógúrt, ýmsar kornvörur, kex – og svo auðvitað umbúðir utan af sjampói og tannkremi og fleiri snyrtivörum. Allt plast af ýmsum gerðum.

Eitt er að flokka, annað að farga. Plastið er flókið efni, hver og einn flokkur þess þarf sérstaka meðferð. Sumt af plastinu er endurunnið hér á landi, eins og frauðplast, en mest er flutt héðan til Svíþjóðar til frekari úrvinnslu. Það á við um plastumbúðir og hart plast. Þeir flutningar kosta auðvitað fjármuni – og losun.

Svíþjóð er í Evrópusambandinu og innan þess er víða vandræðagangur þegar kemur að plastinu. Evrópusambandslöndin flytja út mikið af plasti til annarra landa, aðallega þó til Tyrklands eftir að Kínverjar bönnuðu innflutning á plastúrgangi árið 2018. Tyrkland varð helsti innflytjandi plasts í heiminum, en jafnvel þó Tyrkjum takist að endurnýta hátt í fimmtung af plastinu þá hleðst afgangurinn upp og veldur vandræðum í kringum endurvinnslustöðvar – og skapar heilsufarsleg vandamál. Plastmengunin veldur öndunarfærasjúkdómum meðal verkamanna á endurvinnslustöðvum, sem treysta gjarnan á vinnuafl flóttamanna í veikri stöðu frá Sýrlandi og Afganistan.

Vegna þrýstings frá almenningi beittu tyrknesk sér um tíma gegn því að meira af plasti safnaðist upp í landinu, reyndu að hindra innflutninginn, en nú hefur taflið snúist við – innflutningurinn á úrgangsplasti Evrópubúa verið aukinn, samkvæmt frásögn í fréttabréfinu The European Correspondent.

Þar segir tyrkneski blaðamaðurinn Ata Ahmet Kökçü:

„Þáttur Evrópusambandsins í að auka plastkreppuna í Tyrklandi hefur ekki farið fram hjá neinum. Gagnrýni beinist að vestrænum hagkerfum, þar á meðal Evrópusambandinu, Bretlandi og Bandaríkjunum, fyrir að viðhalda „úrgangsnýlendustefnu“ með því að flytja út óendurvinnanlegt plast til landa eins og Tyrklands. Skýrslur benda til þess að evrópskir útflytjendur falsi skjöl svo þeir geti látið óendurvinnanlegt plast fylgja sendingum sínum og nýta þannig efnahagslega yfirburði sína gagnvart Tyrklandi.

Til að bregðast við auknum þrýstingi endurskoðaði Evrópusambandið nýlega reglur um útflutning á úrgangi og bannaði sendingu plastúrgangs til landa utan OECD. Hins vegar eru sendingar til OECD-ríkja, þar á meðal Tyrklands, áfram leyfilegar.

Umhverfisbaráttumenn leggja áherslu á að nauðsynlegt er að framfylgja endurvinnslustöðlum og eftirliti til að vernda bæði umhverfið og lýðheilsu. Það verði að vera gagnsætt og skýrt hvernig staðið er að verki til að auka ekki enn frekar umhverfisálag á Tyrki, sem glíma við eftirköst jarðskjálftans mikla 2023 – en þurfa nú til viðbótar að axla áhrif umhverfismengunar frá Vestur-Evrópu.“

Og plastið heldur áfram að hrúgast upp. Íslenskur blaðamaður opnar plastdolluna sem geymir jógúrtið, hellir múslí úr plastumbúðum þess – og rúllar plastfilmunni af agúrkunni sem sneidd verður ofan á ostinn, sem er í plastpoka, og setur ofan á sænska hrökkbrauðið, sem er þó í bréfumbúðum.

Nýtt efni

Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska sælgætisrisann Mondelez um 337,5 milljónir evra eða 47 milljarða íslenskra króna fyrir óeðlilega viðskiptahætti. Er Mondelez fellt fyrir að hafa skipt evrópska markaðnum upp og takmarkað flutning á vörum sínum milli landa á árunum 2015 til 2019. Tilgangurinn var að halda vöruverði uppi að því segir í tilkynningu frá Framkvæmdastjórn …

Spænska lágfargjaldaflugfélagið Vueling heldur áfram að fækka ferðum til Íslands en þotur þess flugu hingað þrisvar í viku frá Barcelona síðastliðið sumar og svo eina til tvær ferðir í viku yfir nýliðinn vetur. Sumaráætlun Vueling í ár gerir aðeins ráð fyrir brottförum frá Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöldum frá 23. júní til 8. september. Eftir þann tíma …

Rauðu og hvítu sporvagnarnir hafa verið meðal táknmynda Istanbúl, þjónað íbúum og ferðamönnum í meira en öld. Nú líður að því að þeim verði skipt út fyrir vagna sem búnir verða rafhlöðum. Vagnarnir hafa gengið eftir spori á Istiklal-breiðgötunni Evrópumegin í Istanbúl. Þeir voru fyrst teknir í notkun árið 1914, á dögum Ottómanveldisins. Ýmsar lagfæringar …

Skattaívilnanir til kaupa á nýjum rafbílum féllu niður um áramótin en frádrátturinn gat numið allt að 1,3 milljónum króna. Nú fæst 900 þúsund króna styrkur frá Orkusjóði í staðinn en sala á rafbílum hefur þó dregist umtalsvert saman það sem af er ári. Á þessum tíma í fyrra höfðu 3.211 nýir rafbílar verið skráðir nýir …

Seljendur hlutabréfa í almennu hlutafjárútboði Íslandshótela, stærsta hótelfyrirtæki landsins, hafa ákveðið að falla frá útboði og þar með skráningu félagsins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Almennu hlutafjárútboði Íslandshótela lauk seinnipartinn í gær en í ljósi þessarar ákvörðunar munu allar áskriftir falla sjálfkrafa niður. Þetta kemur fram í tilkynningu. Vel á þriðja þúsund aðilar tóku þátt í …

MYND: ÓJ

Nýbirt Þróunarvísitala ferðageirans (Travel & Tourism Development Index) fyrir árið 2024, sem Alþjóðaefnahagsráðið ( World Economic Forum) tekur saman annað hvert ár, sýnir að Ísland fellur niður listann um 10 sæti frá 2019 - í 32. sæti, Danmörk, Finnland og Svíþjóð eru töluvert ofar en Noregur er hins vegar ekki meðal þeirra 119 landa sem …

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar áformaði að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu úr 11 prósentum í 24 prósent um mitt árið 2018. Stjórnin sprakk hins vegar áður en málið fór í gegnum Alþingi. Samtök ferðaþjónustunnar börðust gegn þessari hækkun á sínum tíma og í morgun efndu samtökin til fundar í ljósi þess að „undanfarin misseri …

Ferðafólk fylgist með hval dregnum á land í Hvalfirði

Samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands dagana 30. apríl til 7. maí 2024 eru 49 prósent aðspurðra því andvíg að leyfi Hvals hf. til veiða á langreyðum verði endurnýjað. Hins vegar eru 35 prósent aðspurðra því hlynnt. Beðið er ákvörðunar nýs matvælaráðherra. Meginniðurstöður könnunar Maskínu fyrir Náttútuverndarsamtök Íslands - MYND: Maskína Niðurstöður Matvælastofnunar í …